„Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2025 07:03 Guðjón Ingi Sigurðsson fékk góðan stuðning frá fjölskyldunni í Heiðmörk. SPORTMYNDIR/GUMMI STÓRI „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. Í bakgarðshlaupi þurfa keppendur að fara 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma og voru þau Guðjón og Þórdís Ólöf Jónsdóttir ein eftir í gærkvöld. Þau hlupu áfram til klukkan þrjú í nótt en þá hætti Þórdís á meðan að Guðjón kláraði einn síðasta hringinn, gjörsamlega að grillast eins og hann orðaði það sjálfur strax eftir hlaup: „Bæði að vera einn og ætla eitthvað að keyra á þetta líka. Fæturnir segja bara stopp við ákveðnum hraða. En þetta var frábær keppni. Þórdís gerði þessa keppni. Það fer enginn lengra en sá sem fer næstlengst. Þetta var bara ákvörðun hjá henni, hún var ekkert búin. Hún bara náði sínu „personal best“ og var södd,“ sagði Guðjón við Garp Elísabetarson í endamarkinu. Viðtalið má sjá hér að neðan. Garpur benti á að Guðjón hefði verið veikur í aðdraganda hlaupsins og að það hefði verið tvísýnt hvort hann yrði yfirhöfuð með. Guðjón samsinnti því: „Ég ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring, en þá þurfti ég virkilega að skoða hvort ég vildi halda áfram,“ sagði Guðjón og vildi ekki fara neitt nánar út í það. Þegar leið á keppnina fór hann hins vegar að finna að hann gæti vel unnið og svo merkilega vill til að sigurinn vannst á afmælisdegi bróður Guðjóns, sem er látinn: „Þegar það voru sex eftir fór mér að líða rosalega vel. Varð allur mjúkur og öndunin orðin góð. Mig langaði að hlaupa fram yfir miðnætti í dag, á afmælisdegi bróður míns heitins. Það tókst, og þarna er nafni hans,“ sagði Guðjón kátur og fékk þá son sinn í fangið til sín en fjölskylda hans var honum til halds og trausts enda bráðnauðsynlegt að hafa gott teymi á bakvið sig í svona keppni: „Ómetanlegur stuðningur. Almar vinur minn var líka með mér hérna í fyrrinótt, ekki bara náinn vinur minn heldur besti vinur Kidda bróður líka,“ sagði Guðjón en viðtalið má sjá hér að ofan. Bakgarðshlaup Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Í bakgarðshlaupi þurfa keppendur að fara 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma og voru þau Guðjón og Þórdís Ólöf Jónsdóttir ein eftir í gærkvöld. Þau hlupu áfram til klukkan þrjú í nótt en þá hætti Þórdís á meðan að Guðjón kláraði einn síðasta hringinn, gjörsamlega að grillast eins og hann orðaði það sjálfur strax eftir hlaup: „Bæði að vera einn og ætla eitthvað að keyra á þetta líka. Fæturnir segja bara stopp við ákveðnum hraða. En þetta var frábær keppni. Þórdís gerði þessa keppni. Það fer enginn lengra en sá sem fer næstlengst. Þetta var bara ákvörðun hjá henni, hún var ekkert búin. Hún bara náði sínu „personal best“ og var södd,“ sagði Guðjón við Garp Elísabetarson í endamarkinu. Viðtalið má sjá hér að neðan. Garpur benti á að Guðjón hefði verið veikur í aðdraganda hlaupsins og að það hefði verið tvísýnt hvort hann yrði yfirhöfuð með. Guðjón samsinnti því: „Ég ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring, en þá þurfti ég virkilega að skoða hvort ég vildi halda áfram,“ sagði Guðjón og vildi ekki fara neitt nánar út í það. Þegar leið á keppnina fór hann hins vegar að finna að hann gæti vel unnið og svo merkilega vill til að sigurinn vannst á afmælisdegi bróður Guðjóns, sem er látinn: „Þegar það voru sex eftir fór mér að líða rosalega vel. Varð allur mjúkur og öndunin orðin góð. Mig langaði að hlaupa fram yfir miðnætti í dag, á afmælisdegi bróður míns heitins. Það tókst, og þarna er nafni hans,“ sagði Guðjón kátur og fékk þá son sinn í fangið til sín en fjölskylda hans var honum til halds og trausts enda bráðnauðsynlegt að hafa gott teymi á bakvið sig í svona keppni: „Ómetanlegur stuðningur. Almar vinur minn var líka með mér hérna í fyrrinótt, ekki bara náinn vinur minn heldur besti vinur Kidda bróður líka,“ sagði Guðjón en viðtalið má sjá hér að ofan.
Bakgarðshlaup Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira