Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar 13. október 2025 14:30 Svifryksmengun vegna umferðar sú mengun sem oftast fer yfir heilsuverndarmörk í borgum og bæjum á Íslandi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að svifryksmengun veldur aukningu í sjúkdómum og dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma, lungnakrabbameins, og einnig elliglöpum, taugaskemmdum, áhrifum á fóstur og enn er margt óupptalið[i]. Það er því til mikils að vinna að hafa loftgæði góð og gera það sem hægt er til að koma í veg fyrir mengun. Nú þegar vetur nálgast kemur að því að skipta yfir á vetrardekk. Val á vetrardekkjum er ekki einfalt og spilar margt þar inn í. Eitt af því sem sannarlega ætti að hafa áhrif á val á dekkjum er sú staðreynd að nagladekk spæna upp vegina og stuðla þannig að verulega auknu magni svifryks. Bíll á nagladekkjum veldur um það bil 20 – 30 sinnum (varlega áætlað) meira af svifryki en bíll á ónegldum dekkjum. Síðastliðin 10 ár hafa á milli 40% - 50% bíla á höfuðborgarsvæðinu verið á nagladekkjum yfir háveturinn. Þetta er hátt hlutfall, ef við athugum að 5 bílar á nagladekkjum valda jafn mikilli svifryksmengun og 100 - 150 bílar á ónegldum dekkjum. Það er því eðlilegt að spyrja hvað sé til ráða. Einfaldasta skrefið væri að fækka nagladekkjum í umferð. Nýlegar kannanir á öryggi dekkja sýna að bilið milli negldra dekkja og ónegldra minnkar stöðugt og raunar koma ónegld dekk jafnvel betur út; nema þegar kemur að akstri við allra verstu aðstæður þegar klaki þekur veg við frostmark [ii]. Fyrir mörg eru það ekki aðstæður sem skapast oft. Götur á höfuðborgarsvæðinu eru ruddar og saltaðar mjög fljótt, þannig að slíkar aðstæður myndast mjög sjaldan. Kostir ónegldra dekkja eru fjölmargir, minni hávaði, minna slit, oft styttri hemlunarvegalengd við algengustu aðstæður (þurrt/blautt malbik, jafnvel snjór) og auðveldara að stýra. Mörg heimili hafa yfir fleiri en einum bíl að ráða og væri því gott fyrsta skref að velta fyrir sér hver sé þörfin fyrir hvern þeirra; er mest keyrt innanbæjar og svo framvegis. Ef notkun nagladekkja minnkar ekki er nauðsynlegt að grípa til ráðstafa til að minnka svifryksmengun vegna umferðar. Slíkar ráðstafanir gætu verið að draga úr hámarkshraða, sem er mjög áhrifamikil aðferð og tiltölulega einföld[iii]. Aðrar aðgerðir gætu verið gjaldtaka á nagladekkjanotkun, að banna umferð á ákveðnum svæðum, eða beinni aðgerðir til að minnka umferð (banna bíla með slétta/oddatölu bílnúmer, …). Auðvitað ætti fyrsta skrefið að vera að draga úr umferð, en þróunin er í gagnstæða átt, þannig að það er lengri tíma markmið og önnur umræða. Höfundur er prófessor í umhverfis-og auðlindafræði við Háskóli Íslands. [i] Hänninen, O., Knol, A. B., Jantunen, M., Lim, T. A., Conrad, A., Rappolder, M., Carrer, P., Fanetti, A. C., Kim, R., Buekers, J., & EBoDE Working Group. (2014). Environmental burden of disease in Europe: Assessing nine risk factors in six countries. Environmental Health Perspectives, 122(5), 439–446. https://doi.org/10.1289/ehp.1206154 [ii] Benson, J. (2025, October 7). 2025 friction and studded winter tyre test. Tyre Reviews. https://www.tyrereviews.com/Tyre-Tests/2025-Friction-and-Studded-Winter-Tyre-Test.htm [iii] Þröstur Þorsteinsson (2021). Áhrif hraða á mengun vegna umferðar: Skýrsla til Vegagerðarinnar. Vegagerðin. https://reykjavik.is/sites/default/files/ahrif_hrada_a_mengun_vegna_umferdar.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nagladekk Umhverfismál Loftgæði Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Svifryksmengun vegna umferðar sú mengun sem oftast fer yfir heilsuverndarmörk í borgum og bæjum á Íslandi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að svifryksmengun veldur aukningu í sjúkdómum og dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma, lungnakrabbameins, og einnig elliglöpum, taugaskemmdum, áhrifum á fóstur og enn er margt óupptalið[i]. Það er því til mikils að vinna að hafa loftgæði góð og gera það sem hægt er til að koma í veg fyrir mengun. Nú þegar vetur nálgast kemur að því að skipta yfir á vetrardekk. Val á vetrardekkjum er ekki einfalt og spilar margt þar inn í. Eitt af því sem sannarlega ætti að hafa áhrif á val á dekkjum er sú staðreynd að nagladekk spæna upp vegina og stuðla þannig að verulega auknu magni svifryks. Bíll á nagladekkjum veldur um það bil 20 – 30 sinnum (varlega áætlað) meira af svifryki en bíll á ónegldum dekkjum. Síðastliðin 10 ár hafa á milli 40% - 50% bíla á höfuðborgarsvæðinu verið á nagladekkjum yfir háveturinn. Þetta er hátt hlutfall, ef við athugum að 5 bílar á nagladekkjum valda jafn mikilli svifryksmengun og 100 - 150 bílar á ónegldum dekkjum. Það er því eðlilegt að spyrja hvað sé til ráða. Einfaldasta skrefið væri að fækka nagladekkjum í umferð. Nýlegar kannanir á öryggi dekkja sýna að bilið milli negldra dekkja og ónegldra minnkar stöðugt og raunar koma ónegld dekk jafnvel betur út; nema þegar kemur að akstri við allra verstu aðstæður þegar klaki þekur veg við frostmark [ii]. Fyrir mörg eru það ekki aðstæður sem skapast oft. Götur á höfuðborgarsvæðinu eru ruddar og saltaðar mjög fljótt, þannig að slíkar aðstæður myndast mjög sjaldan. Kostir ónegldra dekkja eru fjölmargir, minni hávaði, minna slit, oft styttri hemlunarvegalengd við algengustu aðstæður (þurrt/blautt malbik, jafnvel snjór) og auðveldara að stýra. Mörg heimili hafa yfir fleiri en einum bíl að ráða og væri því gott fyrsta skref að velta fyrir sér hver sé þörfin fyrir hvern þeirra; er mest keyrt innanbæjar og svo framvegis. Ef notkun nagladekkja minnkar ekki er nauðsynlegt að grípa til ráðstafa til að minnka svifryksmengun vegna umferðar. Slíkar ráðstafanir gætu verið að draga úr hámarkshraða, sem er mjög áhrifamikil aðferð og tiltölulega einföld[iii]. Aðrar aðgerðir gætu verið gjaldtaka á nagladekkjanotkun, að banna umferð á ákveðnum svæðum, eða beinni aðgerðir til að minnka umferð (banna bíla með slétta/oddatölu bílnúmer, …). Auðvitað ætti fyrsta skrefið að vera að draga úr umferð, en þróunin er í gagnstæða átt, þannig að það er lengri tíma markmið og önnur umræða. Höfundur er prófessor í umhverfis-og auðlindafræði við Háskóli Íslands. [i] Hänninen, O., Knol, A. B., Jantunen, M., Lim, T. A., Conrad, A., Rappolder, M., Carrer, P., Fanetti, A. C., Kim, R., Buekers, J., & EBoDE Working Group. (2014). Environmental burden of disease in Europe: Assessing nine risk factors in six countries. Environmental Health Perspectives, 122(5), 439–446. https://doi.org/10.1289/ehp.1206154 [ii] Benson, J. (2025, October 7). 2025 friction and studded winter tyre test. Tyre Reviews. https://www.tyrereviews.com/Tyre-Tests/2025-Friction-and-Studded-Winter-Tyre-Test.htm [iii] Þröstur Þorsteinsson (2021). Áhrif hraða á mengun vegna umferðar: Skýrsla til Vegagerðarinnar. Vegagerðin. https://reykjavik.is/sites/default/files/ahrif_hrada_a_mengun_vegna_umferdar.pdf
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun