Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2025 15:27 Frá leik á heimavelli Aftureldingar að Varmá. Vísir/Jón Gautur Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti að heimavöllur handboltaliðs Aftureldingar yrði merktur með nafninu Myntkaupshöllin næstu þrjú árin. Sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs bæjarins taldi samstarfið styrkja ímynd handknattleiksdeildarinnar. Fimm fulltrúar í bæjarráði samþykktu erindi Aftureldingar um að fá að merkja íþróttahúsið að Varmá með nafni rafmyntafyrirtækisins frá og með haustinu og næstu þrjú keppnistímabilin á fundi sínum í gær. Félagið fékk leyfi frá bænum til að selja nafn á íþróttamannvirkjum árið 2019 með skilyrði um að bæjarráð samþykkti nafnið. Knattspyrnuvöllur félagsins hefur verið kenndur við fyrirtækin Fagverk og Malbiksstöðina undanfarin ár. Í erindi sínu vísaði Einar Ingi Hrafnsson, framkvæmdastjóri félagsins, til þess að rekstrargrundvöllur íþróttafélaga væri að stærstum hluta byggður á sterkum samstarfsaðilum. Saminingar af þessari stærð við Myntkaup væru sjaldgæfir. Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs Mosfellsbæjar, skilaði bæjarráði umsögn um nafnkaupin. Vísaði hann til fordæma hjá bænum og öðrum sveitarfélögum þegar hann lagði til að erindið yrði samþykkt. „Myntkaup hefur sýnt vilja til að styðja við starfsemi handknattleiksdeildar UMFA með því að tengja sitt nafn við keppnishöllina. Slík samvinna er mikilvægt framlag til fjárhagslegs öryggis og styrkir bæði rekstur og ímynd deildarinnar,“ sagði umsögn hans. Seðlabankastjóri er á meðal þeirra sem hafa lýst efasemdum um ágæti rafmynta eins og Bitcoin sem Myntkaup auglýsa meðal annars á vefsíðu sinni. Líkti hann viðskiptum með rafmyntir við pýramídasvindl árið 2021. Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræði og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur einnig sagt að þau séu fyrst og fremst spákaupmennska. Fordæmi eru fyrir því erlendis að rafmyntafyrirtæki kaupi nafnarétt á íþróttaleikvöngum. Þannig var heimavöllur bandaríska körfuknattleiksliðsins Miami Heat kenndur við rafmyntakauphöllina FTX áður en fyrirtækið hrundi í skugga áskana um milljarða misferli stjórnenda. Stofnandi fyrirtækisins var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir fjársvik og peningaþvætti í fyrra. Rafmyntir Afturelding Mosfellsbær Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Fimm fulltrúar í bæjarráði samþykktu erindi Aftureldingar um að fá að merkja íþróttahúsið að Varmá með nafni rafmyntafyrirtækisins frá og með haustinu og næstu þrjú keppnistímabilin á fundi sínum í gær. Félagið fékk leyfi frá bænum til að selja nafn á íþróttamannvirkjum árið 2019 með skilyrði um að bæjarráð samþykkti nafnið. Knattspyrnuvöllur félagsins hefur verið kenndur við fyrirtækin Fagverk og Malbiksstöðina undanfarin ár. Í erindi sínu vísaði Einar Ingi Hrafnsson, framkvæmdastjóri félagsins, til þess að rekstrargrundvöllur íþróttafélaga væri að stærstum hluta byggður á sterkum samstarfsaðilum. Saminingar af þessari stærð við Myntkaup væru sjaldgæfir. Arnar Jónsson, sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs Mosfellsbæjar, skilaði bæjarráði umsögn um nafnkaupin. Vísaði hann til fordæma hjá bænum og öðrum sveitarfélögum þegar hann lagði til að erindið yrði samþykkt. „Myntkaup hefur sýnt vilja til að styðja við starfsemi handknattleiksdeildar UMFA með því að tengja sitt nafn við keppnishöllina. Slík samvinna er mikilvægt framlag til fjárhagslegs öryggis og styrkir bæði rekstur og ímynd deildarinnar,“ sagði umsögn hans. Seðlabankastjóri er á meðal þeirra sem hafa lýst efasemdum um ágæti rafmynta eins og Bitcoin sem Myntkaup auglýsa meðal annars á vefsíðu sinni. Líkti hann viðskiptum með rafmyntir við pýramídasvindl árið 2021. Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræði og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur einnig sagt að þau séu fyrst og fremst spákaupmennska. Fordæmi eru fyrir því erlendis að rafmyntafyrirtæki kaupi nafnarétt á íþróttaleikvöngum. Þannig var heimavöllur bandaríska körfuknattleiksliðsins Miami Heat kenndur við rafmyntakauphöllina FTX áður en fyrirtækið hrundi í skugga áskana um milljarða misferli stjórnenda. Stofnandi fyrirtækisins var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir fjársvik og peningaþvætti í fyrra.
Rafmyntir Afturelding Mosfellsbær Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira