Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. október 2025 15:01 Usman Mahmood segir rekstrargrundvöll til staðar fyrir nýtt flugfélag. Eigandi ferðaþjónustufyrirtækjanna Glacier Ventures og Glacier Heli vill að nýtt flugfélag Glacier Airlines hefji flug til og frá Íslandi næsta sumar. Hann segir um að ræða rekstrarmódel þar sem einblínt verður á erlenda ferðamenn og pakkaferðir en ekki að selja Íslendingum flugferðir. „Þetta hefur verið í pípunum lengi og áður en að tíðindin bárust af Play,“ segir Usman Mehmood eigandi fyrirtækjanna í samtali við Vísi. Stefnt sé að því að félagið hefji sig á loft í júní 2026. Mbl.is greindi frá fyrirætlununum í vikunni en Mehmood opinberaði þær upphaflega á samfélagsmiðlinum Linkedin. Usman er upprunalega frá Pakistan og hefur um árabil rekið fyrrnefnd ferðaþjónustufyrirtæki. Eitt þeirra, Glacier heli komst í fréttir í fyrra þegar flugmaður þyrlu lenti henni á malarstæði með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á bíl sem þar var lagt. Fljúgi ferðamönnum út frekar en Íslendingum heim Á Linkedin segir Usman að eftir fall Play marki stofnun Glacier Airline nýtt upphaf. Ólíkt forvera sínum muni flugfélagið tengja saman flug, ferðaþjónustu og hótelrekstur. Þannig muni stefna félagsins byggja á sjálfbærum vexti, fjárhagslegum aga og áherslu á viðskiptavininn. Á vef félagsins kemur fram að flugferðir verði farnar til London, Amsterdam, Parísar, Frankfurt, Kaupmannahafnar og Nuuk í Grænlandi. Usman segir viðræður nú standa yfir um leigu á flugvél, stefnt verði á flugferðir frá landinu í hið minnsta einu sinni í viku, með einni vél fyrst um sinn. Spurður hvort um raunhæfar áætlanir séu að ræða segir Usman að félagið eigi að vera með sterkan rekstrargrundvöll. „Einbeitingin er ekki á flugfélag sem slíkt, heldur verður þetta smáforrit, vettvangur þar sem við munum ekki bara selja flugmiða, heldur ferðirnar í heild sinni. Meðalferðamaður eyðir 500 til 600 evrum í ferð og hingað til hefur flugfélagið einungis tekið um 60 evrur af því,“ segir Usman. Þannig verði félagið frekar rekið líkt og ferðaskrifstofa, líkt og NiceAir og Iceland Express. Áhersla verði á að selja erlendum ferðamönnum miða en ekki ferja Íslendinga til útlanda. Lumarðu á frétt? Sendu okkur fréttaskot hérna. Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
„Þetta hefur verið í pípunum lengi og áður en að tíðindin bárust af Play,“ segir Usman Mehmood eigandi fyrirtækjanna í samtali við Vísi. Stefnt sé að því að félagið hefji sig á loft í júní 2026. Mbl.is greindi frá fyrirætlununum í vikunni en Mehmood opinberaði þær upphaflega á samfélagsmiðlinum Linkedin. Usman er upprunalega frá Pakistan og hefur um árabil rekið fyrrnefnd ferðaþjónustufyrirtæki. Eitt þeirra, Glacier heli komst í fréttir í fyrra þegar flugmaður þyrlu lenti henni á malarstæði með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á bíl sem þar var lagt. Fljúgi ferðamönnum út frekar en Íslendingum heim Á Linkedin segir Usman að eftir fall Play marki stofnun Glacier Airline nýtt upphaf. Ólíkt forvera sínum muni flugfélagið tengja saman flug, ferðaþjónustu og hótelrekstur. Þannig muni stefna félagsins byggja á sjálfbærum vexti, fjárhagslegum aga og áherslu á viðskiptavininn. Á vef félagsins kemur fram að flugferðir verði farnar til London, Amsterdam, Parísar, Frankfurt, Kaupmannahafnar og Nuuk í Grænlandi. Usman segir viðræður nú standa yfir um leigu á flugvél, stefnt verði á flugferðir frá landinu í hið minnsta einu sinni í viku, með einni vél fyrst um sinn. Spurður hvort um raunhæfar áætlanir séu að ræða segir Usman að félagið eigi að vera með sterkan rekstrargrundvöll. „Einbeitingin er ekki á flugfélag sem slíkt, heldur verður þetta smáforrit, vettvangur þar sem við munum ekki bara selja flugmiða, heldur ferðirnar í heild sinni. Meðalferðamaður eyðir 500 til 600 evrum í ferð og hingað til hefur flugfélagið einungis tekið um 60 evrur af því,“ segir Usman. Þannig verði félagið frekar rekið líkt og ferðaskrifstofa, líkt og NiceAir og Iceland Express. Áhersla verði á að selja erlendum ferðamönnum miða en ekki ferja Íslendinga til útlanda. Lumarðu á frétt? Sendu okkur fréttaskot hérna.
Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Klæddu sig í bestu fötin til að virka eldri meðal fræga fólksins Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira