ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2025 20:38 Heimkoma Söndru Erlingsdóttur hefur skipt sköpum í velgengni ÍBV það sem af er leiktíð. ÍBV Íslandsmeistarar Vals eru ásamt ÍBV á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta, með fjóra sigra úr fimm leikjum, eftir úrslitin í leikjunum þremur í kvöld. Valskonur höfðu betur í uppgjöri stórveldanna þegar þær unnu Fram, 28-24, á Hlíðarenda í kvöld. Fram var þó 16-15 yfir í hálfleik en fljótlega í seinni hálfleiknum náði Valur forystunni og sá til þess að aldrei yrði of mjótt á mununum á lokakaflanum. Uppfært kl. 20.45: Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir var markahæst hjá Val með sex mörk, samkvæmt leikskýrslu á vef HSÍ, en Lovísa Thompson, nú mætt í landsliðið á nýjan leik, og Thea Imani Sturludóttir komu næstar með fimm mörk hvor. Hjá Fram voru Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín og Hulda Dagsdóttir markahæstar með fimm mörk hvor. Sandra og Birna sterkar en lítið skorað á Ásvöllum ÍBV vann góðan sigur gegn Haukum í Hafnarfirði, 20-18, eftir að hafa náð fimm marka forskoti þegar fimm mínútur voru eftir. Haukar skoruðu þrjú síðustu mörkin en það dugði skammt. Landsliðskonurnar Sandra Erlingsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir voru að vanda áberandi í liði ÍBV og skoraði Sandra sjö mörk en Birna fimm. Ragnheiður Ragnarsdóttir var markahæst Hauka með fjögur mörk. ÍR vann upp fjögurra marka forskot í lokin Mesta spenna kvöldsins var þó í Breiðholti þar sem ÍR-ingar unnu dísætan sigur gegn KA/Þór, 30-29, í slag liða sem byrjað hafa tímabilið afar vel. Ekkert mark var skorað á síðustu fjórum mínútum leiksins, eða eftir að Susanne Denise minnkaði muninn í eitt mark fyrir KA/Þór. KA/Þór hafði verið fjórum mörkum yfir, 28-24, skömmu áður og sigur ÍR-inga því afar sætur. Sara Dögg Hjaltadóttir fór á kostum fyrir heimakonur og skoraði 11 mörk, og Vaka Líf Kristinsdóttir skoraði átta. Hjá gestunum var Tinna Valgerður Gísladóttir markahæst með sjö mörk. ÍR og KA/Þór, sem vann fyrstu þrjá leiki sína, eru því með sex stig hvort, næst á eftir toppliðum Vals og ÍBV. Fram og Haukar eru með fimm stig en Stjarnan og Selfoss eru enn stigalaus og mætast annað kvöld. Olís-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Valskonur höfðu betur í uppgjöri stórveldanna þegar þær unnu Fram, 28-24, á Hlíðarenda í kvöld. Fram var þó 16-15 yfir í hálfleik en fljótlega í seinni hálfleiknum náði Valur forystunni og sá til þess að aldrei yrði of mjótt á mununum á lokakaflanum. Uppfært kl. 20.45: Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir var markahæst hjá Val með sex mörk, samkvæmt leikskýrslu á vef HSÍ, en Lovísa Thompson, nú mætt í landsliðið á nýjan leik, og Thea Imani Sturludóttir komu næstar með fimm mörk hvor. Hjá Fram voru Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín og Hulda Dagsdóttir markahæstar með fimm mörk hvor. Sandra og Birna sterkar en lítið skorað á Ásvöllum ÍBV vann góðan sigur gegn Haukum í Hafnarfirði, 20-18, eftir að hafa náð fimm marka forskoti þegar fimm mínútur voru eftir. Haukar skoruðu þrjú síðustu mörkin en það dugði skammt. Landsliðskonurnar Sandra Erlingsdóttir og Birna Berg Haraldsdóttir voru að vanda áberandi í liði ÍBV og skoraði Sandra sjö mörk en Birna fimm. Ragnheiður Ragnarsdóttir var markahæst Hauka með fjögur mörk. ÍR vann upp fjögurra marka forskot í lokin Mesta spenna kvöldsins var þó í Breiðholti þar sem ÍR-ingar unnu dísætan sigur gegn KA/Þór, 30-29, í slag liða sem byrjað hafa tímabilið afar vel. Ekkert mark var skorað á síðustu fjórum mínútum leiksins, eða eftir að Susanne Denise minnkaði muninn í eitt mark fyrir KA/Þór. KA/Þór hafði verið fjórum mörkum yfir, 28-24, skömmu áður og sigur ÍR-inga því afar sætur. Sara Dögg Hjaltadóttir fór á kostum fyrir heimakonur og skoraði 11 mörk, og Vaka Líf Kristinsdóttir skoraði átta. Hjá gestunum var Tinna Valgerður Gísladóttir markahæst með sjö mörk. ÍR og KA/Þór, sem vann fyrstu þrjá leiki sína, eru því með sex stig hvort, næst á eftir toppliðum Vals og ÍBV. Fram og Haukar eru með fimm stig en Stjarnan og Selfoss eru enn stigalaus og mætast annað kvöld.
Olís-deild kvenna Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira