Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. september 2025 07:02 Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn að lögum mun það hafa í för með sér að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt hefur verið í gegnum aðildina að EES-samningnum, verði lögum samkvæmt að eins konar yfirlöggjöf hér á landi sem allt annað sem Alþingi samþykkir verður að rúmast innan. Til verður þannig ný forgangsregla í íslenzkum rétti sem felur í sér að innleitt regluverk frá sambandinu gangi framar íslenzkri lagasetningu af þeirri einu ástæðu að það kemur þaðan. Fyrir vikið er vart að furða að virtir lögspekingar hafi varað við því að bókunin, eins og til standi að innleiða hana með frumvarpi Þorgerðar, fari í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þar á meðal bæði lögspekingar sem telja rétt að bókunin verði innleidd með þeim hætti, en telja að standa þurfi þá rétt að málum og breyta fyrst stjórnarskránni, og sem eru því andvígir. Málið er í bezta falli umdeilt í röðum lögspekinga og fyrir vikið hlýtur að vera rétt að fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar njóti vafans. Fyrsta skrefið í þeim efnum er vitanlega að láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. Meðal þeirra sem varað hafa við því árekstri við stjórnarskrána er Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar í afmælisriti EFTA-dómstólsins árið 2014: „Staðreyndin er hins vegar sú að ekki var mögulegt að ganga lengra [varðandi bókun 35] innan þess ramma sem stjórnarskrá Íslands setur. Stjórnarskráin gerir hvorki ráð fyrir því að takmarka megi fullveldi lýðveldisins með framsali löggjafarvalds til alþjóðastofnana né að landslög, sem byggjast á alþjóðlegum skuldbindingum eins og EES-samningnum, geti eingöngu af þeim sökum öðlast ríkari stöðu en önnur almenn löggjöf.“ Skrif Markúsar bera það með sér að sjálfur sé hann hlynntur því að bókun 35 verði innleidd með þeim hætti sem frumvarp Þorgerðar felur í sér en telji hins vegar að standa verði þá lögformlega rétt að málum. Með því að breyta fyrst stjórnarskránni. Frumvarpið felur í sér fullkomna uppgjöf í málinu án þess að fyrst sé látið reyna á það fyrir EFTA-dómstólnum. Fari málið fyrir EFTA-dómstólinn er að minnsta kosti möguleiki á því að niðurstaðan verði Íslandi hagfelld en verði frumvarpið hins vegar samþykkt verður sá möguleiki ljóslega að engu gerður. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Frumvarpið hefur nú verið lagt fram enn eina ferðina og verður rætt á Alþingi strax í dag. Málið er eina málið á dagskrá þingfundar dagsins. Keyra á málið í gegn um þingið eins og fjallað var um í fréttum í síðustu viku. Það er ekki í fyrsta skiptið sem það er reynt. Markmiðið er sem fyrr að reyna að lágmarka umræðu um það. Einkum í þjóðfélaginu. Skoðanakönnun sem gerð var síðasta haust sýndi meirihluta þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti andvíga frumvarpinu. Þar á meðal mikinn meirihluta stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Fjölmörg mál hafa farið fyrir EFTA-dómstólinn varðandi Ísland í gegnum tíðina sem varðað hafa einstakar lagagerðir frá Evrópusambandinu og afmarkaða hagsmuni. Full ástæða er til þess að fá niðurstöðu EFTA-dómstólsins í þessu stóra máli sem varðar ekki aðeins einstakar lagagerðir heldur allt regluverkið sem komið hefur og mun koma frá sambandinu í gegnum EES-samninginn. Full ástæða er til þess að taka aftur upp varnir í málinu eins og íslenzk stjórnvöld höfðu uppi lengst af. Við höfum góðan málstað að verja. Stöndum með fullveldisákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Bókun 35 Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn að lögum mun það hafa í för með sér að regluverk frá Evrópusambandinu, sem innleitt hefur verið í gegnum aðildina að EES-samningnum, verði lögum samkvæmt að eins konar yfirlöggjöf hér á landi sem allt annað sem Alþingi samþykkir verður að rúmast innan. Til verður þannig ný forgangsregla í íslenzkum rétti sem felur í sér að innleitt regluverk frá sambandinu gangi framar íslenzkri lagasetningu af þeirri einu ástæðu að það kemur þaðan. Fyrir vikið er vart að furða að virtir lögspekingar hafi varað við því að bókunin, eins og til standi að innleiða hana með frumvarpi Þorgerðar, fari í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Þar á meðal bæði lögspekingar sem telja rétt að bókunin verði innleidd með þeim hætti, en telja að standa þurfi þá rétt að málum og breyta fyrst stjórnarskránni, og sem eru því andvígir. Málið er í bezta falli umdeilt í röðum lögspekinga og fyrir vikið hlýtur að vera rétt að fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar njóti vafans. Fyrsta skrefið í þeim efnum er vitanlega að láta reyna á málið fyrir EFTA-dómstólnum. Meðal þeirra sem varað hafa við því árekstri við stjórnarskrána er Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar í afmælisriti EFTA-dómstólsins árið 2014: „Staðreyndin er hins vegar sú að ekki var mögulegt að ganga lengra [varðandi bókun 35] innan þess ramma sem stjórnarskrá Íslands setur. Stjórnarskráin gerir hvorki ráð fyrir því að takmarka megi fullveldi lýðveldisins með framsali löggjafarvalds til alþjóðastofnana né að landslög, sem byggjast á alþjóðlegum skuldbindingum eins og EES-samningnum, geti eingöngu af þeim sökum öðlast ríkari stöðu en önnur almenn löggjöf.“ Skrif Markúsar bera það með sér að sjálfur sé hann hlynntur því að bókun 35 verði innleidd með þeim hætti sem frumvarp Þorgerðar felur í sér en telji hins vegar að standa verði þá lögformlega rétt að málum. Með því að breyta fyrst stjórnarskránni. Frumvarpið felur í sér fullkomna uppgjöf í málinu án þess að fyrst sé látið reyna á það fyrir EFTA-dómstólnum. Fari málið fyrir EFTA-dómstólinn er að minnsta kosti möguleiki á því að niðurstaðan verði Íslandi hagfelld en verði frumvarpið hins vegar samþykkt verður sá möguleiki ljóslega að engu gerður. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Frumvarpið hefur nú verið lagt fram enn eina ferðina og verður rætt á Alþingi strax í dag. Málið er eina málið á dagskrá þingfundar dagsins. Keyra á málið í gegn um þingið eins og fjallað var um í fréttum í síðustu viku. Það er ekki í fyrsta skiptið sem það er reynt. Markmiðið er sem fyrr að reyna að lágmarka umræðu um það. Einkum í þjóðfélaginu. Skoðanakönnun sem gerð var síðasta haust sýndi meirihluta þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti andvíga frumvarpinu. Þar á meðal mikinn meirihluta stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Fjölmörg mál hafa farið fyrir EFTA-dómstólinn varðandi Ísland í gegnum tíðina sem varðað hafa einstakar lagagerðir frá Evrópusambandinu og afmarkaða hagsmuni. Full ástæða er til þess að fá niðurstöðu EFTA-dómstólsins í þessu stóra máli sem varðar ekki aðeins einstakar lagagerðir heldur allt regluverkið sem komið hefur og mun koma frá sambandinu í gegnum EES-samninginn. Full ástæða er til þess að taka aftur upp varnir í málinu eins og íslenzk stjórnvöld höfðu uppi lengst af. Við höfum góðan málstað að verja. Stöndum með fullveldisákvæðum stjórnarskrár lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun