Fótbolti

Drónabannið í Dan­mörku skapar vanda­mál fyrir fótboltafélögin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Drónar geta verið stórhættulegir í kringum flugvelli.
Drónar geta verið stórhættulegir í kringum flugvelli. EPA/OLIVIER MATTHYS

Danir settu á algjört drónabann í landinu frá mánudegi til föstudags vegna leiðtogafundur Evrópusambandsins sem fór fram í Kaupmannahöfn í gær.

Torkennilegir drónar hafa ógnað flugumferð í danskri lofthelgi síðustu daga og Kastrup-flugvellinum var þannig lokað í fjórar klukkustundir vegna þess. Drónar hafa einnig sést við aðra flugvelli í Danmörku.

Samgönguráðherra Danmerkur sagði að lögreglan þurfti að fá að geta einbeitt sér að öryggisgæslu vegna leiðtogafundarins.

Þetta hefur hins vegar skapað vandræði fyrir toppliðin í Danmörku sem eru vön að nýta sér dróna við leikgreiningu hjá sér.

Danska ríkisútvarpið segir frá því þetta bann bitni því á undirbúning danskra liða fyrir mikilvæga leiki þeirra.

FC Midtjylland þurfti að leita nýrra leið við undirbúning sinn fyrir Evrópudeildarleik á móti enska úrvalsdeildarfélaginu Nottingham Forest en sá leikur fer fram í kvöld.

Vanalega eru drónar á lofti til að taka upp æfinguna en þar sem að þeir máttu ekki fara á loft þá var leigður lyftari í staðan

Bröndby hefur einnig hugsað út fyrir kassann og komu fyrir myndavélum efst upp í stúkunum.

FC Midtjylland og Bröndby eru bæði í toppbaráttu dönsku deildarinnar. Midtjylland er tveimur stigum á eftir toppliði AGF en Bröndby er í fjórða sæti.

Fréttin hjá danska ríkisútvarpinu.DR



Fleiri fréttir

Sjá meira


×