Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2025 22:42 Daníel Tristan Guðjohnsen er klár í sannkallaða stórleiki með íslenska landsliðinu. vísir/Bjarni Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. Framundan eru leikir við Úkraínu á föstudag og Frakkland næsta mánudag – leikir sem ráða svo miklu um möguleika Íslands á að komast á HM næsta sumar – og er uppselt á báða leikina á Laugardalsvelli, eftir frammistöðu Daníels og félaga í síðasta mánuði. Hann spilaði þá sína fyrstu A-landsleiki: „Það var ógeðslega gaman að mæta hérna síðast og fá að spila þessa tvo leiki, en ég er alveg jafnspenntur núna,“ segir Daníel en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Daníel og Andri Lucas bróðir hans léku saman í tapinu nauma gegn Frökkum í París fyrir mánuði, í fjarveru fyrirliðans Orra Steins Óskarssonar sem er enn frá keppni vegna meiðsla. Því má vel vera að bræðurnir byrji einnig báðir gegn Úkraínu á föstudaginn, eða þá gegn Frökkum: „Það gæti verið möguleiki. Við gerðum það í síðasta verkefni. Mér fannst það þannig séð ganga vel hjá okkur í Frakklandi. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Daníel, tilbúinn í gríðarlega mikilvægan slag á föstudaginn. „Eina góða er að maður getur lært af þessu“ Daníel leikur einnig með Malmö í Svíþjóð og fékk að líta rauða spjaldið í síðustu viku, seint í uppbótartíma í 3-0 tapi gegn Viktoria Plzen í Tékklandi í Evrópudeildinni. Mistök sem pabbi hans, Eiður Smári, gagnrýndi hann fyrir í Dr. Football á föstudag eins og sjá má hér að neðan. „Þetta er á 95. mínútu og hann fær rautt fyrir að hlaupa inn í varnarmann og vera aðeins með olnbogana uppi. Ég spurði til hvers. „Já, ég missti hausinn.“ Þetta er akkúrat það sem má ekki gerast,“ sagði Eiður í þættinum og hélt áfram: „Ekki nóg með að þetta líti illa út fyrir þig, þú ert ungur og munt læra af þessu, menn gera mistök, en þetta verður til þess að þú ert kannski frá í risastórum leikjum í Evrópudeildinni. Það eru leiðindin í þessu, fyrir utan að þetta lítur asnalega út. Ekki vera svona heimskur, en læra af þessu,“ sagði Eiður. Daníel tók undir með pabba sínum: „Ætli það sé ekki bara rétt hjá honum?“ segir Daníel léttur. „Maður gerir mistök og það eina góða við þetta er að maður getur lært af þessu,“ bætir hann við og samsinnir því að Eiður, með alla sína reynslu, sé duglegur að veita ráðleggingar: „Já, já. Auðvitað gerir hann það. Hann lætur mann aðeins heyra það þegar eitthvað svona gerist.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Evrópudeild UEFA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
Framundan eru leikir við Úkraínu á föstudag og Frakkland næsta mánudag – leikir sem ráða svo miklu um möguleika Íslands á að komast á HM næsta sumar – og er uppselt á báða leikina á Laugardalsvelli, eftir frammistöðu Daníels og félaga í síðasta mánuði. Hann spilaði þá sína fyrstu A-landsleiki: „Það var ógeðslega gaman að mæta hérna síðast og fá að spila þessa tvo leiki, en ég er alveg jafnspenntur núna,“ segir Daníel en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Daníel og Andri Lucas bróðir hans léku saman í tapinu nauma gegn Frökkum í París fyrir mánuði, í fjarveru fyrirliðans Orra Steins Óskarssonar sem er enn frá keppni vegna meiðsla. Því má vel vera að bræðurnir byrji einnig báðir gegn Úkraínu á föstudaginn, eða þá gegn Frökkum: „Það gæti verið möguleiki. Við gerðum það í síðasta verkefni. Mér fannst það þannig séð ganga vel hjá okkur í Frakklandi. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Daníel, tilbúinn í gríðarlega mikilvægan slag á föstudaginn. „Eina góða er að maður getur lært af þessu“ Daníel leikur einnig með Malmö í Svíþjóð og fékk að líta rauða spjaldið í síðustu viku, seint í uppbótartíma í 3-0 tapi gegn Viktoria Plzen í Tékklandi í Evrópudeildinni. Mistök sem pabbi hans, Eiður Smári, gagnrýndi hann fyrir í Dr. Football á föstudag eins og sjá má hér að neðan. „Þetta er á 95. mínútu og hann fær rautt fyrir að hlaupa inn í varnarmann og vera aðeins með olnbogana uppi. Ég spurði til hvers. „Já, ég missti hausinn.“ Þetta er akkúrat það sem má ekki gerast,“ sagði Eiður í þættinum og hélt áfram: „Ekki nóg með að þetta líti illa út fyrir þig, þú ert ungur og munt læra af þessu, menn gera mistök, en þetta verður til þess að þú ert kannski frá í risastórum leikjum í Evrópudeildinni. Það eru leiðindin í þessu, fyrir utan að þetta lítur asnalega út. Ekki vera svona heimskur, en læra af þessu,“ sagði Eiður. Daníel tók undir með pabba sínum: „Ætli það sé ekki bara rétt hjá honum?“ segir Daníel léttur. „Maður gerir mistök og það eina góða við þetta er að maður getur lært af þessu,“ bætir hann við og samsinnir því að Eiður, með alla sína reynslu, sé duglegur að veita ráðleggingar: „Já, já. Auðvitað gerir hann það. Hann lætur mann aðeins heyra það þegar eitthvað svona gerist.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Evrópudeild UEFA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira