Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2025 21:16 Glódís Perla Viggósdóttir til varnar gegn Vicky Lopez á Johan Cruyff leikvanginum í Barcelona í kvöld. Getty/Judit Cartiel Barcelona vann ótrúlegan 7-1 sigur gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna í kvöld. Ríkjandi meistarar Arsenal töpuðu á heimavelli gegn Lyon, 2-1. Leikið er með nýju fyrirkomulagi í Meistaradeild kvenna í vetur þar sem nú eru öll átján liðin saman í einni deild, svipað og hjá körlunum. Fjórir fyrstu leikirnir voru í kvöld og eru Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern því núna neðstar, eftir þennan mikla skell. Glódís, sem glímt hefur við meiðsli í upphafi tímabils, var á varamannabekknum í fyrri hálfleik og gat því ekkert gert við því að Bayern lenti þá 4-1 undir. Furðuðu lýsendur ESPN sig á því að Glódís skyldi ekki byrja þennan stórleik og bentu á vandræðin sem vörn Bayern var í án hennar. Ewa Pajor og Claudia Pina skoruðu tvö mörk hvor í kvöld.Getty Staðan var svo orðin 5-1 þegar Glódís kom inn á, hálftíma fyrir leikslok, og löngu ljóst hvert stigin þrjú færu, en Claudia Pina bætti við tveimur mörkum í lokin. Ewa Pajor skoraði einnig tvö mörk og þær Alexia Putellas, Esmee Brugts og Salma Paralluelo eitt mark hver. Klara Bühl skoraði mark gestanna. Eins og fyrr segir sótti Lyon þrjú stig til Lundúna með 2-1 sigri á Arsenal. Heimakonur komust þó yfir með marki Alessia Russo en Melchie Dumornay svaraði með tveimur mörkum á fimm mínútum, um miðjan fyrri hálfleik, og þar við sat. Paris og OH Leuven gerðu 2-2 jafntefli og Juventus vann 2-1 sigur gegn Benfica. Erfið staða hjá Ísabellu og Diljá Í kvöld var einnig keppt í undankeppni nýja Evrópubikarsins, eins konar B-Evrópukeppni kvenna, þar sem þrjú Íslendingalið voru á ferðinni. Ísabella Sara Tryggvadóttir var í byrjunarliði Rosengård sem tapaði 3-0 á útivelli í fyrri leik sínum við Sporting í Portúgal, og Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik fyrir Brann sem tapaði 4-1 gegn Hammarby í Svíþjóð. Landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir var svo á varamannabekknum hjá Häcken sem vann 4-0 stórsigur gegn Katowice frá Póllandi. Seinni leikirnir verða í næstu viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Sjá meira
Leikið er með nýju fyrirkomulagi í Meistaradeild kvenna í vetur þar sem nú eru öll átján liðin saman í einni deild, svipað og hjá körlunum. Fjórir fyrstu leikirnir voru í kvöld og eru Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern því núna neðstar, eftir þennan mikla skell. Glódís, sem glímt hefur við meiðsli í upphafi tímabils, var á varamannabekknum í fyrri hálfleik og gat því ekkert gert við því að Bayern lenti þá 4-1 undir. Furðuðu lýsendur ESPN sig á því að Glódís skyldi ekki byrja þennan stórleik og bentu á vandræðin sem vörn Bayern var í án hennar. Ewa Pajor og Claudia Pina skoruðu tvö mörk hvor í kvöld.Getty Staðan var svo orðin 5-1 þegar Glódís kom inn á, hálftíma fyrir leikslok, og löngu ljóst hvert stigin þrjú færu, en Claudia Pina bætti við tveimur mörkum í lokin. Ewa Pajor skoraði einnig tvö mörk og þær Alexia Putellas, Esmee Brugts og Salma Paralluelo eitt mark hver. Klara Bühl skoraði mark gestanna. Eins og fyrr segir sótti Lyon þrjú stig til Lundúna með 2-1 sigri á Arsenal. Heimakonur komust þó yfir með marki Alessia Russo en Melchie Dumornay svaraði með tveimur mörkum á fimm mínútum, um miðjan fyrri hálfleik, og þar við sat. Paris og OH Leuven gerðu 2-2 jafntefli og Juventus vann 2-1 sigur gegn Benfica. Erfið staða hjá Ísabellu og Diljá Í kvöld var einnig keppt í undankeppni nýja Evrópubikarsins, eins konar B-Evrópukeppni kvenna, þar sem þrjú Íslendingalið voru á ferðinni. Ísabella Sara Tryggvadóttir var í byrjunarliði Rosengård sem tapaði 3-0 á útivelli í fyrri leik sínum við Sporting í Portúgal, og Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik fyrir Brann sem tapaði 4-1 gegn Hammarby í Svíþjóð. Landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir var svo á varamannabekknum hjá Häcken sem vann 4-0 stórsigur gegn Katowice frá Póllandi. Seinni leikirnir verða í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Sjá meira