„Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. september 2025 11:33 Ingi mun lýsa Ryder-bikarnum um helgina á Sýn Sport. Ryderbikarinn hefst í dag á Bethpage vellinum í Farmingdale en þar keppir úrvalslið Evrópu á móti úrvalsliði Bandaríkjanna. Ákveðið mörg sæti í hvoru liði eru tekin frá fyrir leikmenn sem efstir eru á stigalistum en þjálfarar liðanna geta síðan valið sex leikmenn hvor til að fylla öll pláss í hópnum. Fyrirkomulagið er holukeppni. Í dag eru fjórar viðureignir í fjórmenningi og fjórar í betri bolta. Það endurtekur sig síðan á laugardeginum. En á lokadeginum eru tólf viðureignir í tvímenningi. „Þetta mót er bara veisla fyrir alla golfáhugamenn og þetta er sú keppni sem allir golfáhugamenn elska að horfa á og hlakka til á tveggja ára fresti,“ segir Ingi Rúnar Gíslason golflýsandi Sýnar. „Það sem ég er spenntastur að sjá er hvernig bandaríska liðið á eftir að koma undirbúið til leiks. Evrópa hefur verið meira lið í gegnum tíðina heldur en það bandaríska.“ Luke Donald, fyrirliði evrópska liðsins, skaut á bandaríska liðið á opnunarhátíð Ryder-bikarsins í vikunni. Talsvert hefur verið rætt um launin sem Bandaríkjamenn fá fyrir að keppa í Ryder-bikarnum. „Þetta eru í raun bara svona mindgames og Evrópumennirnir eru stoltir af því að taka engar greiðslur fyrir þetta, þó þeir fái samt sem áður einhverjar greiðslur. Þeir segjast vera spila fyrir stoltið.“ Ingi segir að Bethpage völlurinn í Farmingdale sé einfaldlega stórkostlegur. „Þetta er einn af erfiðari völlum Bandaríkjanna. Hann er að vísu gerður frekar léttur fyrir þessa keppni því við viljum sjá þessa kylfinga vera taka meiri sénsa. Við eigum eftir að sjá völlinn mun styttri og með minni karga heldur en þekkist.“ Ryder-bikarinn Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ákveðið mörg sæti í hvoru liði eru tekin frá fyrir leikmenn sem efstir eru á stigalistum en þjálfarar liðanna geta síðan valið sex leikmenn hvor til að fylla öll pláss í hópnum. Fyrirkomulagið er holukeppni. Í dag eru fjórar viðureignir í fjórmenningi og fjórar í betri bolta. Það endurtekur sig síðan á laugardeginum. En á lokadeginum eru tólf viðureignir í tvímenningi. „Þetta mót er bara veisla fyrir alla golfáhugamenn og þetta er sú keppni sem allir golfáhugamenn elska að horfa á og hlakka til á tveggja ára fresti,“ segir Ingi Rúnar Gíslason golflýsandi Sýnar. „Það sem ég er spenntastur að sjá er hvernig bandaríska liðið á eftir að koma undirbúið til leiks. Evrópa hefur verið meira lið í gegnum tíðina heldur en það bandaríska.“ Luke Donald, fyrirliði evrópska liðsins, skaut á bandaríska liðið á opnunarhátíð Ryder-bikarsins í vikunni. Talsvert hefur verið rætt um launin sem Bandaríkjamenn fá fyrir að keppa í Ryder-bikarnum. „Þetta eru í raun bara svona mindgames og Evrópumennirnir eru stoltir af því að taka engar greiðslur fyrir þetta, þó þeir fái samt sem áður einhverjar greiðslur. Þeir segjast vera spila fyrir stoltið.“ Ingi segir að Bethpage völlurinn í Farmingdale sé einfaldlega stórkostlegur. „Þetta er einn af erfiðari völlum Bandaríkjanna. Hann er að vísu gerður frekar léttur fyrir þessa keppni því við viljum sjá þessa kylfinga vera taka meiri sénsa. Við eigum eftir að sjá völlinn mun styttri og með minni karga heldur en þekkist.“
Ryder-bikarinn Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira