Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2025 09:19 Net- og fjarskiptaþjónusta er smám saman að komast aftur á í Afganistan, eftir að hafa legið niðri í meira en tvo daga. epa/Qudratullah Razwan Hundruð íbúa Kabúl þustu út á götur borgarinnar í gær til að láta nágranna vita af því að internetsamband væri aftur komið á. Rof á fjarskiptaþjónustu hafði vakið miklar áhyggjur og jafnvel ótta, þar sem um var að ræða einu raunverulegu tengingu íbúa við umheiminn. Farsímasamband hafði einnig dottið út og notuðu íbúar tækifærið til að hringja í ættingja og vini og láta vita af sér. Talíbanastjórnin ákvað fyrr í vikunni að rjúfa netþjónustu í Afganistan, án þess að gefa upp tiltekna ástæðu. Talsmaður stjórnvalda höfðu reyndar áður sagt, þegar netsamband var rofið í héraðinu Balkh, að það væri til að koma í veg fyrir útbreiðslu „ósiða“. Lokað var fyrir netið og önnur fjarskipti á landsvísu í um 48 klukkustundir, sem kom meðal annars niður á samgöngum og takmarkaði aðgengi að neyðarþjónustu. Þá neyddust bankar, fyrirtæki og verslanir að loka dyrum sínum. Konur eru meðal þeirra sem hafa hvað mestar áhyggjur af afskiptum stjórnvalda af netþjónustu í landinu en eftir að Talíbanar tóku aftur við völdum í kjölfar brotthvarfs Bandaríkjahers, hafa þeir markvisst grafið undan réttindum kvenna og stúlkna. Þær sæta nú margskonar boðum og bönnum; mega varla vinna og mega ekki sækja sér menntun eftir grunnskóla. Þá hafa fræðibækur eftir konur verið bannaðar, svo fátt eitt sé nefnt. Internetið hefur verið eina tenging afganskra kvenna við umheiminn og án þess er hætt við að þær myndu algjörlega hverfa sjónum. „Þetta er hægur dauði,“ sagði einn verslunareigandi við BBC á meðan þjónusturofið stóð yfir. „Þegar það er engin von, enginn möguleiki á framþróun, ekkert málfrelsi, engin bjartsýni varðandi framtíð barnanna þinna, engin stöðugleiki fyrir fyrirtækið þitt.. þegar þú getur ekki nýtt þér menntun þína.“ Afganistan Mannréttindi Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Farsímasamband hafði einnig dottið út og notuðu íbúar tækifærið til að hringja í ættingja og vini og láta vita af sér. Talíbanastjórnin ákvað fyrr í vikunni að rjúfa netþjónustu í Afganistan, án þess að gefa upp tiltekna ástæðu. Talsmaður stjórnvalda höfðu reyndar áður sagt, þegar netsamband var rofið í héraðinu Balkh, að það væri til að koma í veg fyrir útbreiðslu „ósiða“. Lokað var fyrir netið og önnur fjarskipti á landsvísu í um 48 klukkustundir, sem kom meðal annars niður á samgöngum og takmarkaði aðgengi að neyðarþjónustu. Þá neyddust bankar, fyrirtæki og verslanir að loka dyrum sínum. Konur eru meðal þeirra sem hafa hvað mestar áhyggjur af afskiptum stjórnvalda af netþjónustu í landinu en eftir að Talíbanar tóku aftur við völdum í kjölfar brotthvarfs Bandaríkjahers, hafa þeir markvisst grafið undan réttindum kvenna og stúlkna. Þær sæta nú margskonar boðum og bönnum; mega varla vinna og mega ekki sækja sér menntun eftir grunnskóla. Þá hafa fræðibækur eftir konur verið bannaðar, svo fátt eitt sé nefnt. Internetið hefur verið eina tenging afganskra kvenna við umheiminn og án þess er hætt við að þær myndu algjörlega hverfa sjónum. „Þetta er hægur dauði,“ sagði einn verslunareigandi við BBC á meðan þjónusturofið stóð yfir. „Þegar það er engin von, enginn möguleiki á framþróun, ekkert málfrelsi, engin bjartsýni varðandi framtíð barnanna þinna, engin stöðugleiki fyrir fyrirtækið þitt.. þegar þú getur ekki nýtt þér menntun þína.“
Afganistan Mannréttindi Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira