Slappur smassborgari Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. október 2025 07:01 Mark Kerr ánetjaðist verkjalyfjum á hátindi ferils síns. Hann vann bug á fíkninni en tapaði ýmsu öðru. Óskarsverðlaunabeita Benny Safdie og Dwayne Johnson forðast hefðbundna byggingu ævisögumynda og beitir markvisst heimildarmyndarstíl. Kvikmyndin heldur sig þó á yfirborðinu og kemst aldrei að kjarnanum. Um er að ræða The Smashing Machine eftir leikstjórann Benny Safdie, sem leikstýrir hér í fyrsta sinn án eldri bróður síns Josh Safdie. Titill kvikmyndarinnar er dreginn af viðurnefni bardagakappans Marks Kerr sem hlaut það vegna góðs gengis í blönduðum bardagaíþróttum undir lok tíunda áratugarins. Fjallað er um þrjú ár í lífi Kerr frá 1997 til 2000 þar sem hann berst við aðra bardagakappa, verkjalyfjafíkn og innri djöfla. Dwayne Johnson leikur Mark Kerr og Emily Blunt leikur eiginkonu hans, Dawn Kerr. Bardagakappar skipa flest hinna hlutverkanna, meðal þeirra eru Ryan Bader, Bas Rutten og Oleksandr Usyk, núverandi heimsmeistari í þungavigt. The Smashing Machine var frumsýnd hérlendis 2. október og er sýnd í Laugarásbíó og Sambíóunum. Væntingar og vonbrigði Væntingar eru erfitt fyrirbæri og geta haft svo mikil áhrif á upplifun manns. Það er alltaf jafn gaman þegar maður hefur stillt væntingum í hóf og eitthvað kemur manni skemmtilega á óvart. Að sama skapi geta háar væntingar leitt til gríðarlega vonbrigða. Almennt séð er best að vita sem minnst, hafa engar væntingar og leyfa verkinu að hreyfa við manni ómenguðum. En það er auðvitað ómögulegt, jákvæð eða neikvæð umfjöllun birtist manni í fjölmiðlum og vitneskja manns um ýmsa þætti mynda lita mann óhjákvæmilega. Joshua og Benjamin Safdie á Independent Spirit-verðlaununum 2020.Getty Safdie-bræður, Benny og Josh Safdie, hófu að gera myndir saman sem börn og skiptu þar hlutverkum sín á milli. Fyrsta samstarfsverkefni þeirra í fullri lengd var The Pleasure of Being Robbed (2008), Josh leikstýrð en Benny klippti. Eftir útgáfu hennar hófu þeir að leikstýra saman og leikstýrðu alls fimm myndum saman frá 2009 til 2019. Síðustu tvær myndir þeirra, æsispennandi bankaránsmyndin Good Time (2017) með Robert Pattinson og Benny Safdie í aðalhlutverkum og kvíðavaldandi spennutryllirinn Uncut Gems (2019) með Adam Sandler í æðislegum ham, slógu í gegn. Gagnrýnandi sá þær báðar og heillaðist rækilega af skemmtilegum persónum, þéttum handritum og ógnarhraða myndanna. Adam Sandler í Uncut Gems.TIFF Nokkrum árum eftir gerð Uncut Gems ákváðu bræðurnir að slíta samstarfinu og leikstýr hvor í sínu lagi. Josh fór í kjölfarið að vinna að borðtennismyndinni Marty Supreme með Timothee Chalamet í aðalhlutverki sem kemur út seinna á árinu (og lítur ansi spennandi út). Benny hefur verið töluvert uppteknari: lék í myndunum Licorice Pizza (2021), Oppenheimer (2023) og Happy Gilmore 2 (2025); framleiddi, skrifaði og lék í sjónvarpsþáttaseríunni The Curse (2023) og leikstýrði loks The Smashing Machine. Hafandi séð síðustu verk bræðranna átti ég von á sambærilegri neglu jafnvel þó bara annar þeirra væri við stjórnvölinn. Fréttir af mögnuðum leik Johnson höfðu jafnframt verið áberandi undanfarna mánuði og var hann samstundis orðaður við Óskarsverðlaun. Vonbrigðin voru hins vegar töluverð þegar ég fór loksins að sjá The Smashing Machine með Tómasi, vini mínum og samstarfsfélaga, í bíó. Ástæðurnar fyrir vonbrigðunum eru þó nokkrar. Inspó, eftiröpun eða frumspekileg glíma? Eitt það undarlegasta við myndina er að hún heitir það sama og fjallar um sama tímabil og heimildarmyndin The Smashing Machine: The Life and Times of Extreme Fighter Mark Kerr (2002). Ekki nóg með það heldur endurgerir Safdie fjölda sena úr heimildarmyndinni og skýtur hana jafnframt eins og um heimildarmynd væri að ræða. Stilla úr Smashing Machine þar sem uppgefinn Kerr situr í horni sínu í miðjum bardaga. Stundum eru áhorfendur eins og flugur á vegg heim hjá Kerr en í bardagasenum eru þeir fastir fyrir utan hringinn og sjá inn í búrið gegnum böndin. Þetta stílbragð býr til fjarlægð í bardögum en ákveðinn realisma utan hringsins. Til viðbótar við myndatökuna koma reglulega fyrir viðtöl við bardagakappa, Kerr og kollega hans, sem minna á viðtöl í heimildarmyndum. Áhorfendur eru þannig settir markvisst í ákveðnar stellingar. Ráðning Johnson, sem var eitt sinn vinsæll fjölbragðaglímukappi, er önnur ákvörðun þar sem raunveruleiki og skáldskapur blandast saman í höfði áhorfenda. Ég á erfitt með að skilja þessa ákvörðun Safdie. Er hann að hylla gömlu heimildarmyndina með því að endurgera svona stóra hluta hennar? Er þetta eitthvað grín þar sem myndin vísar í sjálfa sig og hann leikur sér með raunveruleikann? Tröllvaxinn Steini, skinkuleg Blunt og hryllilegur glímukappi Safdie reynir sömuleiðis markvisst að forðast hefðbundna bardagamynda-uppbyggingu sem hefst gjarnan á kynningu á bardagakappanum og innri togstreitu hans áður en farið er í meginsöguna sem tengist gjarnan ákveðnum bardaga eða mótaröð. Myndin hefst þar sem Kerr tekur þátt í bardagamóti í Brasilíu þar sem hann skúrar hvern bardagakappann á fætur öðrum og lýsir síðan fyrir blaðamanni hvað gerir hann að góðum bardagamanni. Næst er spólað fram í tímann þar áhorfendur fá innsýn inn í heimilislíf Marks og Dawn sem virðist spennuþrungið og stirt. Johnson er vígalegur sem Kerr. Fljótlega kemur í ljós að Kerr hefur ánetjast ópíóðum og fíknin tekið yfir líf hans. Sú vending kemur alveg upp úr þurru og án þess að búið sé að vinna fyrir henni. Á endanum ákveður Kerr að fara í meðferð og snýr þannig við blaðinu. En parið glímir áfram við sömu vandamál og áður og ferillinn gengur brösuglega. Þrátt fyrir að sjá nokkur persónuleg augnablik úr lífi Kerr komumst við aldrei raunverulega að kjarnanum, hvað keyrir hann áfram og hvers vegna hann leitar í ópíóðana. Við fáum óljósa mynd af manni sem reynir stöðugt að gera öllum til geðs og hefur misst stjórn á eigin fíkn en komumst ekki dýpra en það. Dawn og Mark Kerr á vappi um Tókýó-borg í myndinni. Johnson er tröll að burðum í myndinni, hefur greinilega lagt mikið á sig til að líkjast Kerr og er sömuleiðis farðaður ansi vel. Leikframmistaða Johnson er misjöfn, hann leikur Kerr vel sem blíðan og vinalegan en dettur á köflum út úr rullunni. Þó verður að segjast að senurnar þar sem Kerr er útúrdópaður af verkjalyfjum eru verulega sannfærandi. Fjölskyldudramað í myndinni, ólgandi samband Mark og Dawn, er besti hluti hennar en eins og með annað finnst manni skorta undirbyggingu. Strax frá byrjun virðist sambandið í ólagi og áhorfendur fá litla tilfinningu fyrir því hvað laðaði þau hvort að öðru. Blunt sem fær heldur rýrt hlutverk fannst mér frábær sem hin skeytingarlausa og tilfinningaríka Dawn með sitt skinkulega útlit og músarlegu rödd. Þau vinna vel saman við að koma tengslaleysinu til skila. Bas Rutten, Mark Coleman, Mark Kerr og Dawn Kerr. Þá er ótalið þriðja stærsta hlutverkið sem fellur í skaut Ryan Bader sem er starfandi MMA-bardagakappi. Hann leikur í myndinni einn besta vin Kerr og fyrrverandi þjálfara hans. Safdie-bræðurnir hafa í myndum sínum notast mikið við óreynda leikara sem tókst til að mynda mjög vel með Kevin Garnett í Uncut Gems. Það tekst hins vegar hrapallega hér, Bader er stífur, ósannfærandi og tekur mann algjörlega út úr myndinni. Leikaravalið virðist hluti af þessari natúralísku nálgun Safdie: að fá einhvern til að leika persóna sem líkist manni sjálfum. En hann kann ekki að leika! Þrátt fyrir að reyna að forðast hefðbundna byggingu endar Safdie á sígildan máta. Lokahluti og hápunktur myndarinnar snýr að glímumótaröð í Tokyo þar sem yfirgengilegar fjárhæðir eru undir - svo yfirgengilegar að það er minnst á það svona sex sinnum. Bardagasenurnar fá mikið pláss en eru illa útfærðar og vekja fæstar nokkra spennu. Allt stefnir í átt að lokabardaga... og þá er best að segja ekki meir. Niðurstaða Stundum sér maður auglýsingu fyrir nýjan safaríkan borgara frá skyndibitastað sem maður fílar. Hugmyndin er ágæt og hráefnin góð, kokkurinn kann sitt fag og borgarinn hefur fengið gott umtal. Síðan fær maður sér loksins bita og hann reynist bragðdaufur, illa samsettur og skorta almennilegan safa. Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp MMA Bandaríkin Tengdar fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Tæplega þriggja tíma hasarsprengja með sprenghlægilegum karakterum, æsispennandi framvindu og hárbeittri ádeilu. Hér mætast róttækir byltingarsinnar, freðinn faðir með ofsóknaræði, innflytjendur í leit að betra lífi og fasistar sem beita óhræddir hernaðarvaldi. 3. október 2025 07:02 Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Skáldsagan Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir, eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, vakti verðskuldaða athygli þegar hún kom út 2020 og hefur í raun verið í brennidepli síðan þá því jörð hefur vart hætt að skjálfa eða upp úr henni að gjósa á Reykjanesi. 19. september 2025 07:01 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Tíu smart kósýgallar Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Um er að ræða The Smashing Machine eftir leikstjórann Benny Safdie, sem leikstýrir hér í fyrsta sinn án eldri bróður síns Josh Safdie. Titill kvikmyndarinnar er dreginn af viðurnefni bardagakappans Marks Kerr sem hlaut það vegna góðs gengis í blönduðum bardagaíþróttum undir lok tíunda áratugarins. Fjallað er um þrjú ár í lífi Kerr frá 1997 til 2000 þar sem hann berst við aðra bardagakappa, verkjalyfjafíkn og innri djöfla. Dwayne Johnson leikur Mark Kerr og Emily Blunt leikur eiginkonu hans, Dawn Kerr. Bardagakappar skipa flest hinna hlutverkanna, meðal þeirra eru Ryan Bader, Bas Rutten og Oleksandr Usyk, núverandi heimsmeistari í þungavigt. The Smashing Machine var frumsýnd hérlendis 2. október og er sýnd í Laugarásbíó og Sambíóunum. Væntingar og vonbrigði Væntingar eru erfitt fyrirbæri og geta haft svo mikil áhrif á upplifun manns. Það er alltaf jafn gaman þegar maður hefur stillt væntingum í hóf og eitthvað kemur manni skemmtilega á óvart. Að sama skapi geta háar væntingar leitt til gríðarlega vonbrigða. Almennt séð er best að vita sem minnst, hafa engar væntingar og leyfa verkinu að hreyfa við manni ómenguðum. En það er auðvitað ómögulegt, jákvæð eða neikvæð umfjöllun birtist manni í fjölmiðlum og vitneskja manns um ýmsa þætti mynda lita mann óhjákvæmilega. Joshua og Benjamin Safdie á Independent Spirit-verðlaununum 2020.Getty Safdie-bræður, Benny og Josh Safdie, hófu að gera myndir saman sem börn og skiptu þar hlutverkum sín á milli. Fyrsta samstarfsverkefni þeirra í fullri lengd var The Pleasure of Being Robbed (2008), Josh leikstýrð en Benny klippti. Eftir útgáfu hennar hófu þeir að leikstýra saman og leikstýrðu alls fimm myndum saman frá 2009 til 2019. Síðustu tvær myndir þeirra, æsispennandi bankaránsmyndin Good Time (2017) með Robert Pattinson og Benny Safdie í aðalhlutverkum og kvíðavaldandi spennutryllirinn Uncut Gems (2019) með Adam Sandler í æðislegum ham, slógu í gegn. Gagnrýnandi sá þær báðar og heillaðist rækilega af skemmtilegum persónum, þéttum handritum og ógnarhraða myndanna. Adam Sandler í Uncut Gems.TIFF Nokkrum árum eftir gerð Uncut Gems ákváðu bræðurnir að slíta samstarfinu og leikstýr hvor í sínu lagi. Josh fór í kjölfarið að vinna að borðtennismyndinni Marty Supreme með Timothee Chalamet í aðalhlutverki sem kemur út seinna á árinu (og lítur ansi spennandi út). Benny hefur verið töluvert uppteknari: lék í myndunum Licorice Pizza (2021), Oppenheimer (2023) og Happy Gilmore 2 (2025); framleiddi, skrifaði og lék í sjónvarpsþáttaseríunni The Curse (2023) og leikstýrði loks The Smashing Machine. Hafandi séð síðustu verk bræðranna átti ég von á sambærilegri neglu jafnvel þó bara annar þeirra væri við stjórnvölinn. Fréttir af mögnuðum leik Johnson höfðu jafnframt verið áberandi undanfarna mánuði og var hann samstundis orðaður við Óskarsverðlaun. Vonbrigðin voru hins vegar töluverð þegar ég fór loksins að sjá The Smashing Machine með Tómasi, vini mínum og samstarfsfélaga, í bíó. Ástæðurnar fyrir vonbrigðunum eru þó nokkrar. Inspó, eftiröpun eða frumspekileg glíma? Eitt það undarlegasta við myndina er að hún heitir það sama og fjallar um sama tímabil og heimildarmyndin The Smashing Machine: The Life and Times of Extreme Fighter Mark Kerr (2002). Ekki nóg með það heldur endurgerir Safdie fjölda sena úr heimildarmyndinni og skýtur hana jafnframt eins og um heimildarmynd væri að ræða. Stilla úr Smashing Machine þar sem uppgefinn Kerr situr í horni sínu í miðjum bardaga. Stundum eru áhorfendur eins og flugur á vegg heim hjá Kerr en í bardagasenum eru þeir fastir fyrir utan hringinn og sjá inn í búrið gegnum böndin. Þetta stílbragð býr til fjarlægð í bardögum en ákveðinn realisma utan hringsins. Til viðbótar við myndatökuna koma reglulega fyrir viðtöl við bardagakappa, Kerr og kollega hans, sem minna á viðtöl í heimildarmyndum. Áhorfendur eru þannig settir markvisst í ákveðnar stellingar. Ráðning Johnson, sem var eitt sinn vinsæll fjölbragðaglímukappi, er önnur ákvörðun þar sem raunveruleiki og skáldskapur blandast saman í höfði áhorfenda. Ég á erfitt með að skilja þessa ákvörðun Safdie. Er hann að hylla gömlu heimildarmyndina með því að endurgera svona stóra hluta hennar? Er þetta eitthvað grín þar sem myndin vísar í sjálfa sig og hann leikur sér með raunveruleikann? Tröllvaxinn Steini, skinkuleg Blunt og hryllilegur glímukappi Safdie reynir sömuleiðis markvisst að forðast hefðbundna bardagamynda-uppbyggingu sem hefst gjarnan á kynningu á bardagakappanum og innri togstreitu hans áður en farið er í meginsöguna sem tengist gjarnan ákveðnum bardaga eða mótaröð. Myndin hefst þar sem Kerr tekur þátt í bardagamóti í Brasilíu þar sem hann skúrar hvern bardagakappann á fætur öðrum og lýsir síðan fyrir blaðamanni hvað gerir hann að góðum bardagamanni. Næst er spólað fram í tímann þar áhorfendur fá innsýn inn í heimilislíf Marks og Dawn sem virðist spennuþrungið og stirt. Johnson er vígalegur sem Kerr. Fljótlega kemur í ljós að Kerr hefur ánetjast ópíóðum og fíknin tekið yfir líf hans. Sú vending kemur alveg upp úr þurru og án þess að búið sé að vinna fyrir henni. Á endanum ákveður Kerr að fara í meðferð og snýr þannig við blaðinu. En parið glímir áfram við sömu vandamál og áður og ferillinn gengur brösuglega. Þrátt fyrir að sjá nokkur persónuleg augnablik úr lífi Kerr komumst við aldrei raunverulega að kjarnanum, hvað keyrir hann áfram og hvers vegna hann leitar í ópíóðana. Við fáum óljósa mynd af manni sem reynir stöðugt að gera öllum til geðs og hefur misst stjórn á eigin fíkn en komumst ekki dýpra en það. Dawn og Mark Kerr á vappi um Tókýó-borg í myndinni. Johnson er tröll að burðum í myndinni, hefur greinilega lagt mikið á sig til að líkjast Kerr og er sömuleiðis farðaður ansi vel. Leikframmistaða Johnson er misjöfn, hann leikur Kerr vel sem blíðan og vinalegan en dettur á köflum út úr rullunni. Þó verður að segjast að senurnar þar sem Kerr er útúrdópaður af verkjalyfjum eru verulega sannfærandi. Fjölskyldudramað í myndinni, ólgandi samband Mark og Dawn, er besti hluti hennar en eins og með annað finnst manni skorta undirbyggingu. Strax frá byrjun virðist sambandið í ólagi og áhorfendur fá litla tilfinningu fyrir því hvað laðaði þau hvort að öðru. Blunt sem fær heldur rýrt hlutverk fannst mér frábær sem hin skeytingarlausa og tilfinningaríka Dawn með sitt skinkulega útlit og músarlegu rödd. Þau vinna vel saman við að koma tengslaleysinu til skila. Bas Rutten, Mark Coleman, Mark Kerr og Dawn Kerr. Þá er ótalið þriðja stærsta hlutverkið sem fellur í skaut Ryan Bader sem er starfandi MMA-bardagakappi. Hann leikur í myndinni einn besta vin Kerr og fyrrverandi þjálfara hans. Safdie-bræðurnir hafa í myndum sínum notast mikið við óreynda leikara sem tókst til að mynda mjög vel með Kevin Garnett í Uncut Gems. Það tekst hins vegar hrapallega hér, Bader er stífur, ósannfærandi og tekur mann algjörlega út úr myndinni. Leikaravalið virðist hluti af þessari natúralísku nálgun Safdie: að fá einhvern til að leika persóna sem líkist manni sjálfum. En hann kann ekki að leika! Þrátt fyrir að reyna að forðast hefðbundna byggingu endar Safdie á sígildan máta. Lokahluti og hápunktur myndarinnar snýr að glímumótaröð í Tokyo þar sem yfirgengilegar fjárhæðir eru undir - svo yfirgengilegar að það er minnst á það svona sex sinnum. Bardagasenurnar fá mikið pláss en eru illa útfærðar og vekja fæstar nokkra spennu. Allt stefnir í átt að lokabardaga... og þá er best að segja ekki meir. Niðurstaða Stundum sér maður auglýsingu fyrir nýjan safaríkan borgara frá skyndibitastað sem maður fílar. Hugmyndin er ágæt og hráefnin góð, kokkurinn kann sitt fag og borgarinn hefur fengið gott umtal. Síðan fær maður sér loksins bita og hann reynist bragðdaufur, illa samsettur og skorta almennilegan safa.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp MMA Bandaríkin Tengdar fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Tæplega þriggja tíma hasarsprengja með sprenghlægilegum karakterum, æsispennandi framvindu og hárbeittri ádeilu. Hér mætast róttækir byltingarsinnar, freðinn faðir með ofsóknaræði, innflytjendur í leit að betra lífi og fasistar sem beita óhræddir hernaðarvaldi. 3. október 2025 07:02 Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Skáldsagan Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir, eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, vakti verðskuldaða athygli þegar hún kom út 2020 og hefur í raun verið í brennidepli síðan þá því jörð hefur vart hætt að skjálfa eða upp úr henni að gjósa á Reykjanesi. 19. september 2025 07:01 Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menning Tíu smart kósýgallar Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Tæplega þriggja tíma hasarsprengja með sprenghlægilegum karakterum, æsispennandi framvindu og hárbeittri ádeilu. Hér mætast róttækir byltingarsinnar, freðinn faðir með ofsóknaræði, innflytjendur í leit að betra lífi og fasistar sem beita óhræddir hernaðarvaldi. 3. október 2025 07:02
Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Skáldsagan Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir, eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, vakti verðskuldaða athygli þegar hún kom út 2020 og hefur í raun verið í brennidepli síðan þá því jörð hefur vart hætt að skjálfa eða upp úr henni að gjósa á Reykjanesi. 19. september 2025 07:01