Lífið

Selena Gomez giftist Benny Blanco

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkrar myndir frá athöfninni.
Nokkrar myndir frá athöfninni. Instagram

Tónlistar- og leikkonan Selena Gomez og tónlistarframleiðandinn Benny Blanco hafa gift sig. Gomez sagði frá vendingunum á Instagram í gærkvöldi, þar sem hún birti einnig myndir frá athöfninni sem fór fram í Kaliforníu í gær.

Vogue segir að hjónin hafi bæði verið klædd fötum frá Ralph Lauren og að hún hafi sömuleiðis verið með skartgripi frá Tiffany & Co.

Athöfnin hófst á kvöldverði á föstudaginn í og við glæsihýsi í Santa Barbara sýslu en um 170 manns mættu á athöfnina sjálfa. þar á meðal voru Taylor Swift sem hefur lengi verið vinkona Gomez, Paul Rudd leikari, Ed Sheeran tónlistarmaður, Paris Hilton og þeir Martin Short og Steve Martin, meðleikarar Gomez í þáttunum Only Murders in the Building.

Gomez og Blanco opinberuðu samband þeirra í desember 2023 en þau hafa þekkst um árabil. Hann framleiddi til að mynda lög hennar Same old love og Kill em with kindness sem hún gaf út árið 2015.

Saman gáfu þau svo út plötuna I said I love you first í mars en sú plata fjallar um þeirra eigin ástarsögu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.