Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2025 13:48 Fjölmargir fulltrúar á allsherjarþinginu fóru úr salnum þegar forsætisráðherra Ísraels hóf ræðuna sína. AP Fulltrúar fjölda ríkja á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna stóðu upp og yfirgáfu sal allsherjarþingsins í New York þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hóf ræðu sína um klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. Samkvæmt svörum frá utanríkisráðuneytinu hafi fulltrúi Íslands verið áfram í salnum, enda hafi það verið stefna íslenskra stjórnvalda að manna ávallt sæti Íslands meðan á umræðum í ráðherraviku allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna standi. „Hvorki utanríkisráðherra né fastafulltrúi Íslands voru hins vegar í salnum meðan forsætisráðherra Ísraels flutti ræðu sína,“ segir í svarinu. Segjast þurfa að „klára verkið“ Netanjahú hóf ræðu sína á því að segja frá öllum þeim óvinum sem Ísraelar hafi barist gegn. „Við höfum barið niður meirihluta hryðjuverkasamtakanna Hamas,“ sagði forsætisráðherrann. Sagði hann jafnframt að Ísraelar þurfi að „klára verkið á Gasa eins fljótt og auðið er.“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í pontu. AP Netanjahú minnti á að gíslar væru enn í haldi liðsmanna Hamas og að hann muni ávarpa þá í gegnum hátalara sem hafi verið komið fyrir víðs vegar á Gasasvæðinu. „Við erum ekki búin að gleyma ykkur,“ sagði forsætisráðherrann svo á herbresku. Forsætisráðherrann sagði ennfremur að Ísraelar hafi „tekið stjórn“ á farsímum fólks á Gasa til að varpa orðum forsætisráðherrans áfram til fólks á Gasa. Hann hélt svo áfram og gagnrýndi alla þá sem hafi viðurkennt sjálfstætt ríki Palestínu, meðal annars Bretland, Frakkland, Kanada og Ástralíu. AP Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðanna hafa um 65 þúsund manns látið lífið í stríðsrekstri Ísraela á Gasa og þar af 20 þúsund börn frá hryðjuverkaárás Hamas 7. október 2023. Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Samkvæmt svörum frá utanríkisráðuneytinu hafi fulltrúi Íslands verið áfram í salnum, enda hafi það verið stefna íslenskra stjórnvalda að manna ávallt sæti Íslands meðan á umræðum í ráðherraviku allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna standi. „Hvorki utanríkisráðherra né fastafulltrúi Íslands voru hins vegar í salnum meðan forsætisráðherra Ísraels flutti ræðu sína,“ segir í svarinu. Segjast þurfa að „klára verkið“ Netanjahú hóf ræðu sína á því að segja frá öllum þeim óvinum sem Ísraelar hafi barist gegn. „Við höfum barið niður meirihluta hryðjuverkasamtakanna Hamas,“ sagði forsætisráðherrann. Sagði hann jafnframt að Ísraelar þurfi að „klára verkið á Gasa eins fljótt og auðið er.“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í pontu. AP Netanjahú minnti á að gíslar væru enn í haldi liðsmanna Hamas og að hann muni ávarpa þá í gegnum hátalara sem hafi verið komið fyrir víðs vegar á Gasasvæðinu. „Við erum ekki búin að gleyma ykkur,“ sagði forsætisráðherrann svo á herbresku. Forsætisráðherrann sagði ennfremur að Ísraelar hafi „tekið stjórn“ á farsímum fólks á Gasa til að varpa orðum forsætisráðherrans áfram til fólks á Gasa. Hann hélt svo áfram og gagnrýndi alla þá sem hafi viðurkennt sjálfstætt ríki Palestínu, meðal annars Bretland, Frakkland, Kanada og Ástralíu. AP Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðanna hafa um 65 þúsund manns látið lífið í stríðsrekstri Ísraela á Gasa og þar af 20 þúsund börn frá hryðjuverkaárás Hamas 7. október 2023.
Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira