Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. október 2025 12:17 Pasha Talankin fær ekki vegabréfsáritun til að fara frá Rússlandi á RIFF. Rússneskur kvikmyndagerðarmaður, sem sýnir heimildarmyndina Smákarl gegn Pútín á RIFF, nær ekki að fylgja myndinni til Íslands þar sem afgreiðslu vegabréfs hans „hefur verið frestað“ af rússneskum yfirvöldum. Smákarl gegn Pútín/Mr. Nobody Against Putin segir frá Pavel „Pasha“ Talankin, grunnskólakennara í rússneskum smábæ, sem er skyldaður til að hamra á boðskap ríkisins fyrir hernaði þegar innrásin í Úkraínu hefst. Áróður Kremlar gegnsýrir skólastarfið og Pasha byrjar að skrásetja breytingar á skólastarfinu. Til stóð að Talankin, sem stendur að baki myndinni ásamt leikstjóranum David Borenstein, myndi vera viðstaddur sýningu myndarinnar á RIFF á morgun og taka þátt í umræðum að sýningu lokinni. Einnig ætlaði hann að vera með „Spurt & svarað“ að lokinni sýningu á laugardaginn, 4. október. Nú er hins vegar ljóst að rússnesk yfirvöld neita að láta hann fá vegabréfsáritun í tæka tíð fyrir ferðina til Íslands, þar sem „afgreiðslu hefur verið frestað“. Pasha mun því að öllum líkindum ekki komast á RIFF og er það ákaflega miður. Myndin verður engu að síður sýnd enda um stórfróðlega og spennandi mynd að ræða. „Við erum í sambandi við aðstoðarmanninn hans, þeir áttu báðir að koma til landsins í dag, Pasha og Daniel, danski kvikmyndagerðarmaðurinn,“ segir Hrönn Marínósdóttir, framkvæmdastjóri RIFF. „Þeir segja bara að þetta sé óvænt en samt mörg dæmi um að það sé verið að draga það að veita brottfararleyfi og halda pössum fólks,“ segir hún um Pasha. „Við erum ekki alveg búin að gefa upp alla von en þetta lítur ekki sérlega vel út.“ Rússland RIFF Bíó og sjónvarp Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Smákarl gegn Pútín/Mr. Nobody Against Putin segir frá Pavel „Pasha“ Talankin, grunnskólakennara í rússneskum smábæ, sem er skyldaður til að hamra á boðskap ríkisins fyrir hernaði þegar innrásin í Úkraínu hefst. Áróður Kremlar gegnsýrir skólastarfið og Pasha byrjar að skrásetja breytingar á skólastarfinu. Til stóð að Talankin, sem stendur að baki myndinni ásamt leikstjóranum David Borenstein, myndi vera viðstaddur sýningu myndarinnar á RIFF á morgun og taka þátt í umræðum að sýningu lokinni. Einnig ætlaði hann að vera með „Spurt & svarað“ að lokinni sýningu á laugardaginn, 4. október. Nú er hins vegar ljóst að rússnesk yfirvöld neita að láta hann fá vegabréfsáritun í tæka tíð fyrir ferðina til Íslands, þar sem „afgreiðslu hefur verið frestað“. Pasha mun því að öllum líkindum ekki komast á RIFF og er það ákaflega miður. Myndin verður engu að síður sýnd enda um stórfróðlega og spennandi mynd að ræða. „Við erum í sambandi við aðstoðarmanninn hans, þeir áttu báðir að koma til landsins í dag, Pasha og Daniel, danski kvikmyndagerðarmaðurinn,“ segir Hrönn Marínósdóttir, framkvæmdastjóri RIFF. „Þeir segja bara að þetta sé óvænt en samt mörg dæmi um að það sé verið að draga það að veita brottfararleyfi og halda pössum fólks,“ segir hún um Pasha. „Við erum ekki alveg búin að gefa upp alla von en þetta lítur ekki sérlega vel út.“
Rússland RIFF Bíó og sjónvarp Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira