„Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 21. september 2025 17:41 Haraldur Guðmundsson þjálfari Keflavíkur Víkurfréttir Það verður Keflavík sem leikur til úrslita um laust sæti í Bestu deild karla næstu helgi eftir frábæra endurkomu í einvígi sínu gegn nágrönnum sínum í Njarðvík. Eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1-2 á heimavelli snéru Keflvíkingar taflinu við í Njarðvík með frábærum 0-3 sigri og höfðu betur 4-2 samanlagt. „Frábær tilfinning að vera búnir að klára þetta og komast í úrslit“ sagði Haraldur Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag. „Leikurinn sem slíkur eða þessi seinni hálfleikur í einvíginu var nokkuð jafnt svona framan af og svo getum við sagt að mörk breyti leikjum og við skorum glæsilegt mark 0-1 og þá er þetta orðin jöfn staða“ „Það fylgja svo tvö önnur góð í kjölfarið. Við skoruðum svo eitt rangstöðumark sem var dæmt af okkur þannig ég held að svona á heildina litið sé þetta bara verðskuldaður sigur“ Eftir að Keflavík skoraði fyrsta markið mátti finna mikinn kraft með Keflvíkingum á meðan Njarðvíkingar urðu svolítið litlir í sér. „Já það var það. Þetta er kannski stærsti leikur sem að Njarðvík hefur spilað í sinni sögu og það er ákveðin pressa sem fylgir því og við vissum það að ef við myndum setja á þá mark þá myndi geta komið smá 'panic' hjá þeim“ „Menn voru svo bara gíraðir og mér fannst í fyrri leiknum við líka vera mjög vel stemmdir. Við fáum á okkur þar klaufamark, víti og okkur fannst þetta vera svolítið á móti okkur en mér fannst menn mæta hérna úti með kassann í dag og voru stórir. Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ Keflavík mætir HK í úrslitum um laust sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili en HK hefur skellt Keflavík í báðum leikjum þessara liða í sumar. „Það er rétt, við höfum tapað báðum leikjunum nokkuð stórt á móti HK en þetta verður bara verðugt verkefni. Við erum komnir í úrslitaleik og það er kannski öðruvísi heldur en venjulegur leikur í deildinni þannig spennustigið er töluvert hærra og mikið undir þannig við þurfum núna bara fyrst og fremst í vikunni að ná endurheimt og æfa vel. Setjumst svo kannski aðeins yfir HK og hvernig við ætlum að mæta þeim“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur. Keflavík ÍF Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann fær að hýsa Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira
„Frábær tilfinning að vera búnir að klára þetta og komast í úrslit“ sagði Haraldur Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag. „Leikurinn sem slíkur eða þessi seinni hálfleikur í einvíginu var nokkuð jafnt svona framan af og svo getum við sagt að mörk breyti leikjum og við skorum glæsilegt mark 0-1 og þá er þetta orðin jöfn staða“ „Það fylgja svo tvö önnur góð í kjölfarið. Við skoruðum svo eitt rangstöðumark sem var dæmt af okkur þannig ég held að svona á heildina litið sé þetta bara verðskuldaður sigur“ Eftir að Keflavík skoraði fyrsta markið mátti finna mikinn kraft með Keflvíkingum á meðan Njarðvíkingar urðu svolítið litlir í sér. „Já það var það. Þetta er kannski stærsti leikur sem að Njarðvík hefur spilað í sinni sögu og það er ákveðin pressa sem fylgir því og við vissum það að ef við myndum setja á þá mark þá myndi geta komið smá 'panic' hjá þeim“ „Menn voru svo bara gíraðir og mér fannst í fyrri leiknum við líka vera mjög vel stemmdir. Við fáum á okkur þar klaufamark, víti og okkur fannst þetta vera svolítið á móti okkur en mér fannst menn mæta hérna úti með kassann í dag og voru stórir. Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ Keflavík mætir HK í úrslitum um laust sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili en HK hefur skellt Keflavík í báðum leikjum þessara liða í sumar. „Það er rétt, við höfum tapað báðum leikjunum nokkuð stórt á móti HK en þetta verður bara verðugt verkefni. Við erum komnir í úrslitaleik og það er kannski öðruvísi heldur en venjulegur leikur í deildinni þannig spennustigið er töluvert hærra og mikið undir þannig við þurfum núna bara fyrst og fremst í vikunni að ná endurheimt og æfa vel. Setjumst svo kannski aðeins yfir HK og hvernig við ætlum að mæta þeim“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur.
Keflavík ÍF Fótbolti Lengjudeild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann fær að hýsa Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira