„Það er ekkert sem brýtur mann“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. október 2025 07:00 Ragnhildur Sveinsdóttir pílatesdrottning og landsliðsmamma ræddi við blaðamann um lífið og tilveruna. Vísir/Anton Brink „Maður lærði rosa fljótt að stóla á sjálfa sig,“ segir pílatesdrottningin og landsliðsmóðirin Ragnhildur Sveinsdóttir, en allir þrír synir hennar hafa spilað með landsliðinu í fótbolta og eru í atvinnumennsku. Ragnhildur er nýlega flutt heim til Íslands eftir 26 ævintýrarík ár erlendis og líður vel í eigin skinni hér í dag. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og tilveruna. Þrír landsliðssynir Ragnhildur Sveinsdóttir er fædd árið 1977 og var sjálf í fótbolta í æsku þar sem hún lék meðal annars með unglingalandsliðinu. Hún á fjögur börn með fyrrverandi manni sínum Eiði Smára Guðjohnsen og þekkir fótboltabransann betur en flestir. Strákarnir hennar þrír eru allir á fullu í atvinnumennskunni, þeir Sveinn Aron, Andri Lucas og Daníel Tristan, og sú yngsta Ólöf Thalía æfir af fullum krafti. Ragnhildur og sonur hennar Daníel Tristan Guðjohnsen.Facebook Fyrir um fjórtán árum síðan prófaði hún pílates í fyrsta skipti og þá var ekki aftur snúið en í dag leggur hún sitt af mörkum við að láta landsmenn standa upprétta og eldast vel. „Það er bara gott að vera komin heim og vera umkringd fjölskyldu og vinum hér,“ segir Ragnhildur um flutningana. „Auðvitað var erfitt að skilja strákana eftir en þeir eru allir orðnir stórir og það var kominn tími, þeir eru allir farnir að búa sjálfir núna,“ bætir hún við brosandi en synir hennar Sveinn Aron, Daníel Tristan og Andri Lucas starfa allir sem atvinnumenn í fótbolta í Englandi, Noregi og Svíþjóð. Harður heimur og verðmætt að geta fylgt þeim út í lífið Hún segir að þetta séu alveg viðbrigði. „Þetta er alveg skrýtið já, en samt bara svo eðlilegt einhvern veginn, nákvæmlega eins og það á að vera. Daníel, yngsti sonur minn, var að verða nítján ára þegar ég flyt heim frá Malmö og þá var ég búin að vera með honum þar í tvö ár og mér fannst hann bara tilbúinn. Það er auðvitað mjög gott og verðmætt að geta fylgt þeim þetta lengi. Því þetta er auðvitað rosalega harður heimur og þetta getur verið mjög erfitt fyrir unga stráka. Mér fannst rétt að skila þeim frá mér sem sterkum einstaklingum,“ segir hún brosandi. Ragnhildur hefur staðið þétt við bakið á strákunum og er nú flutt til Íslands með yngstu dóttur sinni.Vísir/Anton Brink Það er mikill fórnarkostnaður fólginn í atvinnumennskunni en auðvitað ótal margt jákvætt líka. „Auðvitað er erfitt fyrir þá að vera í burtu frá fjölskyldu og vinum og sérstaklega á þessum árum þar sem manni finnst maður alltaf vera að missa af, til dæmis menntaskólaárin og öllu sem þeim fylgir og svo geta komið inn meiðsli og annað, hvernig passarðu inn í liðið og hvernig fílar þjálfarinn þig til dæmis. Þetta er ekki fyrir alla og þetta er mikið harðari heimur en margir gera sér grein fyrir. En svo eru þeir að fylgja draumunum sínum og það er mikilvægt.“ Íslenskar þrennur Það er sannarlega ekki algengt að heyra af þremur bræðrum sem fara út í atvinnumennskuna. „Nei maður hefur ekki heyrt af mörgum sem eru þrír,“ segir Ragnhildur kímin og bætir við að einu sem hún hafi heyrt um séu íslenskir. Sem dæmi má nefna Arnar, Davíð og Bjarna Viðarssyni, Þórð, Bjarna og Jóhannes Karl Guðjónssyni og svo Arnar, Bjarka og Garðar Gunnlaugssyni. Fótboltinn hefur sannarlega verið mikill örlagavaldur í lífi Ragnhildar sem varr nýorðin tvítug þegar hún flutti fyrst út með Eiði. „Þá var ég ólétt af fyrsta syni okkar og var nýbúin að klára menntaskólann. Fyrst förum við til Hollands þar sem hann fer að spila hjá PSV en komum svo heim útaf meiðslum. Ég á Svenna heima á Íslandi og svo nokkrum mánuðum síðar erum við aftur farin út og þá til Bretlands, þar sem hann fer að spila hjá Bolton.“ Fullornaðist fljótt Aðspurð hvernig hafi verið að fara út í þetta svona ung segir hún: „Maður var í raun ekkert að spá í því að maður væri eitthvað ungur. Ég fór út með lítið barn og maður er fyrst og fremst að halda í því lífinu. Maður lærir rosa fljótt a stóla á sjálfa sig en við vorum líka umkringd góðu fólki og þarna var smá Íslendingasamfélag, Guðni Bergs og Ella konan hans og svo Arnar landsliðsþjálfari. Við fengum fullt af stuðning frá þeim og Ella var með eina litla á svipuðum aldri og Svenni. Þannig auðvitað hjálpuðumst við öll að og það myndaðist fallegt samfélag þar sem ég fékk að kynnast fullt af góðu fólki. En auðvitað hefur þetta líka oft verið erfitt líka fyrir mig að missa svolítið af öllu sem gerist heima.“ Sjúklega stolt mamma Ragnhildur hefur haldið fast í gamla vinkonuhópinn sinn hér á Íslandi og alltaf passað vel upp á sterk tengsl við heimalandið. „Ég hef verið ótrúlega heppin með fólkið í kringum mig. Það hefur auðvitað alls konar gengið á en mér líður bara mjög vel og ég er mjög sátt í mínu. Ég er auðvitað sjúklega stolt af börnunum mínum, stolt af því hvernig manneskjur þær eru og hvernig ég hef alið þau upp. Maður hefur auðvitað fylgt hverju einasta skrefi í boltanum frá upphafi, mætt á alla fótboltaleiki og öll mót.“ En hefur þá ekki í gegnum tíðina verið frekar lítið rými fyrir þig? spyr blaðamaður þá. „Jú í raun var kannski lítið rými fyrir mig þar sem þetta tók auðvitað mikið pláss, sömuleiðis þegar ég var ung með Eiði og hann var í sínu, þá sá ég um allt annað.“ Alltaf verið prívat Hún segist fljótt hafa tamið sér að hugsa sem minnst út í álit annarra. „Það hefur auðvitað gengið mikið á í lífinu en mér finnst samt alltaf eins og fólk þekki mig ekki eða viti ekki hver ég er. Ég hef alltaf verið prívat og haldið mig svolítið til hlés og ekkert verið að spá í hvað fólk segir, ef það yfir höfuð segir nokkuð. Ég geri bara mitt og svo má fólki finnast það sem því vill finnast. Ég tók þann pól í hæðina svolítið fljótt og lærði snemma að ég þyrfti að fá að fylgja mínu og lifa mínu lífi eins og ég vildi, óháð skoðunum annarra.“ Ragnhildur lifir sínu lífi óháð skoðunum annarra og segir að fólk sé oftast ekki að pæla í öðrum.Vísir/Anton Brink Búsetan erlendis hjálpaði sömuleiðis til. „Það er allt öðruvísi að vera erlendis þar sem þú hverfur inn í fjöldann og ert ekkert að spá. En ég held líka að það sé þannig almennt að fólk er fyrst og fremst að spá í sér og minna í öðrum.“ Pílates allra meina bót Ragnhildur hefur alla tíð verið mikil íþróttakona en fann ástríðu sína algjörlega í pílatesinu. Hún lauk rúmlega 700 klukkustunda pílatesnámi þar sem hún lærði bæði á bekki og öll möguleg tæki. „Svo er þetta þannig að ég er stöðugt að læra eitthvað nýtt og sækja ýmis námskeið, bæði út og á netinu. Ég er að þjálfa á fullu hjá Eldrúnu Pilates í Skipholti og svo er ég líka í Hreyfingu, þetta eru ólíkir staðir og mjög gaman að geta verið á þeim báðum.“ Pílates er allra meina bót og Ragnhildur ætlar sér sannarlega að eldast vel. Facebook Aðspurð hvað pílates geri fyrir hana segir hún: „Pílates gerir bara bókstaflega allt. Fyrst og fremst styrkir þetta þig, liðkar og lengir, þú nærð betri stjórn á öllum hreyfingum, vinnur í teygjum og finnur fyrir góðri líkamsmeðvitund. Þetta æfingakerfi er frábært líka fyrir líkamsstöðuna,“ segir Ragnhildur brosandi og bætir við: Svo hefur þetta auðvitað góð áhrif á sálarlífið. Manni líður rosalega vel eftir æfingu og þetta er svo róandi fyrir taugakerfið, að þurfa að hugsa og einbeita sér svona að hverri hreyfingu. Þetta hefur hjálpað mér mikið í gegnum alls konar og þetta gerir manni svo gott, maður lærir að beita sér betur, kemur í veg fyrir meiðsli, styrkir kviðinn og hina ýmsu vöðva líkamans, bætir öndun og er bara allra meina bót,“ segir hún og hlær. Markmaður í unglingalandsliðinu Hún var af fullum krafti í alls kyns íþróttum sem barn og unglingur. „Ég hafði alltaf verið í íþróttum með meiri látum, var í fimleikum, jazzballett og handbolta og svo alltaf mest í fótboltanum þar sem ég var markmaður hjá Breiðablik,“ segir hún en Ragnhildur er alin upp í Kópavoginum. Hún var meira að segja í unglingalandsliðinu í fótbolta. „Þetta er ekki bara allt frá pabbanum, en ég ætla nú ekki að fara að eigna mér neitt,“ segir hún í glensi en bætir við: Svo þarf auðvitað miklu meira en hæfileika til þess að þetta gangi upp. Fyrir um fjórtán árum síðan bauð vinkona Ragnhildar henni að koma með sér að prófa pílates í stofunni hjá annarri vinkonu þeirra. „Ég var ekkert alltof spennt og fannst þetta heldur rólegt. Svo fór ég og bara dó næstum því eftir fyrsta tímann og þá var ekki aftur snúið. Mér fannst þetta alveg geggjað og ég kolféll fyrir þessu.“ Hún hefur stundum náð að draga syni sína með sér í þetta. „Það er svolítið annað þegar mamman reynir að draga þig í þetta. Þeir eru ekki æstir í það en þeim finnst þetta mjög erfitt og gott. En þetta er alveg rosalega gott fyrir fótboltastráka sem eru kannski smá stirðir og hátt í helmingur af kúnnahópnum mínum eru karlmenn hugsa ég. Fólk er stöðugt meira að fatta hvað ávinningurinn af þessu er mikill.“ Erfitt að gera upp á milli borga Ragnhildur var svo ólétt af fjórða barninu, Thalíu, þegar hún byrjar í pílates tækjunum og iðkar það alla meðgönguna. Hún fæðist í Barcelona en þegar hún er þriggja ára gömul flytjum við til Madrídar og ég tek svo kennararéttindin. Það eru ekki endilega margir landsmenn sem hafa búið á fleiri stöðum en Ragnhildur. „Ég var að telja þetta um daginn, ég hef flutt fjórtán sinnum en stundum á milli húsa í sömu borg og svo auðvitað á milli landa. Ég var einmitt að flytja um daginn og er orðin rosa showuð í þessu.“ Ragnhildur hefur flutt fjórtán sinnum og er orðin frekar showuð í því.Vísir/Anton Brink Hún segir erfitt að gera upp á milli staða. „Mér finnst London alveg geggjuð, svo var Barcelona dásamleg, við bjuggum við ströndina paradís með krakkana litla þar það var bara yndislegt og borgin er rosa þægileg og lítil. Svo kom Madríd mér alveg svakalega á óvart og er ein af mínum uppáhalds borgum, þannig ég get eiginlega ekki gert upp á milli.“ Fann styrkinn innra með sér Upplifanirnar hafa verið ófáar og ævintýralegar í gegnum tíðina og auðvitað einkennst bæði af hæðum og lægðum. Aðspurð hvað hefur mótað hana hvað mest svarar Ragnhildur: „Fyrst og fremst er það auðvitað móðurhlutverkið. Fyrir utan það hugsa ég að það sé til dæmis það að komast yfir mikla erfiðleika og finna alltaf styrkinn innra með mann. Þegar maður er mikið einn er svo gott að finna hvað maður er með mikinn innri styrk, að geta haldið áfram að sinna því sem þarf að sinna. Sömuleiðis bara það að búa svona mikið erlendis, snemma þróaði maður með sér mikla víðsýni og það er svo mikill þroski sem fylgir því. Mér finnst svo gott fyrir krakkana að hafa upplifað þetta líka. Svo auðvitað hvað maður getur verið þakklátur fyrir margt og fundið hvað lífið hefur gert mann sterkan. Það er ekkert sem brýtur mann sko. Lífið hefur oft verið mjög erfitt og allt það en það er svo mótandi að standa upp aftur og áfram gakk. Ég sé þetta líka svo mikið hjá strákunum mínum í fótboltanum, það þarf gríðarlega seiglu í þetta. Ég held líka að víkingablóðið komi þarna sterkt inn, við gefumst ekkert upp fljótt,“ segir Ragnhildur ákveðin og brosandi. „Maður lærir að standa með sjálfri sér og vera þú sjálf, sýna umburðarlyndi og jú auðvitað læra að sýna sér það líka, þetta umrædda mildi,“ segir hún og hlær. „Mér finnst líka svo mikilvægt að hafa alltaf í huga að maður veit aldrei hvað næsta manneskja er að ganga í gegnum. Ég er með rosalegt þakklæti í farteskinu og er svo þakklát að hafa fengið að upplifa svo margt.“ Fékk eina mynd í tjullpilsinu Ragnhildur er einhleyp og býr með yngsta barni sínu Thalíu sem er tíu ára gömul. „Hún er ótrúlega glöð að vera komin til Íslands og fékk að fara í bekk með vinkonum sínum sem eru ári eldri þannig það gengur rosa vel og hún er hæst ánægð hér heima.“ Það er ekki að spyrja að því að dóttirin er að sjálfsögðu á fullu í boltanum. „Ég reyndi að setja hana í ballett en það var sannarlega ekki vinsælt, en ég fékk allavega eina mynd af henni í tjullpilsi,“ segir Ragnhildur og skellir upp úr en mæðgurnar eru líka saman í hestunum og það er nóg um að vera. Á döfinni segir hún svo að sé aðallega að láta alla Íslendinga standa upprétta og eldast vel. Flott fjölskylda í hesthúsinu.Facebook „Ég kann mjög vel við mig hér heima og það var rosa gott að fara fyrst til Svíþjóðar eftir árin á Spáni, það hefði orðið smá erfitt held ég að koma beint hingað frá sólinni á Spáni. Svo fer maður kannski út seinna, strákarnir eru auðvitað úti og ég er dugleg að heimsækja þá.“ Gat ekki haldið aftur tárunum Hún er auðvitað gríðarlega stolt af börnunum sínum og segir magnað að sjá strákana láta drauminn rætast eftir mörg ár af seiglu og harki. „Á landsleiknum um daginn gat ég bara ekki haldið aftur tárunum. Það er svo rosalega mikill metnaður, ákveðni og seigla sem hefur farið í þetta frá því þeir voru litlir strákar. Allt skiptir máli, næringin, aukaæfingarnar, hausinn, það er allt lagt í þetta og það er magnað að sjá afraksturinn,“ segir þessi geislandi öfluga kona örlítið hrærð og glöð í bragði að lokum. Heilsa Íslendingar erlendis Fótbolti Ástin og lífið Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Sjá meira
Þrír landsliðssynir Ragnhildur Sveinsdóttir er fædd árið 1977 og var sjálf í fótbolta í æsku þar sem hún lék meðal annars með unglingalandsliðinu. Hún á fjögur börn með fyrrverandi manni sínum Eiði Smára Guðjohnsen og þekkir fótboltabransann betur en flestir. Strákarnir hennar þrír eru allir á fullu í atvinnumennskunni, þeir Sveinn Aron, Andri Lucas og Daníel Tristan, og sú yngsta Ólöf Thalía æfir af fullum krafti. Ragnhildur og sonur hennar Daníel Tristan Guðjohnsen.Facebook Fyrir um fjórtán árum síðan prófaði hún pílates í fyrsta skipti og þá var ekki aftur snúið en í dag leggur hún sitt af mörkum við að láta landsmenn standa upprétta og eldast vel. „Það er bara gott að vera komin heim og vera umkringd fjölskyldu og vinum hér,“ segir Ragnhildur um flutningana. „Auðvitað var erfitt að skilja strákana eftir en þeir eru allir orðnir stórir og það var kominn tími, þeir eru allir farnir að búa sjálfir núna,“ bætir hún við brosandi en synir hennar Sveinn Aron, Daníel Tristan og Andri Lucas starfa allir sem atvinnumenn í fótbolta í Englandi, Noregi og Svíþjóð. Harður heimur og verðmætt að geta fylgt þeim út í lífið Hún segir að þetta séu alveg viðbrigði. „Þetta er alveg skrýtið já, en samt bara svo eðlilegt einhvern veginn, nákvæmlega eins og það á að vera. Daníel, yngsti sonur minn, var að verða nítján ára þegar ég flyt heim frá Malmö og þá var ég búin að vera með honum þar í tvö ár og mér fannst hann bara tilbúinn. Það er auðvitað mjög gott og verðmætt að geta fylgt þeim þetta lengi. Því þetta er auðvitað rosalega harður heimur og þetta getur verið mjög erfitt fyrir unga stráka. Mér fannst rétt að skila þeim frá mér sem sterkum einstaklingum,“ segir hún brosandi. Ragnhildur hefur staðið þétt við bakið á strákunum og er nú flutt til Íslands með yngstu dóttur sinni.Vísir/Anton Brink Það er mikill fórnarkostnaður fólginn í atvinnumennskunni en auðvitað ótal margt jákvætt líka. „Auðvitað er erfitt fyrir þá að vera í burtu frá fjölskyldu og vinum og sérstaklega á þessum árum þar sem manni finnst maður alltaf vera að missa af, til dæmis menntaskólaárin og öllu sem þeim fylgir og svo geta komið inn meiðsli og annað, hvernig passarðu inn í liðið og hvernig fílar þjálfarinn þig til dæmis. Þetta er ekki fyrir alla og þetta er mikið harðari heimur en margir gera sér grein fyrir. En svo eru þeir að fylgja draumunum sínum og það er mikilvægt.“ Íslenskar þrennur Það er sannarlega ekki algengt að heyra af þremur bræðrum sem fara út í atvinnumennskuna. „Nei maður hefur ekki heyrt af mörgum sem eru þrír,“ segir Ragnhildur kímin og bætir við að einu sem hún hafi heyrt um séu íslenskir. Sem dæmi má nefna Arnar, Davíð og Bjarna Viðarssyni, Þórð, Bjarna og Jóhannes Karl Guðjónssyni og svo Arnar, Bjarka og Garðar Gunnlaugssyni. Fótboltinn hefur sannarlega verið mikill örlagavaldur í lífi Ragnhildar sem varr nýorðin tvítug þegar hún flutti fyrst út með Eiði. „Þá var ég ólétt af fyrsta syni okkar og var nýbúin að klára menntaskólann. Fyrst förum við til Hollands þar sem hann fer að spila hjá PSV en komum svo heim útaf meiðslum. Ég á Svenna heima á Íslandi og svo nokkrum mánuðum síðar erum við aftur farin út og þá til Bretlands, þar sem hann fer að spila hjá Bolton.“ Fullornaðist fljótt Aðspurð hvernig hafi verið að fara út í þetta svona ung segir hún: „Maður var í raun ekkert að spá í því að maður væri eitthvað ungur. Ég fór út með lítið barn og maður er fyrst og fremst að halda í því lífinu. Maður lærir rosa fljótt a stóla á sjálfa sig en við vorum líka umkringd góðu fólki og þarna var smá Íslendingasamfélag, Guðni Bergs og Ella konan hans og svo Arnar landsliðsþjálfari. Við fengum fullt af stuðning frá þeim og Ella var með eina litla á svipuðum aldri og Svenni. Þannig auðvitað hjálpuðumst við öll að og það myndaðist fallegt samfélag þar sem ég fékk að kynnast fullt af góðu fólki. En auðvitað hefur þetta líka oft verið erfitt líka fyrir mig að missa svolítið af öllu sem gerist heima.“ Sjúklega stolt mamma Ragnhildur hefur haldið fast í gamla vinkonuhópinn sinn hér á Íslandi og alltaf passað vel upp á sterk tengsl við heimalandið. „Ég hef verið ótrúlega heppin með fólkið í kringum mig. Það hefur auðvitað alls konar gengið á en mér líður bara mjög vel og ég er mjög sátt í mínu. Ég er auðvitað sjúklega stolt af börnunum mínum, stolt af því hvernig manneskjur þær eru og hvernig ég hef alið þau upp. Maður hefur auðvitað fylgt hverju einasta skrefi í boltanum frá upphafi, mætt á alla fótboltaleiki og öll mót.“ En hefur þá ekki í gegnum tíðina verið frekar lítið rými fyrir þig? spyr blaðamaður þá. „Jú í raun var kannski lítið rými fyrir mig þar sem þetta tók auðvitað mikið pláss, sömuleiðis þegar ég var ung með Eiði og hann var í sínu, þá sá ég um allt annað.“ Alltaf verið prívat Hún segist fljótt hafa tamið sér að hugsa sem minnst út í álit annarra. „Það hefur auðvitað gengið mikið á í lífinu en mér finnst samt alltaf eins og fólk þekki mig ekki eða viti ekki hver ég er. Ég hef alltaf verið prívat og haldið mig svolítið til hlés og ekkert verið að spá í hvað fólk segir, ef það yfir höfuð segir nokkuð. Ég geri bara mitt og svo má fólki finnast það sem því vill finnast. Ég tók þann pól í hæðina svolítið fljótt og lærði snemma að ég þyrfti að fá að fylgja mínu og lifa mínu lífi eins og ég vildi, óháð skoðunum annarra.“ Ragnhildur lifir sínu lífi óháð skoðunum annarra og segir að fólk sé oftast ekki að pæla í öðrum.Vísir/Anton Brink Búsetan erlendis hjálpaði sömuleiðis til. „Það er allt öðruvísi að vera erlendis þar sem þú hverfur inn í fjöldann og ert ekkert að spá. En ég held líka að það sé þannig almennt að fólk er fyrst og fremst að spá í sér og minna í öðrum.“ Pílates allra meina bót Ragnhildur hefur alla tíð verið mikil íþróttakona en fann ástríðu sína algjörlega í pílatesinu. Hún lauk rúmlega 700 klukkustunda pílatesnámi þar sem hún lærði bæði á bekki og öll möguleg tæki. „Svo er þetta þannig að ég er stöðugt að læra eitthvað nýtt og sækja ýmis námskeið, bæði út og á netinu. Ég er að þjálfa á fullu hjá Eldrúnu Pilates í Skipholti og svo er ég líka í Hreyfingu, þetta eru ólíkir staðir og mjög gaman að geta verið á þeim báðum.“ Pílates er allra meina bót og Ragnhildur ætlar sér sannarlega að eldast vel. Facebook Aðspurð hvað pílates geri fyrir hana segir hún: „Pílates gerir bara bókstaflega allt. Fyrst og fremst styrkir þetta þig, liðkar og lengir, þú nærð betri stjórn á öllum hreyfingum, vinnur í teygjum og finnur fyrir góðri líkamsmeðvitund. Þetta æfingakerfi er frábært líka fyrir líkamsstöðuna,“ segir Ragnhildur brosandi og bætir við: Svo hefur þetta auðvitað góð áhrif á sálarlífið. Manni líður rosalega vel eftir æfingu og þetta er svo róandi fyrir taugakerfið, að þurfa að hugsa og einbeita sér svona að hverri hreyfingu. Þetta hefur hjálpað mér mikið í gegnum alls konar og þetta gerir manni svo gott, maður lærir að beita sér betur, kemur í veg fyrir meiðsli, styrkir kviðinn og hina ýmsu vöðva líkamans, bætir öndun og er bara allra meina bót,“ segir hún og hlær. Markmaður í unglingalandsliðinu Hún var af fullum krafti í alls kyns íþróttum sem barn og unglingur. „Ég hafði alltaf verið í íþróttum með meiri látum, var í fimleikum, jazzballett og handbolta og svo alltaf mest í fótboltanum þar sem ég var markmaður hjá Breiðablik,“ segir hún en Ragnhildur er alin upp í Kópavoginum. Hún var meira að segja í unglingalandsliðinu í fótbolta. „Þetta er ekki bara allt frá pabbanum, en ég ætla nú ekki að fara að eigna mér neitt,“ segir hún í glensi en bætir við: Svo þarf auðvitað miklu meira en hæfileika til þess að þetta gangi upp. Fyrir um fjórtán árum síðan bauð vinkona Ragnhildar henni að koma með sér að prófa pílates í stofunni hjá annarri vinkonu þeirra. „Ég var ekkert alltof spennt og fannst þetta heldur rólegt. Svo fór ég og bara dó næstum því eftir fyrsta tímann og þá var ekki aftur snúið. Mér fannst þetta alveg geggjað og ég kolféll fyrir þessu.“ Hún hefur stundum náð að draga syni sína með sér í þetta. „Það er svolítið annað þegar mamman reynir að draga þig í þetta. Þeir eru ekki æstir í það en þeim finnst þetta mjög erfitt og gott. En þetta er alveg rosalega gott fyrir fótboltastráka sem eru kannski smá stirðir og hátt í helmingur af kúnnahópnum mínum eru karlmenn hugsa ég. Fólk er stöðugt meira að fatta hvað ávinningurinn af þessu er mikill.“ Erfitt að gera upp á milli borga Ragnhildur var svo ólétt af fjórða barninu, Thalíu, þegar hún byrjar í pílates tækjunum og iðkar það alla meðgönguna. Hún fæðist í Barcelona en þegar hún er þriggja ára gömul flytjum við til Madrídar og ég tek svo kennararéttindin. Það eru ekki endilega margir landsmenn sem hafa búið á fleiri stöðum en Ragnhildur. „Ég var að telja þetta um daginn, ég hef flutt fjórtán sinnum en stundum á milli húsa í sömu borg og svo auðvitað á milli landa. Ég var einmitt að flytja um daginn og er orðin rosa showuð í þessu.“ Ragnhildur hefur flutt fjórtán sinnum og er orðin frekar showuð í því.Vísir/Anton Brink Hún segir erfitt að gera upp á milli staða. „Mér finnst London alveg geggjuð, svo var Barcelona dásamleg, við bjuggum við ströndina paradís með krakkana litla þar það var bara yndislegt og borgin er rosa þægileg og lítil. Svo kom Madríd mér alveg svakalega á óvart og er ein af mínum uppáhalds borgum, þannig ég get eiginlega ekki gert upp á milli.“ Fann styrkinn innra með sér Upplifanirnar hafa verið ófáar og ævintýralegar í gegnum tíðina og auðvitað einkennst bæði af hæðum og lægðum. Aðspurð hvað hefur mótað hana hvað mest svarar Ragnhildur: „Fyrst og fremst er það auðvitað móðurhlutverkið. Fyrir utan það hugsa ég að það sé til dæmis það að komast yfir mikla erfiðleika og finna alltaf styrkinn innra með mann. Þegar maður er mikið einn er svo gott að finna hvað maður er með mikinn innri styrk, að geta haldið áfram að sinna því sem þarf að sinna. Sömuleiðis bara það að búa svona mikið erlendis, snemma þróaði maður með sér mikla víðsýni og það er svo mikill þroski sem fylgir því. Mér finnst svo gott fyrir krakkana að hafa upplifað þetta líka. Svo auðvitað hvað maður getur verið þakklátur fyrir margt og fundið hvað lífið hefur gert mann sterkan. Það er ekkert sem brýtur mann sko. Lífið hefur oft verið mjög erfitt og allt það en það er svo mótandi að standa upp aftur og áfram gakk. Ég sé þetta líka svo mikið hjá strákunum mínum í fótboltanum, það þarf gríðarlega seiglu í þetta. Ég held líka að víkingablóðið komi þarna sterkt inn, við gefumst ekkert upp fljótt,“ segir Ragnhildur ákveðin og brosandi. „Maður lærir að standa með sjálfri sér og vera þú sjálf, sýna umburðarlyndi og jú auðvitað læra að sýna sér það líka, þetta umrædda mildi,“ segir hún og hlær. „Mér finnst líka svo mikilvægt að hafa alltaf í huga að maður veit aldrei hvað næsta manneskja er að ganga í gegnum. Ég er með rosalegt þakklæti í farteskinu og er svo þakklát að hafa fengið að upplifa svo margt.“ Fékk eina mynd í tjullpilsinu Ragnhildur er einhleyp og býr með yngsta barni sínu Thalíu sem er tíu ára gömul. „Hún er ótrúlega glöð að vera komin til Íslands og fékk að fara í bekk með vinkonum sínum sem eru ári eldri þannig það gengur rosa vel og hún er hæst ánægð hér heima.“ Það er ekki að spyrja að því að dóttirin er að sjálfsögðu á fullu í boltanum. „Ég reyndi að setja hana í ballett en það var sannarlega ekki vinsælt, en ég fékk allavega eina mynd af henni í tjullpilsi,“ segir Ragnhildur og skellir upp úr en mæðgurnar eru líka saman í hestunum og það er nóg um að vera. Á döfinni segir hún svo að sé aðallega að láta alla Íslendinga standa upprétta og eldast vel. Flott fjölskylda í hesthúsinu.Facebook „Ég kann mjög vel við mig hér heima og það var rosa gott að fara fyrst til Svíþjóðar eftir árin á Spáni, það hefði orðið smá erfitt held ég að koma beint hingað frá sólinni á Spáni. Svo fer maður kannski út seinna, strákarnir eru auðvitað úti og ég er dugleg að heimsækja þá.“ Gat ekki haldið aftur tárunum Hún er auðvitað gríðarlega stolt af börnunum sínum og segir magnað að sjá strákana láta drauminn rætast eftir mörg ár af seiglu og harki. „Á landsleiknum um daginn gat ég bara ekki haldið aftur tárunum. Það er svo rosalega mikill metnaður, ákveðni og seigla sem hefur farið í þetta frá því þeir voru litlir strákar. Allt skiptir máli, næringin, aukaæfingarnar, hausinn, það er allt lagt í þetta og það er magnað að sjá afraksturinn,“ segir þessi geislandi öfluga kona örlítið hrærð og glöð í bragði að lokum.
Heilsa Íslendingar erlendis Fótbolti Ástin og lífið Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Sjá meira