Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 24. september 2025 17:01 Í aldaraðir hafa hampur og kannabis verið hluti af lífi mannsins – notað meðal annars til lækninga, næringar, textílframleiðslu og í byggingariðnaði. Þessi planta hefur þjónað okkur í gegnum aldirnar en á Íslandi er umræða um enn hana sveipuð fáfræði og fordómum. Við erum langt á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að því að viðurkenna lækningamátt kannabis. Í mörgum löndum er lækningakannabis notað á ábyrgan hátt til að lina sársauka, vinna gegn ógleði og bæta lífsgæði fólks sem glímir við erfið veikindi og einkenni. Ég lærði og sá hvernig plantan líknaði þegar hefðbundin úrræði dugðu skammt. Kannabis var það eina sem sló á ógleði og vanlíðan af völdum krabbameinsmeðferða í tilfelli Stefáns Karls heitins og ótal krabbameinssjúklingar á Íslandi hafa sömu sögu að segja. Þetta eru ekki sögur úr fjarlægum heimi heldur raunveruleg reynsla fólks hér á landi sem er að nota kannabis með frábærum árangri við allskyns kvillum. Lyklarnir í líkamanum Við vitum líka nú að líkaminn sjálfur býr yfir endókannabíóðakerfi. Þetta innbyggða kerfi er ekki tilviljun heldur hluti af starfsemi allra spendýra. Það er eins og líkaminn sé með lykil að plöntunni, og spurningin er einföld: viljum við læra að nýta þennan lykil af ábyrgð og þekkingu, eða halda áfram að loka augunum fyrir því sem vísindin sýna? Umræðan hér á landi hefur lengi verið föst í gamaldags hugmyndum um að allt sem tengist kannabis sé neysla eða flótti. En það er kominn tími til að breyta orðræðunni. Kannabis getur verið kennari, jafnvægisgjafi og heilari. Það er verkefni okkar að nálgast plöntuna af umhyggju og forvitni í stað hræðslu og fordóma. Það er ljóst að við þurfum að ræða málin opinskátt – ekki aðeins í lagalegu eða stjórnmálalegu samhengi heldur líka útfrá þeim einstaklingunum sem þurfa á plöntunni að halda og verða að öðlast frelsi til að velja eigin lækningaleiðir án þess að eiga það á hættu að vera sakfellt fyrir sjálfsbjörgina í afturhaldssömu lagaumhverfi. Í byrjun október verður haldin ráðstefna í Reykjavík, Hemp4Future, þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar ræða allt sem viðkemur iðnaðarhampi og lækningakannabis. Ráðstefnan er öllum opin enda er hún mikilvægt skref í átt að upplýstri umræðu um hvernig við sem samfélag getum nálgast hamp og kannabis á vitiborinn hátt – án skuggans sem hingað til hefur hvílt yfir plöntunni á Íslandi. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Í aldaraðir hafa hampur og kannabis verið hluti af lífi mannsins – notað meðal annars til lækninga, næringar, textílframleiðslu og í byggingariðnaði. Þessi planta hefur þjónað okkur í gegnum aldirnar en á Íslandi er umræða um enn hana sveipuð fáfræði og fordómum. Við erum langt á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að því að viðurkenna lækningamátt kannabis. Í mörgum löndum er lækningakannabis notað á ábyrgan hátt til að lina sársauka, vinna gegn ógleði og bæta lífsgæði fólks sem glímir við erfið veikindi og einkenni. Ég lærði og sá hvernig plantan líknaði þegar hefðbundin úrræði dugðu skammt. Kannabis var það eina sem sló á ógleði og vanlíðan af völdum krabbameinsmeðferða í tilfelli Stefáns Karls heitins og ótal krabbameinssjúklingar á Íslandi hafa sömu sögu að segja. Þetta eru ekki sögur úr fjarlægum heimi heldur raunveruleg reynsla fólks hér á landi sem er að nota kannabis með frábærum árangri við allskyns kvillum. Lyklarnir í líkamanum Við vitum líka nú að líkaminn sjálfur býr yfir endókannabíóðakerfi. Þetta innbyggða kerfi er ekki tilviljun heldur hluti af starfsemi allra spendýra. Það er eins og líkaminn sé með lykil að plöntunni, og spurningin er einföld: viljum við læra að nýta þennan lykil af ábyrgð og þekkingu, eða halda áfram að loka augunum fyrir því sem vísindin sýna? Umræðan hér á landi hefur lengi verið föst í gamaldags hugmyndum um að allt sem tengist kannabis sé neysla eða flótti. En það er kominn tími til að breyta orðræðunni. Kannabis getur verið kennari, jafnvægisgjafi og heilari. Það er verkefni okkar að nálgast plöntuna af umhyggju og forvitni í stað hræðslu og fordóma. Það er ljóst að við þurfum að ræða málin opinskátt – ekki aðeins í lagalegu eða stjórnmálalegu samhengi heldur líka útfrá þeim einstaklingunum sem þurfa á plöntunni að halda og verða að öðlast frelsi til að velja eigin lækningaleiðir án þess að eiga það á hættu að vera sakfellt fyrir sjálfsbjörgina í afturhaldssömu lagaumhverfi. Í byrjun október verður haldin ráðstefna í Reykjavík, Hemp4Future, þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar ræða allt sem viðkemur iðnaðarhampi og lækningakannabis. Ráðstefnan er öllum opin enda er hún mikilvægt skref í átt að upplýstri umræðu um hvernig við sem samfélag getum nálgast hamp og kannabis á vitiborinn hátt – án skuggans sem hingað til hefur hvílt yfir plöntunni á Íslandi. Höfundur er leikkona.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun