Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. september 2025 13:31 Berta Sigríðardóttir er orðin þreytt að ástandi tilhugalífsins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm/Facebook Berta Sigríðardóttir lýsir raunum sínum af því að vera 27 ára einhleyp kona í Reykjavík í pistli í Morgunblaðinu í dag. Hún segir tilhugalífið minna á lélegt bókunarkerfi og að miðbærinn breytist í útsölumarkað fyrir lokun. „Sem 27 ára einhleyp kona er ég orðin eins og sjaldgæf fuglategund á Íslandi – tegund í bráðri útrýmingarhættu. Ég er gæs sem gleymdi að fljúga suður og þarf að lifa veturinn af í myrkum kulda skammdegisins,“ skrifar Berta í pistlinum. „Ég sækist ekki endilega eftir sambandi, en fer oft út í tilhugalífið með opinn hug. Það sem ætti að vera staðalbúnaður í samskiptum – tilfinningagreind og heiðarleiki – virðist hins vegar vera lúxusvara sem fæst hvergi. Ég hélt einhvern veginn að fullorðið fólk gæti átt hreinskilin samskipti, en í raun eru flest orð bara uppfylling í biðtíma kynlífsins,“ skrifar hún. „Þetta er allt sama súpan“ Tilhugalífið minni á lélegt bókunarkerfi og tekur Berta dæmi: „Hæ, ertu laus í kvöld? Eða annað kvöld? Heima hjá mér? 22.00?“ „Hook-up“-menningin sé feðraveldið að afsaka sig með því að bóka sér tíma hjá hjásvæfunni undir forsendum ástarinnar. „Tinder, Smitten eða Noona? Þetta er allt sama súpan,“ skrifar hún. „Stefnumótaforrit spyrja: „Að hverju ertu að leita?“ Enginn svarar heiðarlega. Hvaða gagnkynhneigði maður er á Tinder að leita sér að vinkonu? Enginn,“ skrifar Berta. „Og þessir 35 ára gaurar sem skrifa „still figuring it out“ – elsku vinur, ef þú hefur ekki fundið út hvað þú vilt núna, þá ættirðu bara að gefast upp. Rangar forsendur eru rót óhreinskilninnar sem einkenna allt stefnumótalífið,“ skrifar hún um karlpeninginn. Útsölumarkaður, tímabundinn ávinningur og smáskömm Næst beinir Berta sjónum sínum að miðbænum. „Milli 3.30 og 4.30 breytist hann í útsölumarkað. Kaffibarnum er lokað, leigubílarnir flykkjast að, og allir eru að leita að æti. Þar er enginn að finna ástina – aðeins tímabundinn ávinning og smáskömm daginn eftir,“ skrifar hún um miðbæinn. „Og svo eru draugarnir. Ekki myndlíking – heldur alvörudraugar. Þeir sem dóu í Instagram-skilaboðum eftir fyrsta stefnumót, en birtast svo sprelllifandi við barinn á Röntgen með vodka RedBull, um miðja laugardagsnótt, eins og ekkert hafi í skorist. Tilhugalífið eins og veiðferð á fjöllum „Jæja, hvenær ætlarðu að fara á fast?“ spyrji fólk hana í hverju einasta boði og barnaafmæli. Uppástungurnar komi jafnt og þétt frá fólki sem hefur ekki verið einhleypt síðan á síðustu öld og talar eins og tilhugalífið sé veiðiferð á fjöllum: „Farðu varlega þegar kemur að því að skjóta tarf, þeir eiga það til að leggja á flótta um leið og hleypt er af.“ Amma hennar skilji ekki af hverju hún sé enn einhleyp, svona sæt og flott. Hún skilur það ekki sjálf. „En svona er þetta samt – ekki allir með sama smekkinn. Það virðist meira að segja vera ansi þröngur markaður fyrir „sæta og flotta stelpu“ með húmor sem veit hvað hún vill,“ skrifar hún og bætir við að lokum: „Nei, veistu, elsku lesandi – ekki reyna við mig nema þú vitir hvað því fylgir.“ Hægt er að lesa pistil Bertu í Morgunblaðinu í dag, ef maður er áskrifandi. Reykjavík Næturlíf Ástin og lífið Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
„Sem 27 ára einhleyp kona er ég orðin eins og sjaldgæf fuglategund á Íslandi – tegund í bráðri útrýmingarhættu. Ég er gæs sem gleymdi að fljúga suður og þarf að lifa veturinn af í myrkum kulda skammdegisins,“ skrifar Berta í pistlinum. „Ég sækist ekki endilega eftir sambandi, en fer oft út í tilhugalífið með opinn hug. Það sem ætti að vera staðalbúnaður í samskiptum – tilfinningagreind og heiðarleiki – virðist hins vegar vera lúxusvara sem fæst hvergi. Ég hélt einhvern veginn að fullorðið fólk gæti átt hreinskilin samskipti, en í raun eru flest orð bara uppfylling í biðtíma kynlífsins,“ skrifar hún. „Þetta er allt sama súpan“ Tilhugalífið minni á lélegt bókunarkerfi og tekur Berta dæmi: „Hæ, ertu laus í kvöld? Eða annað kvöld? Heima hjá mér? 22.00?“ „Hook-up“-menningin sé feðraveldið að afsaka sig með því að bóka sér tíma hjá hjásvæfunni undir forsendum ástarinnar. „Tinder, Smitten eða Noona? Þetta er allt sama súpan,“ skrifar hún. „Stefnumótaforrit spyrja: „Að hverju ertu að leita?“ Enginn svarar heiðarlega. Hvaða gagnkynhneigði maður er á Tinder að leita sér að vinkonu? Enginn,“ skrifar Berta. „Og þessir 35 ára gaurar sem skrifa „still figuring it out“ – elsku vinur, ef þú hefur ekki fundið út hvað þú vilt núna, þá ættirðu bara að gefast upp. Rangar forsendur eru rót óhreinskilninnar sem einkenna allt stefnumótalífið,“ skrifar hún um karlpeninginn. Útsölumarkaður, tímabundinn ávinningur og smáskömm Næst beinir Berta sjónum sínum að miðbænum. „Milli 3.30 og 4.30 breytist hann í útsölumarkað. Kaffibarnum er lokað, leigubílarnir flykkjast að, og allir eru að leita að æti. Þar er enginn að finna ástina – aðeins tímabundinn ávinning og smáskömm daginn eftir,“ skrifar hún um miðbæinn. „Og svo eru draugarnir. Ekki myndlíking – heldur alvörudraugar. Þeir sem dóu í Instagram-skilaboðum eftir fyrsta stefnumót, en birtast svo sprelllifandi við barinn á Röntgen með vodka RedBull, um miðja laugardagsnótt, eins og ekkert hafi í skorist. Tilhugalífið eins og veiðferð á fjöllum „Jæja, hvenær ætlarðu að fara á fast?“ spyrji fólk hana í hverju einasta boði og barnaafmæli. Uppástungurnar komi jafnt og þétt frá fólki sem hefur ekki verið einhleypt síðan á síðustu öld og talar eins og tilhugalífið sé veiðiferð á fjöllum: „Farðu varlega þegar kemur að því að skjóta tarf, þeir eiga það til að leggja á flótta um leið og hleypt er af.“ Amma hennar skilji ekki af hverju hún sé enn einhleyp, svona sæt og flott. Hún skilur það ekki sjálf. „En svona er þetta samt – ekki allir með sama smekkinn. Það virðist meira að segja vera ansi þröngur markaður fyrir „sæta og flotta stelpu“ með húmor sem veit hvað hún vill,“ skrifar hún og bætir við að lokum: „Nei, veistu, elsku lesandi – ekki reyna við mig nema þú vitir hvað því fylgir.“ Hægt er að lesa pistil Bertu í Morgunblaðinu í dag, ef maður er áskrifandi.
Reykjavík Næturlíf Ástin og lífið Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira