Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 14:32 TOMAS BROLIN fagnar marki sínu í sigri á Búlgaríu í leiknum um þriðja sætið á HM í Bandaríkjunum 1994. Getty/ALLSPORT Marco van Basten var ekki eina fótboltastjarna tíunda áratugarins sem hætti að spila fótbolta löngu fyrir þrítugt. Eftirminnilegur Svíi setti skóna líka óvenjulega snemma upp á hilluna. Þau sem fylgdust með heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Bandaríkjunum 1994 muna örugglega eftir Svíanum Tomas Brolin sem átti mikinn þátt í því að Svíar unnu brons á mótinu. Brolin gerði margt á sínum fótboltaferli en það átta sig kannski ekki allir á því að fótboltaferlinum hans lauk mjög snemma. Í basli með að hugsa um sjálfan mig Fótboltaskórnir fóru upp á hillu hjá Brolin árið 1998 þegar hann var aðeins 28 ára gamall. Brolin segist aldrei hafa langað til að snúa aftur í fótboltann. Það hafi þannig verið algjörlega útilokað fyrir hann að gerast þjálfari eftir að hann hætti að spila. „Ég á í basli með að hugsa um sjálfan mig,“ sagði nú hinn 55 ára gamli Tomas Brolin í viðtali við Gazzetta dello Sport. “Quedé cuarto en el Balón de Oro y me retiré para vender aspiradoras”: el jugador que se retiró porque se cansó de entrenar todos los díashttps://t.co/ifmRS5gjaX— El Colombiano (@elcolombiano) October 8, 2025 Það þekkja líka margir til hans á Ítalíu þar sem hann spilaði bestu ár ferilsins með Parma. Á tiltölulega fáum tímabilum náði hann að vinna brons á HM og EM með sænska landsliðnu auk þess að vinna Evrópukeppni bikarhafa og UEFA-bikarinn með Parma. Ryksuguhugmyndin Nú býr hann með eiginkonu sinni, Marielle Brolin, í húsi þeirra í Sigtuna. Í viðtali við ítalska íþróttablaðið útskýrir hann að ryksugur hafi heillað meira en fótbolti. „Ég var satt að segja orðinn þreyttur á að æfa á hverjum degi og var með önnur verkefni á sveimi í huganum. Maður kom til mín. Hann var undarlegur karakter og uppfinningamaður. Hann stakk upp á nýrri ryksuguhugmynd sinni,“ sagði Tomas Brolin. Þegar hann er spurður hvort hann hafi nokkurn tíma íhugað að snúa aftur í fótboltann er hann afdráttarlaus. „Aldrei. Lífið er of stutt til að gera leiðinlega hluti. Ég geri ekki hluti sem mér líkar ekki. Ég vil alltaf leita að nýrri reynslu og forðast þannig leiða. Í dag sel ég ryksugur og er ánægður, á morgun, hver veit?“ sagði Brolin. Hef ekki hæfileika til þess Ferill sem fótboltaþjálfari hefur aldrei verið í myndinni eða neitt sem hann hefur íhugað. „Ég hef ekki hæfileika til þess. Þjálfari þarf að hugsa um 25 manns, ég á í basli með að hugsa um sjálfan mig. Nei, ég er ánægður með það sem ég geri. Ég hef mín ástríðuverkefni, mín áhugamál, padel-leikinn minn með vinum, golfið mitt. Gæti þjálfari gert allt þetta? Nei, þannig að ég er hamingjusamari en þjálfari. Leyndarmálið er að lifa áhyggjulausu lífi, njóta augnabliksins,“ sagði Brolin. Gazzetta dello Sport skrifar að eftir leikmannsferilinn hafi Svíinn starfað sem skófrumkvöðull, tónlistarframleiðandi, veitingamaður, fasteignaframkvæmdaraðili, atvinnupókerspilari og ryksugusali. Borðtennis með Zola Meðal þess sem hann saknar mest frá tímanum í Parma eru borðtennisbardagarnir við Gianfranco Zola við borðtennisborðið sem hann átti heima hjá sér: „Við eyddum klukkustundum saman í að skora á hvorn annan,“ sagði Brolin en Zola átti síðan eftir að ganga til liðs við Chelsea. Árið 1994 varð Tomas Brolin í fjórða sæti ásamt Gheorghe Hagi í Ballon d'Or-kosningunni, á eftir Hristo Stoichkov, Roberto Baggio og Paolo Maldini. Sænski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Sjá meira
Þau sem fylgdust með heimsmeistarakeppninni í fótbolta í Bandaríkjunum 1994 muna örugglega eftir Svíanum Tomas Brolin sem átti mikinn þátt í því að Svíar unnu brons á mótinu. Brolin gerði margt á sínum fótboltaferli en það átta sig kannski ekki allir á því að fótboltaferlinum hans lauk mjög snemma. Í basli með að hugsa um sjálfan mig Fótboltaskórnir fóru upp á hillu hjá Brolin árið 1998 þegar hann var aðeins 28 ára gamall. Brolin segist aldrei hafa langað til að snúa aftur í fótboltann. Það hafi þannig verið algjörlega útilokað fyrir hann að gerast þjálfari eftir að hann hætti að spila. „Ég á í basli með að hugsa um sjálfan mig,“ sagði nú hinn 55 ára gamli Tomas Brolin í viðtali við Gazzetta dello Sport. “Quedé cuarto en el Balón de Oro y me retiré para vender aspiradoras”: el jugador que se retiró porque se cansó de entrenar todos los díashttps://t.co/ifmRS5gjaX— El Colombiano (@elcolombiano) October 8, 2025 Það þekkja líka margir til hans á Ítalíu þar sem hann spilaði bestu ár ferilsins með Parma. Á tiltölulega fáum tímabilum náði hann að vinna brons á HM og EM með sænska landsliðnu auk þess að vinna Evrópukeppni bikarhafa og UEFA-bikarinn með Parma. Ryksuguhugmyndin Nú býr hann með eiginkonu sinni, Marielle Brolin, í húsi þeirra í Sigtuna. Í viðtali við ítalska íþróttablaðið útskýrir hann að ryksugur hafi heillað meira en fótbolti. „Ég var satt að segja orðinn þreyttur á að æfa á hverjum degi og var með önnur verkefni á sveimi í huganum. Maður kom til mín. Hann var undarlegur karakter og uppfinningamaður. Hann stakk upp á nýrri ryksuguhugmynd sinni,“ sagði Tomas Brolin. Þegar hann er spurður hvort hann hafi nokkurn tíma íhugað að snúa aftur í fótboltann er hann afdráttarlaus. „Aldrei. Lífið er of stutt til að gera leiðinlega hluti. Ég geri ekki hluti sem mér líkar ekki. Ég vil alltaf leita að nýrri reynslu og forðast þannig leiða. Í dag sel ég ryksugur og er ánægður, á morgun, hver veit?“ sagði Brolin. Hef ekki hæfileika til þess Ferill sem fótboltaþjálfari hefur aldrei verið í myndinni eða neitt sem hann hefur íhugað. „Ég hef ekki hæfileika til þess. Þjálfari þarf að hugsa um 25 manns, ég á í basli með að hugsa um sjálfan mig. Nei, ég er ánægður með það sem ég geri. Ég hef mín ástríðuverkefni, mín áhugamál, padel-leikinn minn með vinum, golfið mitt. Gæti þjálfari gert allt þetta? Nei, þannig að ég er hamingjusamari en þjálfari. Leyndarmálið er að lifa áhyggjulausu lífi, njóta augnabliksins,“ sagði Brolin. Gazzetta dello Sport skrifar að eftir leikmannsferilinn hafi Svíinn starfað sem skófrumkvöðull, tónlistarframleiðandi, veitingamaður, fasteignaframkvæmdaraðili, atvinnupókerspilari og ryksugusali. Borðtennis með Zola Meðal þess sem hann saknar mest frá tímanum í Parma eru borðtennisbardagarnir við Gianfranco Zola við borðtennisborðið sem hann átti heima hjá sér: „Við eyddum klukkustundum saman í að skora á hvorn annan,“ sagði Brolin en Zola átti síðan eftir að ganga til liðs við Chelsea. Árið 1994 varð Tomas Brolin í fjórða sæti ásamt Gheorghe Hagi í Ballon d'Or-kosningunni, á eftir Hristo Stoichkov, Roberto Baggio og Paolo Maldini.
Sænski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Sjá meira