Handbolti

Laus úr út­legðinni og mættur heim

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Þorsteinn Gauti varð Íslands- og bikarmeistari með Fram í vor. 
Þorsteinn Gauti varð Íslands- og bikarmeistari með Fram í vor.  vísir / anton brink

Eftir nokkra mánuði í Noregi hefur handboltamaðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson „hefur fengið sig lausan frá útlegðinni“ og gengið til liðs við Fram á nýjan leik.

Þorsteinn Gauti skoraði sigurmarkið þegar Fram tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í vor. Eftir að hafa unnið tvöfalt fór hann til Noregs og samdi við Sandefjord, en dvöl hans þar entist ekki lengi. 

Þorsteinn spilaði þó sex af átta leikjum liðsins á þessu tímabili og skoraði ellefu mörk, en kom ekki við sögu í síðustu tveimur leikjum liðsins. 

Fram tilkynnti félagaskiptin á miðlum og segir þetta mikil gleðitíðindi.

Þorsteinn Gauti hefur átt sæti í handboltalandsliði Finnlands frá því 2022, hann er með tvöfalt ríkisfang vegna ömmu sinnar sem er finnsk.

Finnski landsliðsmaðurinn vonast til að geta rétt úr gengi Fram, sem hefur aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjunum í upphafi tímabils. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×