Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2025 08:57 Ef satt reynist voru leikmenn Fredericia komnir með nóg af kröfum Guðmundar Guðmundssonar. EPA/GEORGI LICOVSKI Það kom til greina hjá forráðamönnum danska handknattleiksfélagsins Fredericia að reka Guðmund Guðmundsson strax í sumar og leikmenn liðsins kvörtuðu undan starfsháttum hans, samkvæmt frétt danska handboltamiðilsins hbold.dk. Þrátt fyrir þann frábæra árangur sem Fredericia hefur náð síðustu ár, undir stjórn Guðmundar, var honum sagt upp á mánudaginn. Liðið hafði þá tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og alls níu af síðustu tíu leikjum ef horft er einnig til síðustu leiktíðar. Samkvæmt frétt hbold.dk var rætt um að láta Guðmund fara í sumar en ákveðið að gefa honum tækifæri á nýju tímabili. Hins vegar segir miðillinn að samkvæmt sínum upplýsingum hafi leikmenn verið orðnir óánægðir og viljað losna við Guðmund, þrátt fyrir að hann hafi til að mynda komið liðinu í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Miðillinn segir leikmenn raunar hafa verið óánægða með aðferðir þjálfarans og samskipti við hann um langa hríð. Tónninn hafi ekki alltaf verið blíður í klefanum. Þó að árangurinn hafi verið góður og Fredericia þakki Guðmundi fyrir að hafa komið liðinu aftur í fremstu röð þá hafi þolinmæði manna á endanum verið á þrotum. Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV 2, hefur einnig rætt um það að Guðmundur sé afar kröfuharður þjálfari og að þegar leikmenn gangi ekki í takti við þær kröfur sé lítið hægt að gera. „Við skulum ekki gleyma að hann náði stórum úrslitum og endaði í 3. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, sem kom liðinu í Evrópudeildina. Svo það er margt sem hefur heppnast en Guðmundur Guðmundsson er mjög kröfuharður þjálfari, það þarf sterkan vilja og löngun til að vinna fyrir hann. Og þegar það slokknar aðeins þá breytist hópurinn aðeins og þá er þetta ekki hópurinn hans Guðmundar Guðmundssonar. Þess vegna skil ég vel að Fredericia hafi valið aðra lausn,“ sagði Nyegaard. Jesper Houmark og Michael Wollesen, sem voru aðstoðarmenn Guðmundar, munu stýra Fredericia út tímabilið. Danski handboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira
Þrátt fyrir þann frábæra árangur sem Fredericia hefur náð síðustu ár, undir stjórn Guðmundar, var honum sagt upp á mánudaginn. Liðið hafði þá tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins og alls níu af síðustu tíu leikjum ef horft er einnig til síðustu leiktíðar. Samkvæmt frétt hbold.dk var rætt um að láta Guðmund fara í sumar en ákveðið að gefa honum tækifæri á nýju tímabili. Hins vegar segir miðillinn að samkvæmt sínum upplýsingum hafi leikmenn verið orðnir óánægðir og viljað losna við Guðmund, þrátt fyrir að hann hafi til að mynda komið liðinu í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Miðillinn segir leikmenn raunar hafa verið óánægða með aðferðir þjálfarans og samskipti við hann um langa hríð. Tónninn hafi ekki alltaf verið blíður í klefanum. Þó að árangurinn hafi verið góður og Fredericia þakki Guðmundi fyrir að hafa komið liðinu aftur í fremstu röð þá hafi þolinmæði manna á endanum verið á þrotum. Bent Nyegaard, handboltasérfræðingur TV 2, hefur einnig rætt um það að Guðmundur sé afar kröfuharður þjálfari og að þegar leikmenn gangi ekki í takti við þær kröfur sé lítið hægt að gera. „Við skulum ekki gleyma að hann náði stórum úrslitum og endaði í 3. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, sem kom liðinu í Evrópudeildina. Svo það er margt sem hefur heppnast en Guðmundur Guðmundsson er mjög kröfuharður þjálfari, það þarf sterkan vilja og löngun til að vinna fyrir hann. Og þegar það slokknar aðeins þá breytist hópurinn aðeins og þá er þetta ekki hópurinn hans Guðmundar Guðmundssonar. Þess vegna skil ég vel að Fredericia hafi valið aðra lausn,“ sagði Nyegaard. Jesper Houmark og Michael Wollesen, sem voru aðstoðarmenn Guðmundar, munu stýra Fredericia út tímabilið.
Danski handboltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Fótbolti Fleiri fréttir Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Sjá meira