Körfubolti

Bein út­sending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur

Sindri Sverrisson skrifar
Stjarnan og Haukar urðu Íslandsmeistarar á síðustu leiktíð en það hafa orðið ýmsar breytingar á liðunum í sumar.
Stjarnan og Haukar urðu Íslandsmeistarar á síðustu leiktíð en það hafa orðið ýmsar breytingar á liðunum í sumar. Samsett/Hulda Margrét

Kynningarfundur Bónus-deild karla og kvenna í körfubolta er í beinni útsendingu á Vísi nú í hádeginu. Þar verða birtar spár um það hvernig mótið mun fara í ár.

Haukar og Stjarnan eru ríkjandi Íslandsmeistarar kvenna og karla eftir stórkostlega úrslitakeppni í vor en nú er nýtt tímabil að hefjast. Meistarakeppni KKÍ er um helgina, í beinni útsendingu á sportrásum Sýnar, og svo hefst fyrsta umferð kvenna á þriðjudaginn og fyrsta umferð karla á fimmtudaginn. Allir leikir í deildunum verða sýndir á sportrásum Sýnar.

Á fundinum í dag verður kynnt spá þjálfara, fyrirliða og formanna í Bónus-deildunum og 1. deildum en einnig spá fjölmiðla í Bónus-deildunum.

Hér að neðan verður bein útsending frá fundinum sem áætlað er að hefjist klukkan 12:30. Spilarinn birtist tíu mínútum áður og þarf þá að endurhlaða síðunni (F5).

Hitað verður rækilega upp fyrir Bónus-deild kvenna í Körfuboltakvöldi á Sýn Sport Ísland í kvöld klukkan 20, með nýjum stjórnanda, og Stefán Árni Pálsson verður svo með sína sérfræðinga í Körfuboltakvöldi karla á þriðjudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×