Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. október 2025 20:30 Áhöfn Sirius-Haifa bíður eftir ísraelska sjóhernum. Skjáskot Að minnsta kosti tuttugu ísraelskir hermenn hafa ruðst um borð í eitt skipa Frelsisflotans svokallaða sem var á leið til Gasasvæðisins með aðgerðasinna, blaðamenn, heilbrigðisstarfsmenn og neyðarbirgðir um borð. Um er að ræða annað skip en það sem aðgerðasinninn íslenski Margrét Kristín Blöndal siglir með. Samkvæmt umfjöllun Guardian nálguðust tuttugu herskip hið minnsta flotann þar sem hann sigldi út fyrir strönd Egyptalands. Ísraelski sjóherinn tilkynnti farþegum flotans að þeir væru að nálgast hafsvæði sem sætti herkví og að vildu þeir koma birgðum til hungursorfinnar Gasastrandarinnar yrðu þau að breyta um stefnu til hafnarborgarinnar ísraelsku Ashdod. Skipunum var skipað að slökkva á vélum bátanna, að sögn farþeganna. Beint streymi er af þilförum margra bátanna og á myndefninu þaðan má sjá farþegana alla sitja í hring í björgunarvestum. Útsending margra streymanna hefur verið rofin. Samkvæmt umfjöllun miðilsins Drop Site News sem er með blaðamann um borð í skipinu sem farið var um borð í var farþegunum skipað að fleygja farsímum sínum fyrir borð. Ritstjórnin hefur misst samband við blaðamanninn. Frelsisflotinn samanstendur af rúmlega fjörutíu bátum og fimm hundruð aðgerðasinnum, stjórnmálamönnum og lögmönnum. Á meðal þeirra er aðgerðasinninn sænski Greta Thunberg og leikkonan Susan Sarandon. Auk þeirra er um borð í einu skipanna tónlistarkonan og aðgerðasinninn íslenski Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína, en hennar bátur lagði af stað í gær og er talsvert langt frá hættusvæðinu svokallaða. Það er svæðið sem Ísraelar leyfa sér að taka fólk fast á þrátt fyrir að það sé enn ekki innan löghelgi Ísraels. Utanríkisráðuneyti Ísraels hefur staðfest í yfirlýsingu að nokkrir báta flotans hafi verið stöðvaðir og að farþegar þeirra verði fluttir til hafnar í Ísrael. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Guardian nálguðust tuttugu herskip hið minnsta flotann þar sem hann sigldi út fyrir strönd Egyptalands. Ísraelski sjóherinn tilkynnti farþegum flotans að þeir væru að nálgast hafsvæði sem sætti herkví og að vildu þeir koma birgðum til hungursorfinnar Gasastrandarinnar yrðu þau að breyta um stefnu til hafnarborgarinnar ísraelsku Ashdod. Skipunum var skipað að slökkva á vélum bátanna, að sögn farþeganna. Beint streymi er af þilförum margra bátanna og á myndefninu þaðan má sjá farþegana alla sitja í hring í björgunarvestum. Útsending margra streymanna hefur verið rofin. Samkvæmt umfjöllun miðilsins Drop Site News sem er með blaðamann um borð í skipinu sem farið var um borð í var farþegunum skipað að fleygja farsímum sínum fyrir borð. Ritstjórnin hefur misst samband við blaðamanninn. Frelsisflotinn samanstendur af rúmlega fjörutíu bátum og fimm hundruð aðgerðasinnum, stjórnmálamönnum og lögmönnum. Á meðal þeirra er aðgerðasinninn sænski Greta Thunberg og leikkonan Susan Sarandon. Auk þeirra er um borð í einu skipanna tónlistarkonan og aðgerðasinninn íslenski Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína, en hennar bátur lagði af stað í gær og er talsvert langt frá hættusvæðinu svokallaða. Það er svæðið sem Ísraelar leyfa sér að taka fólk fast á þrátt fyrir að það sé enn ekki innan löghelgi Ísraels. Utanríkisráðuneyti Ísraels hefur staðfest í yfirlýsingu að nokkrir báta flotans hafi verið stöðvaðir og að farþegar þeirra verði fluttir til hafnar í Ísrael.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira