Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2025 10:13 Philippe Aghion, einn þriggja Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði í ár. Vísir/EPA Þrír hagfræðingar deila Nóbelsverðlaununum í hagfræði í ár fyrir rannsóknir sínar á tengslum nýsköpunar og hagvaxtar. Þeir hafi sýnt fram á hvernig ný tækni geti drifið áfram sjálfbæran vöxt. Joel Mokyr, bandarísk-ísraelskur hagfræðingur frá Northwestern-háskóla í Illinois í Bandaríkjunum, fær verðlaunin fyrir að hafa „bent á nauðsynleg skilyrði fyrir samfelldum hagvexti með tæknilegum framförum“, að því er segir í rökstuðningi sænsku vísindaakademíunnar. Þá fá Frakkinn Philippe Aghion og Kanadamaðurinn Peter Howitt verðlaunin sameiginlega fyrir kenningu sína um „viðvarandi vöxt með skapandi eyðileggingu“. Nefndin segir í rökstuðningi sínum að síðustu tvær aldirnar séu fyrsta skiptið í sögunni sem mannkynið hafi upplifað samfelldan hagvöxt. Hann hafi lyft gríðarlegum fjölda fólks úr fátækt og lagt grundvöllinn að hagsæld. Verðlaunahafarnir í ár hafi með rannsóknum sínum útskýrt hvernig nýsköpun sé drefkrafturinn að frekari framförum. Mokyr er sagður hafa notað sagnfræðilegar heimildir til þess að sýna hvernig stöðugur hagvöxtur varð að veruleika. Hann hafi meðal annars sýnt frá á nauðsyn vísindalegrar þekkingar fyrir áframhaldandi nýsköpun og mikilvægi þess að samfélagið væri opið fyrir nýjum hugmyndum og breytingum. Aghion og Howitt hafi skoðað gangverk hagvaxtarins, meðal annars með tölfræðilíkani um það sem þeir kölluðu skapandi eyðileggingu árið 1992. Sú hugmynd gengur út á að nýsköpun fylgi einnig eyðilegging þegar nýjar og betri vörur koma á markað og fyrirtæki sem selja eldri vörur verða undir. Verðlaunahafarnir hafi hver á sinn hátt sýnt hvernig skapandi eyðilegging skapi átök sem halda þurfi í skefjum á uppbyggilegan hátt. Að öðrum kosti geti fyrirtæki og hagsmunaaðilar sem telja hag sínum ógnað stöðvað nýsköpun. Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Nýsköpun Efnahagsmál Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Joel Mokyr, bandarísk-ísraelskur hagfræðingur frá Northwestern-háskóla í Illinois í Bandaríkjunum, fær verðlaunin fyrir að hafa „bent á nauðsynleg skilyrði fyrir samfelldum hagvexti með tæknilegum framförum“, að því er segir í rökstuðningi sænsku vísindaakademíunnar. Þá fá Frakkinn Philippe Aghion og Kanadamaðurinn Peter Howitt verðlaunin sameiginlega fyrir kenningu sína um „viðvarandi vöxt með skapandi eyðileggingu“. Nefndin segir í rökstuðningi sínum að síðustu tvær aldirnar séu fyrsta skiptið í sögunni sem mannkynið hafi upplifað samfelldan hagvöxt. Hann hafi lyft gríðarlegum fjölda fólks úr fátækt og lagt grundvöllinn að hagsæld. Verðlaunahafarnir í ár hafi með rannsóknum sínum útskýrt hvernig nýsköpun sé drefkrafturinn að frekari framförum. Mokyr er sagður hafa notað sagnfræðilegar heimildir til þess að sýna hvernig stöðugur hagvöxtur varð að veruleika. Hann hafi meðal annars sýnt frá á nauðsyn vísindalegrar þekkingar fyrir áframhaldandi nýsköpun og mikilvægi þess að samfélagið væri opið fyrir nýjum hugmyndum og breytingum. Aghion og Howitt hafi skoðað gangverk hagvaxtarins, meðal annars með tölfræðilíkani um það sem þeir kölluðu skapandi eyðileggingu árið 1992. Sú hugmynd gengur út á að nýsköpun fylgi einnig eyðilegging þegar nýjar og betri vörur koma á markað og fyrirtæki sem selja eldri vörur verða undir. Verðlaunahafarnir hafi hver á sinn hátt sýnt hvernig skapandi eyðilegging skapi átök sem halda þurfi í skefjum á uppbyggilegan hátt. Að öðrum kosti geti fyrirtæki og hagsmunaaðilar sem telja hag sínum ógnað stöðvað nýsköpun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Nóbelsverðlaun Nýsköpun Efnahagsmál Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira