Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2025 22:00 Þorgils Eiður Einarsson var öllum lurkum laminn eftir bardagann í dag en hinn kátasti. úr einkasafni Þorgils Eiður Einarsson segir að sigur sinn í bardaga í hinni sögufrægu Rajadamnern höll í dag opni margar dyr fyrir sig. Heimsókn þjálfara hans til Íslands í miðjum kórónuveirufaraldrinum varð til þess að hann fékk tækifæri til að stunda Muay Thai í Taílandi. Þorgils sigraði Soufian Touti frá Marokkó í Rajadamnern í dag. Hann var enn hátt uppi en alsæll þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir bardagann. „Ég var að slást í Rajadamnern sem er elsta Muy Thai svið í heiminum. Ég fékk boð um bardagann fyrir um mánuði og ákvað að stökkva á þetta tækifæri. Þetta er einn af þessum draumum sem maður fær þegar maður er með hita,“ sagði Þorgils léttur á hótelherbergi sínu í Bangkok. Hann segir engan vafa leika á því að bardaginn í dag hafi verið hans stærsti á ferlinum. „Ég er enn að ná mér. Þetta var mögnuð upplifun,“ sagði Þorgils sem hefur keppt í sautján bardögum sem atvinnumaður. Hann byrjaði bardagann í dag af krafti en Touti gaf sig ekki. „Ég var með yfirburði í 1. lotunni og vann hana hundrað prósent. Ég fékk á mig nokkur högg í 2. lotu og tapaði henni. Eftir það töluðu þjálfararnir mig til og ég andaði í gegnum þetta. Ég pressaði svo á andstæðinginn og þreytti hann. Ég vann 3. lotuna á stigum og bardagann út frá því,“ sagði Þorgils. View this post on Instagram A post shared by Eddie Farrell (@eddie_fightingfarrell) Hann er á styrktarsamningi hjá MAA (Martial Arts Academy) sem er á eyjunni Koh Phangan. Og þar dvelur hann stóran hluta ársins. „Ég slæst fyrir þá og er svo með fólk í einkatímum og fæ þjórfé fyrir það. Ég kem síðan reglulega heim, vinn í tvo mánuði eða svo og það endist vel í ár hérna úti. Ég er bara skynsamur og lifi spart,“ sagði Þorgils. Hann kom til Taílands á vegum manns sem heitir Pascal Schroth og er tífaldur heimsmeistari í sparkboxi. Eiginkona hans er hálf taílensk og hálf íslensk og þau komu til Íslands í kórónuveirufaraldrinum. „Hann var með námskeið í stöðinni þar sem ég var að æfa áður skellt var í lás. Hann á þessa stöð úti í Taílandi. Hann sá eitthvað í mér og bauð mér að koma út til sín. Ég var aðalæfingafélagi hans og tók svo nokkra bardaga sem ég vann alla með rothöggi. Í síðasta mánuði fékk ég svo tilboð um bardagann í Rajadamnern.“ Þorgils ásamt liðinu sínu fyrir utan Rajadamnern.úr einkasafni Þorgils segir að tækifærum sínum í Muay Thai muni eflaust fjölga eftir sigurinn í dag. „Það opnast rosa margar dyr. Ég er fyrsti Íslendingurinn til að stíga í þennan hring sem allir í Muay Thai vita hvað er. Þetta er tækifæri til að taka næsta skref og upplifa drauminn. Þetta opnar á möguleika um samstarf og auglýsingasamninga og gerir mér kleift að halda þessu áfram,“ sagði Þorgils að lokum. MMA Taíland Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Þorgils sigraði Soufian Touti frá Marokkó í Rajadamnern í dag. Hann var enn hátt uppi en alsæll þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir bardagann. „Ég var að slást í Rajadamnern sem er elsta Muy Thai svið í heiminum. Ég fékk boð um bardagann fyrir um mánuði og ákvað að stökkva á þetta tækifæri. Þetta er einn af þessum draumum sem maður fær þegar maður er með hita,“ sagði Þorgils léttur á hótelherbergi sínu í Bangkok. Hann segir engan vafa leika á því að bardaginn í dag hafi verið hans stærsti á ferlinum. „Ég er enn að ná mér. Þetta var mögnuð upplifun,“ sagði Þorgils sem hefur keppt í sautján bardögum sem atvinnumaður. Hann byrjaði bardagann í dag af krafti en Touti gaf sig ekki. „Ég var með yfirburði í 1. lotunni og vann hana hundrað prósent. Ég fékk á mig nokkur högg í 2. lotu og tapaði henni. Eftir það töluðu þjálfararnir mig til og ég andaði í gegnum þetta. Ég pressaði svo á andstæðinginn og þreytti hann. Ég vann 3. lotuna á stigum og bardagann út frá því,“ sagði Þorgils. View this post on Instagram A post shared by Eddie Farrell (@eddie_fightingfarrell) Hann er á styrktarsamningi hjá MAA (Martial Arts Academy) sem er á eyjunni Koh Phangan. Og þar dvelur hann stóran hluta ársins. „Ég slæst fyrir þá og er svo með fólk í einkatímum og fæ þjórfé fyrir það. Ég kem síðan reglulega heim, vinn í tvo mánuði eða svo og það endist vel í ár hérna úti. Ég er bara skynsamur og lifi spart,“ sagði Þorgils. Hann kom til Taílands á vegum manns sem heitir Pascal Schroth og er tífaldur heimsmeistari í sparkboxi. Eiginkona hans er hálf taílensk og hálf íslensk og þau komu til Íslands í kórónuveirufaraldrinum. „Hann var með námskeið í stöðinni þar sem ég var að æfa áður skellt var í lás. Hann á þessa stöð úti í Taílandi. Hann sá eitthvað í mér og bauð mér að koma út til sín. Ég var aðalæfingafélagi hans og tók svo nokkra bardaga sem ég vann alla með rothöggi. Í síðasta mánuði fékk ég svo tilboð um bardagann í Rajadamnern.“ Þorgils ásamt liðinu sínu fyrir utan Rajadamnern.úr einkasafni Þorgils segir að tækifærum sínum í Muay Thai muni eflaust fjölga eftir sigurinn í dag. „Það opnast rosa margar dyr. Ég er fyrsti Íslendingurinn til að stíga í þennan hring sem allir í Muay Thai vita hvað er. Þetta er tækifæri til að taka næsta skref og upplifa drauminn. Þetta opnar á möguleika um samstarf og auglýsingasamninga og gerir mér kleift að halda þessu áfram,“ sagði Þorgils að lokum.
MMA Taíland Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira