Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. september 2025 19:35 Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur segir greinilegt bakslag í mannréttindabaráttu hér. Hún segir umræðu um hvort kynin séu ekki bara tvö dæmi um hundaflaut sem ali á andúð. Vísir Ástæða er til þess að hafa miklar áhyggjur af bakslagi í allri mannréttindabaráttu að mati kynjafræðings. Það eigi sér helst stað í svokölluðu hundaflauti sem eigi að ná til þeirra sem nærist á ótta og fordómum. Hart hefur verið tekist á um um réttindi transfólks og fleiri jaðarsettra hópa síðustu vikur á ýmsum stöðum í samfélaginu eftir umdeilt viðtal við Snorra Másson þingmann Miðflokksins í Kastljósi á RÚV um málefni transfólks. Tilefnið þar var að velta fyrir sér hvort bakslag hefði orðið í réttindbaráttu transfólks. Noti hundaflaut til að ala á fordómunum Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Hún hefur vakið athygli á málinu á samfélagsmiðlum og er sannfærð um að bakslag hafi orðið í mannréttindabaráttu hér á landi. „Við sjáum að bakslagið sem hefur átt sér stað út í heimi er komið að fullum krafti til Íslands. Uppgangur haturs gagnvart minnihlutahópum á sér nú stað í formi sem kallast hundaflaut. Það felur í sér að fólk með vald og rödd í samfélaginu leyfir sér að tala þannig að andúð eykst gagnvart jaðarsettu fólki án þess að hægt sé að saka viðkomandi um hreinan rasisma, fötlunarfordóma eða hræðslu við hinsegin fólk,“ segir Sóley. Aðspurð um hvort hún telji að Snorri Másson þingmaður Miðflokkson hafi gerst sekur um hundaflaut í Kastljósi á dögunum þegar hann ræddi um málefni transfólks svarar Sóley að fólk verði sjálft að dæma um það. Hún nefnir hins vegar nokkur einkenni hundaflauts. „Í hundaflauti segir fólk næginlega skýrt að það sé á móti þessum tilteknu hópum en samt nægjanlega óskýrt til að ekki sé hægt að saka það um að vera andsnúið þeim. Raunverulegt hundaflaut virkar þannig að hundar heyra það en ekki menn, það sama á við um pólitískt hundaflaut. Það nær til fólks sem býr yfir einhvers konar fordómum eða ótta og elur á andúðinni gagnvart jaðarsettu fólki. Það eykur þannig á hatursorðræðu, hættulega hatursorðræðu bæði á samfélagsmiðlum og jafnvel í fjölmiðlum, þannig hefur t.d. athugasemdakerfi sumra fjölmiðla logað síðustu vikur. Ein aðferðin við að stunda hundaflaut er að spyrja spurninga í ákveðnum tilgangi. Þetta geta verið spurningar eins og: Eru til fleiri en tvö kyn? Á að vera jafnréttisfræðsla í grunnskólum? Þetta eru spurningar þar sem fólk leyfir sér að spyrja til að ala á andúð gagnvart jaðarsettum hópum,“ segir Sóley. „Gríðarlega hættulegt ástand“ Hún segir að þetta valdi jaðarsettufólki óöryggi, ótta og talsverðri vanlíðan. Þá sé greinilegt að hatursglæpum hafi fjölgað á síðustu árum. Samkvæmt skráningu Samtakanna’78 eru hatursglæpir eða alvarleg atvik nú þegar orðin 20 á þessu ári. Þau voru 27 allt árið í fyrra og 58 árið þar á undan. Sóley segir þetta grafalvarlegt. „Þetta er gríðarlega hættulegt ástand, auðvitað fyrst og fremst fyrir jaðarsett fólk. Þetta hefur líka áhrif á ástandið í heiminum þar sem víða eru samfélög í stríði eða á barmi styrjalda,“ segir Sóley að lokum. Í kvöldfréttum Sýnar kom fram að Sóley hefði gert þættina Hatur á Rúv, það er ekki rétt. Hún var viðmælandi í þáttunum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Jafnréttismál Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Hart hefur verið tekist á um um réttindi transfólks og fleiri jaðarsettra hópa síðustu vikur á ýmsum stöðum í samfélaginu eftir umdeilt viðtal við Snorra Másson þingmann Miðflokksins í Kastljósi á RÚV um málefni transfólks. Tilefnið þar var að velta fyrir sér hvort bakslag hefði orðið í réttindbaráttu transfólks. Noti hundaflaut til að ala á fordómunum Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Hún hefur vakið athygli á málinu á samfélagsmiðlum og er sannfærð um að bakslag hafi orðið í mannréttindabaráttu hér á landi. „Við sjáum að bakslagið sem hefur átt sér stað út í heimi er komið að fullum krafti til Íslands. Uppgangur haturs gagnvart minnihlutahópum á sér nú stað í formi sem kallast hundaflaut. Það felur í sér að fólk með vald og rödd í samfélaginu leyfir sér að tala þannig að andúð eykst gagnvart jaðarsettu fólki án þess að hægt sé að saka viðkomandi um hreinan rasisma, fötlunarfordóma eða hræðslu við hinsegin fólk,“ segir Sóley. Aðspurð um hvort hún telji að Snorri Másson þingmaður Miðflokkson hafi gerst sekur um hundaflaut í Kastljósi á dögunum þegar hann ræddi um málefni transfólks svarar Sóley að fólk verði sjálft að dæma um það. Hún nefnir hins vegar nokkur einkenni hundaflauts. „Í hundaflauti segir fólk næginlega skýrt að það sé á móti þessum tilteknu hópum en samt nægjanlega óskýrt til að ekki sé hægt að saka það um að vera andsnúið þeim. Raunverulegt hundaflaut virkar þannig að hundar heyra það en ekki menn, það sama á við um pólitískt hundaflaut. Það nær til fólks sem býr yfir einhvers konar fordómum eða ótta og elur á andúðinni gagnvart jaðarsettu fólki. Það eykur þannig á hatursorðræðu, hættulega hatursorðræðu bæði á samfélagsmiðlum og jafnvel í fjölmiðlum, þannig hefur t.d. athugasemdakerfi sumra fjölmiðla logað síðustu vikur. Ein aðferðin við að stunda hundaflaut er að spyrja spurninga í ákveðnum tilgangi. Þetta geta verið spurningar eins og: Eru til fleiri en tvö kyn? Á að vera jafnréttisfræðsla í grunnskólum? Þetta eru spurningar þar sem fólk leyfir sér að spyrja til að ala á andúð gagnvart jaðarsettum hópum,“ segir Sóley. „Gríðarlega hættulegt ástand“ Hún segir að þetta valdi jaðarsettufólki óöryggi, ótta og talsverðri vanlíðan. Þá sé greinilegt að hatursglæpum hafi fjölgað á síðustu árum. Samkvæmt skráningu Samtakanna’78 eru hatursglæpir eða alvarleg atvik nú þegar orðin 20 á þessu ári. Þau voru 27 allt árið í fyrra og 58 árið þar á undan. Sóley segir þetta grafalvarlegt. „Þetta er gríðarlega hættulegt ástand, auðvitað fyrst og fremst fyrir jaðarsett fólk. Þetta hefur líka áhrif á ástandið í heiminum þar sem víða eru samfélög í stríði eða á barmi styrjalda,“ segir Sóley að lokum. Í kvöldfréttum Sýnar kom fram að Sóley hefði gert þættina Hatur á Rúv, það er ekki rétt. Hún var viðmælandi í þáttunum. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Jafnréttismál Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira