Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 30. september 2025 06:02 Að tala fyrir góðvild – var svar Jacinda Ardern fyrrv. forsætisráðherra Nyja Sjálands, við spurningu John Stewart sjónvarpsmanns, um hvað væri mikilvægasta hlutverk stjórnmála leiðtoga. Allt stjórnmálafólk eru leiðtogar, þau hafa aðgang að hljóðnema sem nær til allra – og hafa vald til að ráða örlögum almennings – með lagasetningu og áhrifavaldi. Sagan segir okkur að sérhverjum árangri gegn misrétti hefur bakslag í för með sér. Valdahópurinn rígheldur í valdið – og notar til þess hvaða aðferð sem gagnast til að viðhalda forréttindum sínum. Hann mótmælir gjarnan jafnréttisþróuninni, en segir það ekki berum orðum, en finna hverju jafnréttisverkefni flest til foráttu. Þeir segja að aðferðin sé ómöguleg, orðalagið er ámælisvert og öfgar hafa gjarnan verið nefndir. Þeir segja líka að markmiðið er gott – en aðferðin röng – þetta er sagt til að hylja fótsporin. Undir gagnrýninni liggur andstaðan við breytingar á valdahlutföllum, og tilkallið til forréttinda og skilgreiningavalds. Frá árinu 1975 hefur jafnréttisfræðsla á öllum skólastigum verið lögbundin. Jafnréttislögin voru sett vegna viðvarandi misréttis kynjanna.Höfum í huga að jafnrétti er lykilatriði í lýðræðinu. Þjálfun í gagnrýnni hugsun er fyrsta boðorð í lýðræðislegu skólakerfi. Nemendalýðræði þjónar stóru hlutverki í skólakefinu og menntun allra. Það á að hlusta á nemendur, bæði því röddin þeirra er mikilvæg en ekki síður til að valdefla og þjálfa þau í að beita röddinni sinni, að þau öðlist meðvitund um að óíkar raddir skipta máli. Grundvöllurinn að lýðræðinu sjálfu er að raddir fólksins heyrist og þá skiptir sköpum að við höfum öll fengið fræðslu um að röddin okkar skiptir máli og æfingu í að nota hana. Við ættum að fagna ólíkum skoðunum og æfa okkur í að tjá þær og sýna umburðarlyndi. Að misnota rödd nemenda er að hvetja þau til að ,,segja frá“ eða ,,afhjúpa“ upplifun sína í kennslustofunni, til að rífa niður lögbundið jafnréttisstarf. Upplifun er auðvitað alltaf upplifun en afbökun og sundurslitið samhengi, getur látið margt líta illa út. Það getur eðlilega verið spennandi fyrir mörg ungmenni að fá athygli valdamanneskju í fjölmiðlum og það getur freistað. Engin faggrein er hafin yfir gagnrýni. Nemendur hafa neikvæðar skoðanir á einhverjum kennurum, námsefni eða fögum – auðvitað og eðlilega. Það er í besta falli barnalegt að halda því fram að námsgreinar séu hlutlausar, bara val á efnisþáttum er pólitískt í sjálfu sér, skýrt dæmi er sögukennsla. Nemendur á öllum skólastigum eiga að fá þjálfun og skilning á gagnrýnni hugsun og að pólítík kemur okkur öllum við og við ættum öll að taka þátt í henni og beita okkur – hafa borgaravitund – það er kjarninn í lýðræðinu sjálfu. Upphaf kynjafræðinnar í framhaldsskólum má rekja til 2007, sem valfag í Borgarholtsskóla. Strax í upphafi var skýrt að áfanginn náði til nemenda, þau höfðu áhuga og þörf fyrir þekkinguna, skilninginn og samtalið sem jafnréttisfræðslan felur í sér. Nemendur sjálfir létu fljótt í ljós á háværan hátt, þá skoðun sína að öll þyrftu þessa fræðslu. Erlendar sendinefndir hafa komið í tugavís og fræðst um nýjungina í jafnréttisbaráttunni –sem kynja og jafnréttisfræðsla í skólakerfinu er. Samtal og greining á valdahlutföllum í samfélaginu og heiminum öllum á gagnrýninn hátt í öruggu rými kennslustofunnar er áhrifarík leið til auka réttlæti og sanngirni fyrir okkur öll. Afhjúpun á ranglæti og mismunun er ekki áhugamál alls stjórnmálafólks því miður – það er fólk sem er í raun og sann á móti jafnrétti. Það er ótækt að láta það óátalið að einhver noti áhrifavald sitt og pólitískt umboð til að grafa undan vilja nemenda, fagmennsku kennara og hlutverki skólakerfisins – til eigin upphafningar. Ég hvet skólafólk, áhugafólk um mannréttindi og ekki síst – nemendur sem hafa útskrifast úr kynjafræðiáfanga í framhaldsskóla – að taka upp þráðinn og láta rödd sína heyrast fyrir jafnrétti, réttlæti og gegn stormi sem á faginu dynur frá mjóróma röddum. Höfundur er kennslukona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Sjá meira
Að tala fyrir góðvild – var svar Jacinda Ardern fyrrv. forsætisráðherra Nyja Sjálands, við spurningu John Stewart sjónvarpsmanns, um hvað væri mikilvægasta hlutverk stjórnmála leiðtoga. Allt stjórnmálafólk eru leiðtogar, þau hafa aðgang að hljóðnema sem nær til allra – og hafa vald til að ráða örlögum almennings – með lagasetningu og áhrifavaldi. Sagan segir okkur að sérhverjum árangri gegn misrétti hefur bakslag í för með sér. Valdahópurinn rígheldur í valdið – og notar til þess hvaða aðferð sem gagnast til að viðhalda forréttindum sínum. Hann mótmælir gjarnan jafnréttisþróuninni, en segir það ekki berum orðum, en finna hverju jafnréttisverkefni flest til foráttu. Þeir segja að aðferðin sé ómöguleg, orðalagið er ámælisvert og öfgar hafa gjarnan verið nefndir. Þeir segja líka að markmiðið er gott – en aðferðin röng – þetta er sagt til að hylja fótsporin. Undir gagnrýninni liggur andstaðan við breytingar á valdahlutföllum, og tilkallið til forréttinda og skilgreiningavalds. Frá árinu 1975 hefur jafnréttisfræðsla á öllum skólastigum verið lögbundin. Jafnréttislögin voru sett vegna viðvarandi misréttis kynjanna.Höfum í huga að jafnrétti er lykilatriði í lýðræðinu. Þjálfun í gagnrýnni hugsun er fyrsta boðorð í lýðræðislegu skólakerfi. Nemendalýðræði þjónar stóru hlutverki í skólakefinu og menntun allra. Það á að hlusta á nemendur, bæði því röddin þeirra er mikilvæg en ekki síður til að valdefla og þjálfa þau í að beita röddinni sinni, að þau öðlist meðvitund um að óíkar raddir skipta máli. Grundvöllurinn að lýðræðinu sjálfu er að raddir fólksins heyrist og þá skiptir sköpum að við höfum öll fengið fræðslu um að röddin okkar skiptir máli og æfingu í að nota hana. Við ættum að fagna ólíkum skoðunum og æfa okkur í að tjá þær og sýna umburðarlyndi. Að misnota rödd nemenda er að hvetja þau til að ,,segja frá“ eða ,,afhjúpa“ upplifun sína í kennslustofunni, til að rífa niður lögbundið jafnréttisstarf. Upplifun er auðvitað alltaf upplifun en afbökun og sundurslitið samhengi, getur látið margt líta illa út. Það getur eðlilega verið spennandi fyrir mörg ungmenni að fá athygli valdamanneskju í fjölmiðlum og það getur freistað. Engin faggrein er hafin yfir gagnrýni. Nemendur hafa neikvæðar skoðanir á einhverjum kennurum, námsefni eða fögum – auðvitað og eðlilega. Það er í besta falli barnalegt að halda því fram að námsgreinar séu hlutlausar, bara val á efnisþáttum er pólitískt í sjálfu sér, skýrt dæmi er sögukennsla. Nemendur á öllum skólastigum eiga að fá þjálfun og skilning á gagnrýnni hugsun og að pólítík kemur okkur öllum við og við ættum öll að taka þátt í henni og beita okkur – hafa borgaravitund – það er kjarninn í lýðræðinu sjálfu. Upphaf kynjafræðinnar í framhaldsskólum má rekja til 2007, sem valfag í Borgarholtsskóla. Strax í upphafi var skýrt að áfanginn náði til nemenda, þau höfðu áhuga og þörf fyrir þekkinguna, skilninginn og samtalið sem jafnréttisfræðslan felur í sér. Nemendur sjálfir létu fljótt í ljós á háværan hátt, þá skoðun sína að öll þyrftu þessa fræðslu. Erlendar sendinefndir hafa komið í tugavís og fræðst um nýjungina í jafnréttisbaráttunni –sem kynja og jafnréttisfræðsla í skólakerfinu er. Samtal og greining á valdahlutföllum í samfélaginu og heiminum öllum á gagnrýninn hátt í öruggu rými kennslustofunnar er áhrifarík leið til auka réttlæti og sanngirni fyrir okkur öll. Afhjúpun á ranglæti og mismunun er ekki áhugamál alls stjórnmálafólks því miður – það er fólk sem er í raun og sann á móti jafnrétti. Það er ótækt að láta það óátalið að einhver noti áhrifavald sitt og pólitískt umboð til að grafa undan vilja nemenda, fagmennsku kennara og hlutverki skólakerfisins – til eigin upphafningar. Ég hvet skólafólk, áhugafólk um mannréttindi og ekki síst – nemendur sem hafa útskrifast úr kynjafræðiáfanga í framhaldsskóla – að taka upp þráðinn og láta rödd sína heyrast fyrir jafnrétti, réttlæti og gegn stormi sem á faginu dynur frá mjóróma röddum. Höfundur er kennslukona.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun