Vill breyta nafni Viðreisnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. september 2025 11:41 Jón Gnarr er þingmaður Viðreisnar. VÍSIR/VILHELM Þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram tillögu um að breyta heiti flokksins á landsþingi. Hann telur nýja nafnið skerpa ímynd og skýra grunngildi flokksins um frelsi og lýðræði. Meðal tillagna um breytingar á samþykktum Viðreisnar fyrir landsþingið sem er um þessa helgi er tillaga Jóns Gnarr um breytingu á heiti flokksins. Í stað þess að flokkurinn heiti einungis Viðreisn leggur hann til að flokkurinn heiti „Viðreisn - Frjálsir Demókratar.“ „Markmið breytingartillögu þessarar er að gera grunngildi Viðreisnar um frelsi, frjálslyndi og lýðræði sýnileg almenningi með beinum hætti með því að setja orðin „frjálslyndi“ og hið alþjóðlega „Demókratar“ (sem þýðir lýðræðissinnar) við nafn flokksins,“ segir í tillögu Jóns. Þar segir einnig að hann telji mikilvægt í heimi þar sem sótt sé að frelsi og lýðræðishefð að gera Viðreisn að „enn skýrari áttavita.“ Landsþing Viðreisnar hófst í morgun og stendur yfir um helgina. Á dagskrá þingsins í dag er til að mynda ræða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Fleiri tillögur um breytingar á samþykktum hafa borist. Stjórn Viðreisnar leggur til að búa til nýtt embætti alþjóðafulltrúa innan flokksins sem til að mynda sinnir samskiptum við erlenda systurflokka. Norðausturráð flokksins leggur fram tillögu um að aðgengi að fundum skuli standa öllum félögum Viðreisnar til boða, óháð staðsetningu og búsetu. Þá leggja Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og fleiri til að reglur um kynjakvótann og fléttulistann verði lagðar niður til að tekið sé tillit til fleiri þátta en kyns, líkt og reynslu, hæfni og aldurs. Viðreisn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Sjá meira
Meðal tillagna um breytingar á samþykktum Viðreisnar fyrir landsþingið sem er um þessa helgi er tillaga Jóns Gnarr um breytingu á heiti flokksins. Í stað þess að flokkurinn heiti einungis Viðreisn leggur hann til að flokkurinn heiti „Viðreisn - Frjálsir Demókratar.“ „Markmið breytingartillögu þessarar er að gera grunngildi Viðreisnar um frelsi, frjálslyndi og lýðræði sýnileg almenningi með beinum hætti með því að setja orðin „frjálslyndi“ og hið alþjóðlega „Demókratar“ (sem þýðir lýðræðissinnar) við nafn flokksins,“ segir í tillögu Jóns. Þar segir einnig að hann telji mikilvægt í heimi þar sem sótt sé að frelsi og lýðræðishefð að gera Viðreisn að „enn skýrari áttavita.“ Landsþing Viðreisnar hófst í morgun og stendur yfir um helgina. Á dagskrá þingsins í dag er til að mynda ræða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Fleiri tillögur um breytingar á samþykktum hafa borist. Stjórn Viðreisnar leggur til að búa til nýtt embætti alþjóðafulltrúa innan flokksins sem til að mynda sinnir samskiptum við erlenda systurflokka. Norðausturráð flokksins leggur fram tillögu um að aðgengi að fundum skuli standa öllum félögum Viðreisnar til boða, óháð staðsetningu og búsetu. Þá leggja Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og fleiri til að reglur um kynjakvótann og fléttulistann verði lagðar niður til að tekið sé tillit til fleiri þátta en kyns, líkt og reynslu, hæfni og aldurs.
Viðreisn Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Sjá meira