Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2025 09:13 Finnska þinghúsið í miðborg Helsinki. Undir því er neyðarskýli þar sem er meðal annars hægt að halda þingfundi ef aðstæður krefja. Vísir/EPA Finnskir þingmenn verða í fyrsta skipti látnir æfa að nota neyðarskýli í kjallara þinghússins í Helsinki í vetur. Aukin áhersla hefur verið lögð á ýmis konar neyðarviðbúnað á Norðulöndum undanfarin misseri, ekki síst vegna vaxandi fjölþáttaógnar frá Rússlandi. Varaþingsalur þar sem hægt er að halda þingfundi við óvenjulegar aðstæður eins og á stríðstímum er í neyðarskýlinu sem var byggt þegar þinghúsið var gert upp árið 2014. Þetta verður í fyrsta skipti sem þingmenn fá þjálfun í að nota skýlið. Paula Risikko, varaforseti þingsins, segir finnsku fréttaveitunni USU að æfingin sé liður í víðtækari áætlun um viðbúnað við ófyrirséðum og óvenjulegum aðstæðum. Áhyggjur af slíku hafa aukist verulega eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022, að því er kemur fram í frétt finnska ríkisútvarpsins sem vitnar í USU. Rússar há nú óhefðbundinn hernað gegn vestrænum ríkjum, meðal annars með ýmis konar skemmdarverkum og upplýsingahernaði. Finnar, sem deila meira en 1.300 kílómetra löngum landamærum með Rússum, hafa fundið sterkar fyrir ógninni en flestar aðrar þjóðir. Viðvarandi gervihnattatruflanir hafa verið við Finnlandsflóa en Rússar eru taldir standa að baki þeim til þess að hylja ferðir svonefnda skuggaflota síns. Það er floti skipa sem Rússar nota til þess að komast í kringum viðskiptaþvinganir og fremja skemmdarverk. Skip sem er talið tilheyra skuggaflotanum sleit nokkra við Finnland um síðustu jól. Finnskur dómstóll vísaði ákæru gegn stjórnenendum skipsins frá á þeim forsendum að finnska saksóknara skorti lögsögu yfir þeim þar sem brotið hefði verið framið á alþjóðlegu hafsvæði.. Finnland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Finnskur dómstóll vísaði frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur skipverjum olíuflutningaskips sem sleit fimm sæstrengi síðasta vetur á þeim forsendum að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Skipið er talið hluti af svonefndum skuggaflota Rússa. 3. október 2025 15:14 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Varaþingsalur þar sem hægt er að halda þingfundi við óvenjulegar aðstæður eins og á stríðstímum er í neyðarskýlinu sem var byggt þegar þinghúsið var gert upp árið 2014. Þetta verður í fyrsta skipti sem þingmenn fá þjálfun í að nota skýlið. Paula Risikko, varaforseti þingsins, segir finnsku fréttaveitunni USU að æfingin sé liður í víðtækari áætlun um viðbúnað við ófyrirséðum og óvenjulegum aðstæðum. Áhyggjur af slíku hafa aukist verulega eftir innrás Rússa í Úkraínu árið 2022, að því er kemur fram í frétt finnska ríkisútvarpsins sem vitnar í USU. Rússar há nú óhefðbundinn hernað gegn vestrænum ríkjum, meðal annars með ýmis konar skemmdarverkum og upplýsingahernaði. Finnar, sem deila meira en 1.300 kílómetra löngum landamærum með Rússum, hafa fundið sterkar fyrir ógninni en flestar aðrar þjóðir. Viðvarandi gervihnattatruflanir hafa verið við Finnlandsflóa en Rússar eru taldir standa að baki þeim til þess að hylja ferðir svonefnda skuggaflota síns. Það er floti skipa sem Rússar nota til þess að komast í kringum viðskiptaþvinganir og fremja skemmdarverk. Skip sem er talið tilheyra skuggaflotanum sleit nokkra við Finnland um síðustu jól. Finnskur dómstóll vísaði ákæru gegn stjórnenendum skipsins frá á þeim forsendum að finnska saksóknara skorti lögsögu yfir þeim þar sem brotið hefði verið framið á alþjóðlegu hafsvæði..
Finnland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Finnskur dómstóll vísaði frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur skipverjum olíuflutningaskips sem sleit fimm sæstrengi síðasta vetur á þeim forsendum að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Skipið er talið hluti af svonefndum skuggaflota Rússa. 3. október 2025 15:14 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Finnskur dómstóll vísaði frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur skipverjum olíuflutningaskips sem sleit fimm sæstrengi síðasta vetur á þeim forsendum að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Skipið er talið hluti af svonefndum skuggaflota Rússa. 3. október 2025 15:14