Engan óraði fyrir framhaldinu Jón Þór Stefánsson skrifar 7. október 2025 21:00 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, ræddi um ástandið á Gasa. Vísir/Arnar Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að enginn hafi búist við því að staðan sem nú er uppi á Gasaströndinni yrði þegar Hamas gerði árás á Ísrael þann 6. október árið 2023. Í dag eru tvö ár liðin frá þeirri áras. „Ég held að engan hafi getað órað fyrir því. Þetta fer að nálgast hátt í hundrað þúsund manns ef allt er tiltekið. Það er hungursneið á Gasa. Það er búið að leggja þar allt í rúst og þar hefur verið lýst yfir þjóðarmorði. Þetta er orðið tvöfalt stærra en þjóðarmorðið sem varð í Bosníu á tíunda áratugnum, eins skelfilegt og það nú var,“ sagði Eiríkur sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar. „Ísrael er orðið mjög einangrað á alþjóðavettvangi. Það eru í rauninni bara Bandaríkin sem halda hlífiskildi yfir þeim. Það að Bretland og Frakkland viðurkenni sjálfstæði Palestínu. Enginn hefði getað séð þetta fyrir.“ Nú standa yfir friðarviðræður í Egyptalandi. Eiríkur vonast eftir því að þær muni leiða gott af sér, en segist ekkert sérlega vongóður. „Það er búið að koma að hverri ögurstundinni á fætur annarri í þessu máli. Alltaf versnar ástandið. Það hafa alls konar tilraunir verið gerðar. Það kom vopnahlé fyrr á þessu ári sem Ísrael rauf nánast samstundis eftir að einhverjum fjölda gísla var sleppt lausum. Maður getur ekki annað en vonað að eitthvað gerist, en maður er heldur ekkert svo vongóður miðað við forsöguna.“ Aðkoma Bandaríkjastjórnar og Bandaríkjaforseta gæti hún skipt sköpum? „Ísrael er orðið alveg feykilega einangrað. Menn mega ekki gleyma því að fyrir tveimur árum áttu Ísraelar samúð alls heimsins. Eiffel-turninn var litaður upp í fánalitum Ísraels, og það sama í London og alls staðar. Allir studdu Ísrael. Það voru allir á því að Ísrael gæti svarað fyrir þessa árás. En þessi árás fyrir tveimur árum var auðvitað ekkert upphaf. Það er búið að vera stríð þarna áratugum saman, og þetta var bara einn liður, reyndar alveg agalegur, hræðileg árás. En síðan þá hefur stuðningurinn algjörlega rjátlað af þeim, enda átti enginn von á því að Netanjahú myndi fara út í þetta þjóðarmorð. Það eru bara Bandaríkin sem standa eftir.“ Eiríkur bætir við að meðan Bandaríkin, sem valdamesta ríki heims, standi með Ísrael muni þessar hörmungar getað haldið áfram. Hann tekur þó fram að ástandið í Ísrael sé orðið hræðilegt, og hefur það eftir kollegum sínum þaðan. „Það er allt í upplausn innanlands í Ísrael. Ég á ísraelska kollega sem ég er að vinna með í alþjóðlegum verkefni. Þeir lýsa hræðilegu ástandi. Landið er á valdi mjög öfgafullra þjóðernispopúlista, fasískra afla. Það eru tvo öfgaöfl í þessari ríkisstjórn sem virðast ráða algjörlega för. Netanjahú hefur mjög langt í þessa þjóðernispopúlísku átt alla saman.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
„Ég held að engan hafi getað órað fyrir því. Þetta fer að nálgast hátt í hundrað þúsund manns ef allt er tiltekið. Það er hungursneið á Gasa. Það er búið að leggja þar allt í rúst og þar hefur verið lýst yfir þjóðarmorði. Þetta er orðið tvöfalt stærra en þjóðarmorðið sem varð í Bosníu á tíunda áratugnum, eins skelfilegt og það nú var,“ sagði Eiríkur sem ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar. „Ísrael er orðið mjög einangrað á alþjóðavettvangi. Það eru í rauninni bara Bandaríkin sem halda hlífiskildi yfir þeim. Það að Bretland og Frakkland viðurkenni sjálfstæði Palestínu. Enginn hefði getað séð þetta fyrir.“ Nú standa yfir friðarviðræður í Egyptalandi. Eiríkur vonast eftir því að þær muni leiða gott af sér, en segist ekkert sérlega vongóður. „Það er búið að koma að hverri ögurstundinni á fætur annarri í þessu máli. Alltaf versnar ástandið. Það hafa alls konar tilraunir verið gerðar. Það kom vopnahlé fyrr á þessu ári sem Ísrael rauf nánast samstundis eftir að einhverjum fjölda gísla var sleppt lausum. Maður getur ekki annað en vonað að eitthvað gerist, en maður er heldur ekkert svo vongóður miðað við forsöguna.“ Aðkoma Bandaríkjastjórnar og Bandaríkjaforseta gæti hún skipt sköpum? „Ísrael er orðið alveg feykilega einangrað. Menn mega ekki gleyma því að fyrir tveimur árum áttu Ísraelar samúð alls heimsins. Eiffel-turninn var litaður upp í fánalitum Ísraels, og það sama í London og alls staðar. Allir studdu Ísrael. Það voru allir á því að Ísrael gæti svarað fyrir þessa árás. En þessi árás fyrir tveimur árum var auðvitað ekkert upphaf. Það er búið að vera stríð þarna áratugum saman, og þetta var bara einn liður, reyndar alveg agalegur, hræðileg árás. En síðan þá hefur stuðningurinn algjörlega rjátlað af þeim, enda átti enginn von á því að Netanjahú myndi fara út í þetta þjóðarmorð. Það eru bara Bandaríkin sem standa eftir.“ Eiríkur bætir við að meðan Bandaríkin, sem valdamesta ríki heims, standi með Ísrael muni þessar hörmungar getað haldið áfram. Hann tekur þó fram að ástandið í Ísrael sé orðið hræðilegt, og hefur það eftir kollegum sínum þaðan. „Það er allt í upplausn innanlands í Ísrael. Ég á ísraelska kollega sem ég er að vinna með í alþjóðlegum verkefni. Þeir lýsa hræðilegu ástandi. Landið er á valdi mjög öfgafullra þjóðernispopúlista, fasískra afla. Það eru tvo öfgaöfl í þessari ríkisstjórn sem virðast ráða algjörlega för. Netanjahú hefur mjög langt í þessa þjóðernispopúlísku átt alla saman.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira