Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. október 2025 17:48 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Sigurjón Félag atvinnurekenda gagnrýnir hækkun áfengisskatta nú um áramótin. Félagið telur að ýmsar breytingar þurfi að gera á lögum um skattlagningu áfengis, að hluta til vegna loftslagsbreytinga. Frumvarp Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2026 fór til efnahags- og viðskiptanefndar þann 16. september sem óskaði eftir umsögnum. Í umsögn Félags atvinnurekenda um frumvarpið gagnrýna þau hækkun áfengisskatta þar sem í samanburði við lönd í Evrópusambandinu sé áfengisskattur hérlendis margfalt hærri. Hætta ætti við hækkun skattsins til að jafna muninn á skattlagningu milli Íslands og annarra Evrópulanda. „Skattur á styrkt vín (t.d. sérrí eða púrtvín) er 275-faldur lágmarksskattur sem reglur Evrópusambandsins kveða á um, Samkvæmt fylgifrumvarpi fjárlagafrumvarpsins eiga áfengisskattar að hækka um 3,7% um áramótin“ segir í umsögn FA. Þar voru nokkur Evrópulönd tekin fyrir og má sjá að áfengisskattar eru hvað hæstir á Íslandi í samanburðinum. „Eins og sjá má, skera nágrannaríki okkar í Norður-Evrópu (Bretland, Írland, Noregur, Svíþjóð og Finnland) sig úr í skattlagningu á áfengi, ásamt Tyrklandi. Skattlagning á áfengi á Íslandi er engu að síður tugum prósenta hærri en í þessum ríkjum.“ Gagnrýna skattlagningu bjórs og léttvíns FA gagnrýnir einnig háa skattlagningu bjórs, sem sé hærri en léttvín en með lægri áfengisprósentu. Þau taka fram að áfengisgjald á hvern sentilítra hreins vínandi í bjór sé um tíu prósent hærri en skattur á áfengiseiningu í léttvíni. „Allan rökstuðning skortir fyrir þessu fyrirkomulagi. Það kemur sérstaklega hart niður á innlendum bjórframleiðendum, stórum og smáum, enda er framleiðsla bjórs blómleg og vaxandi innlend atvinnugrein en léttvínsframleiðsla er engin á Íslandi,“ segir í umsögninni. Er óskað var eftir skýringum á þessu segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nóvember 2023 að ekki væri hægt að útskýra þau sjónarmið og markmið sem stefnt var að með skiptingu áfengisgjaldsins. FA ítrekar að félagið hafi áður nefnt að enginn rökstuðningur væri fyrir þessari ákvörðun og að þegar enginn vissi af hverju lög eru eins og þau eru sé ástæða til að breyta þeim. FA telur einnig tilefni til að breyta reglum um skattlagningu léttvíns þar sem áfengisprósenta slíkra drykkja hækki sífellt, meðal annars vegna loftslagsbreytinga. „Þegar af þeim sökum fær ríkissjóður auknar tekjur af léttvíni, þar sem áfengisgjaldið miðast við áfengisinnihald. Ýmis vín, sem skilgreind eru sem léttvín, til dæmis frá Ítalíu, Ástralíu og Bandaríkjunum, fara upp fyrir 15% mörkin og verða fráleitlega dýr vegna þess að þau fá á sig sömu skattlagningu og vodki eða brennivín.“ FA segist sýna því skilning að há skattlagning sé lýðheilsumál og að það séu sömu rök annarra landa í Norður-Evrópu. Þau spyrja samt hvað réttlæti að skattar á Íslandi séu margfalt hærri heldur en í öðrum löndum. Áfengi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Frumvarp Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2026 fór til efnahags- og viðskiptanefndar þann 16. september sem óskaði eftir umsögnum. Í umsögn Félags atvinnurekenda um frumvarpið gagnrýna þau hækkun áfengisskatta þar sem í samanburði við lönd í Evrópusambandinu sé áfengisskattur hérlendis margfalt hærri. Hætta ætti við hækkun skattsins til að jafna muninn á skattlagningu milli Íslands og annarra Evrópulanda. „Skattur á styrkt vín (t.d. sérrí eða púrtvín) er 275-faldur lágmarksskattur sem reglur Evrópusambandsins kveða á um, Samkvæmt fylgifrumvarpi fjárlagafrumvarpsins eiga áfengisskattar að hækka um 3,7% um áramótin“ segir í umsögn FA. Þar voru nokkur Evrópulönd tekin fyrir og má sjá að áfengisskattar eru hvað hæstir á Íslandi í samanburðinum. „Eins og sjá má, skera nágrannaríki okkar í Norður-Evrópu (Bretland, Írland, Noregur, Svíþjóð og Finnland) sig úr í skattlagningu á áfengi, ásamt Tyrklandi. Skattlagning á áfengi á Íslandi er engu að síður tugum prósenta hærri en í þessum ríkjum.“ Gagnrýna skattlagningu bjórs og léttvíns FA gagnrýnir einnig háa skattlagningu bjórs, sem sé hærri en léttvín en með lægri áfengisprósentu. Þau taka fram að áfengisgjald á hvern sentilítra hreins vínandi í bjór sé um tíu prósent hærri en skattur á áfengiseiningu í léttvíni. „Allan rökstuðning skortir fyrir þessu fyrirkomulagi. Það kemur sérstaklega hart niður á innlendum bjórframleiðendum, stórum og smáum, enda er framleiðsla bjórs blómleg og vaxandi innlend atvinnugrein en léttvínsframleiðsla er engin á Íslandi,“ segir í umsögninni. Er óskað var eftir skýringum á þessu segir í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins í nóvember 2023 að ekki væri hægt að útskýra þau sjónarmið og markmið sem stefnt var að með skiptingu áfengisgjaldsins. FA ítrekar að félagið hafi áður nefnt að enginn rökstuðningur væri fyrir þessari ákvörðun og að þegar enginn vissi af hverju lög eru eins og þau eru sé ástæða til að breyta þeim. FA telur einnig tilefni til að breyta reglum um skattlagningu léttvíns þar sem áfengisprósenta slíkra drykkja hækki sífellt, meðal annars vegna loftslagsbreytinga. „Þegar af þeim sökum fær ríkissjóður auknar tekjur af léttvíni, þar sem áfengisgjaldið miðast við áfengisinnihald. Ýmis vín, sem skilgreind eru sem léttvín, til dæmis frá Ítalíu, Ástralíu og Bandaríkjunum, fara upp fyrir 15% mörkin og verða fráleitlega dýr vegna þess að þau fá á sig sömu skattlagningu og vodki eða brennivín.“ FA segist sýna því skilning að há skattlagning sé lýðheilsumál og að það séu sömu rök annarra landa í Norður-Evrópu. Þau spyrja samt hvað réttlæti að skattar á Íslandi séu margfalt hærri heldur en í öðrum löndum.
Áfengi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira