Lífið

Eitt rými sem má alls ekki mynda í Al­þingis­húsinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alþingishúsið er eitt merkilegasta hús landsins.
Alþingishúsið er eitt merkilegasta hús landsins.

Ætli Alþingi Íslendinga sé ekki merkilegast stofnun og bygging sem við Íslendingar eigum. Íslandi í dag gafst einstakt tækifæri til að skoða hvern krók og kima Alþingis og fékk til þess sérstakt leyfi forseta Alþingis.

Það er Sverrir Jónsson, nýr skrifstofustjóri Alþingis, sem er okkar leiðsögumaður á Alþingi Íslendinga en Sverri tók við starfinu 1. ágúst síðastliðinn. Sverrir hefur unnið í opinbera geiranum bróðurpart starfsævinnar, er sannarlega hinn óþekkti embættismaður og líkar það vel.

Allir starfsmenn Alþingis eru ópólitískir en þingflokkarnir ráða einnig inn sitt eigið starfsfólk sem sannarlega er pólitíkst. Raunar mega starfsmenn Alþingis ekki viðra sínar pólitísku skoðanir og þurfa að vera alveg hlutlausir og þegar að Sverrir er spurður hvort það sem „gerist á Alþingi, stays in Alþingi?“ kinkar hann einfaldlega kolli.

Íslandi í dag er hleypt í alls kyns rými sem alla jafna sjást ekki, til að mynda brjóstagjafaherbergið undir Kringlunni á bakhlið hússins sem var byggð við þinghúsið á árunum 1908 til 9. Þá fáum við einnig að fara í undirgöngin sem tengja byggingar Alþingis saman og ræðum við hluta af þeim stóra hulduher sem starfar á Alþingi. Eitt rými fáum við þó alls ekki að heimsækja, griðastað þingmanna - sjálfan matsalinn.

Svana Ingibergsdóttir, deildarstjóri veitingadeildar Alþingis, rabbar samt við okkur og vefst ekki tunga um tönn þegar hún er spurð hvaða réttir séu vinsælastir:

„Kótilettur í raspi, lambakjöt og íslenski fiskurinn.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.