Erlent

Evrópusinnar héldu meiri­hluta í Moldóvu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ungir kjósendur eru líklegri til að styðja PAS.
Ungir kjósendur eru líklegri til að styðja PAS. Getty/Andrei Pungovschi

Aðgerða og Samstöðuflokkur (PAS) Moldóvu hlaut 50,03 prósent atkvæða í þingkosningum um helgina, þegar 99,5 prósent atkvæða höfðu verið talin. 

Flokkurinn, sem styður inngöngu í Evrópusambandið, átti í vök að verjast samkvæmt skoðanakönnunum. Honum vegnaði hins vegar betur en áhorfði og er ekki aðeins ennþá stærsti flokkurinn heldur náði að halda meirihluta.

Niðurstöðurnar eru mikill sigur fyrir forsetann, Maiu Sandu, sem hefur sakað Rússa um að hafa gripið til fordæmalausra aðgerða til að hafa áhrif á kjósendur. Þá munu margir anda léttar í Brussel og öðrum höfuðborgum Evrópu.

Fylking stjórnarandstöðuflokka, hliðhollir Rússum, undir forystu Igor Dodon, tryggði sér 24,26 prósent atkvæða.

Stjórnvöld hafa sakað Rússa um að hafa staðið fyrir tölvuárásum og sprengjuhótunum á kjörstöðum en þeir neita því staðfastlega að hafa haft afskipti af kosningunum. Rannsókn Reuters leiddi hins vegar í ljós að yfirvöld í Moskvu hefðu greitt fjölda presta til að freista þess að fá söfnuði sína til að greiða atkvæði gegn PAS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×