Fótbolti

Sjáðu þriðju marka­veislu Skaga­manna í röð

Siggeir Ævarsson skrifar
Úr leik ÍA og Vals fyrr í sumar
Úr leik ÍA og Vals fyrr í sumar Vísir/Pawel

Skagamenn virðast vera að finna taktinn á hárréttum tíma en liðið vann í gær sinn þriðja leik í röð þegar ÍA sótti Vestra heim. Lokatölur fyrir vestan 0-4 og hefur ÍA nú skorað tíu mörk í síðustu þremur leikjum.

Þetta var afar mikilvægur sigur fyrir Skagamenn í fallbaráttu Bestu deildarinnar en að sama skapi syrtir í álinn hjá Vestra en liðið hefur ekki náð sigri í síðustu fimm deildarleikjum og er að sogast hratt niður í fallbaráttuna.

Markaveisluna úr leiknum í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Vestri - ÍA 0-4

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×