Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2025 18:48 Nemesio Oseguera-Cervantes eða „El Mencho“ er sagður valdamesti fíkniefnabarónn heims. DEA og Getty Kókaín hefur aldrei verið ódýrara né hreinna í Bandaríkjunum en það er nú. Neysla þess hefur aukist til muna á undanförnum árum, samhliða umfangsmiklum aðgerðum gegn neyslu fentanýls í Bandaríkjunum og gegn framleiðslu þess í Mexíkó. Aukin neysla á kókaíni og átök innan einna stærstu glæpasamtaka Mexíkó hafa veitt öðrum samtökum rými til að stækka hratt og gera miklar breytingar á stöðu glæpasamtaka í landinu. Nýr kóngur situr á toppnum. Hinn 59 ára gamli Nemesio Oseguera Cervanter, eða „El Mencho“ stýrir glæpasamtökum sem kallast Jalisco New Generation Cartel, eða JNGC. Hann stofnaði samtökin í Jalisco-héraði í Mexíkó og stýrir þeim frá vel földum bækistöðvum sínum í fjalllendi í Sierra Madre. Hann hefur varið síðustu áratugum í að byggja samtökin upp, með góðum árangri. Honum var nýlega lýst af starfandi yfirmanni fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna, DEA, sem valdamesta fíkniefnabaróni heimsins. Gerði samning við syni El Chapo Fyrr á þessu ári fór á kreik hávær orðrómur um að Oseguera hefði mögulega gert bandalag við Los Chapitos, syni hins víðfræga El Chapo, sem hafa um nokkuð langt skeið háð blóðuga baráttu gegn andstæðingum sínum innan Sinaloa-samtakanna, sem voru fyrir einungis nokkrum árum stærstu glæpasamtök Mexíkó og eiga í umfangsmiklu smygli á fentanýli til Bandaríkjanna. Bræðurnir Iván Archivaldo og Ovidio Guzmán leiða eina fylkingu innan Sinaloa-samtakanna og hafa þeir barist gegn fylgimönnum Ismael Zambada eða „El Mayo“, sem leiddir eru af Mayito Flaco, syni „El Mayo“. Fylkingar þessar kallast „Los Chapitos“ og „Los Mayos“. Átakið gegn fentanýli og baráttan innan Sinaloa leiddi þó til mikils tómarúms í undirheimum Mexíkó og í Bandaríkjunum og það hefur El Mencho fyllt upp í. Wall Street Journal segir frá því að Oseguera hafi fundað með Iván Guzmán í desember og hann hafi samþykkt að útvega Los Chapitos vopn, menn og peninga í skiptum fyrir aðgang fyrir CJNG að smyglleiðum Sinaloa samtakanna til Bandaríkjanna. Ítarlega var fjallað um stöðuna í Mexíkó í fréttinni hér að neðan, sem birt var í maí. Gífurleg aukning í neyslu Í frétt Wall Street Journal segir að neysla á kókaíni hafi frá árinu 2019 aukist um 154 prósent á vesturströnd Bandaríkjanna, samkvæmt opinberum gögnum í Bandaríkjunum. Á austurströndinni hefur aukningin verið nítján prósent á sama tímabili. Á sama tíma hefur verð lækkað um nærri því helming. Neysla fentanýls hefur dregist saman á undanförnum árum. WSJ segir að kókaínneyslu fylgi nú ekki sami félagslegi stimpill og fylgt hefur neyslu fentanýls. Fíkniefnalögregla Bandaríkjanna (DEA) sagði frá því í skýrslu fyrr í sumar að hreinleiki kókaíns í Bandaríkjunum hefði aukist á hverju ári frá 2020. Að meðaltali hefði kókaín í duft- eða kristalaformi sem lagt var hald á í fyrra verið 84 prósent hreint. Þá kom einnig fram í skýrslunni að mikill meirihluti kókaíns sem lagt var hald á í fyrra hafi komið frá Kólumbíu, eða að minnsta kosti 84 prósent, mögulega meira. El Mencho hefur grætt fúlgu fjár á þessum breyttu aðstæðum í Bandaríkjunum en samtök hans flytja meðal annars kókaín í tonnatali frá Kólumbíu með ýmsum leiðum, eins og kafbátum og hraðbátum, til Bandaríkjanna. Átak ríkisstjórnar Trumps gegn innflytjendum sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum hefur einnig komið niður á landamæravörslu hvað varðar leit að fíkniefnum, sem hefur reynst CJNG vel. Trump hefur þó einnig ítrekað stungið upp á því að mögulega muni bandaríski herinn gera árásir gegn glæpasamtökum Mexíkó. Umkringdur þungvopnuðum og vel þjálfuðum mönnum DEA sagði í vor að starfsemi El Mencho og CJNG næði til rúmlega fjörutíu landa heims. Samtökin eru sögð álíka kröftug og valdamikil og Sinaloa-samtökin voru þegar þau voru upp á sitt besta, áður en El Chapo var handtekinn. Bandaríkjamenn hafa heitið allt að fimmtán milljónum dala fyrir upplysingar sem leiða til handtöku Nemesio Rubén Oseguera Cervanters, eða „El Mencho“.Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna Bandaríkjamenn hafa heitið allt að fimmtán milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Oseguera. Hann yfirgefur þó sjaldan bækistöðvar sínar þar sem hann er ávallt umkringdur hundruðum þungvopnaðra manna, sem eru þar að auki vel þjálfaðir af fyrrverandi sérsveitarmönnum úr kólumbíska hernum. Í frétt WSJ segir að hauspokar séu settir á gesti En Mencho og þeir megi ekkert sjá í að minnsta kosti sex klukkustunda bílferð í bækistöðvarnar. Öllum gestum er bannað að taka snjalltæki með sér. Þar að auki sé búið að dreifa jarðsprengjum um svæðið svo ókunnugir geti ekki komist þangað. Þá er Oseguera sagður hafa látið reisa sérstaka sjúkraálmu í bækistöðvum sínum en þangað fær hann til sín lækna vegna nýrnaveikinda sem hann glímir við. Auk þess að græða fúlgur fjár á sölu fíkniefna hagnast CJNG einnig verulega á öðrum sviðum. Meðal annars má benda á það að samtökin starfa nánast sem stjórnvöld Jalisco-héraðs í suðvesturhluta Mexíkó og leggja skatt á fyrirtæki þar og fólk. Samtökin stjórna einnig fjölda fyrirtækja sem byggja innviði á svæðinu og stunda umfangsmikla ólöglega námuvinnslu. Mexíkó Bandaríkin Kólumbía Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Aukin neysla á kókaíni og átök innan einna stærstu glæpasamtaka Mexíkó hafa veitt öðrum samtökum rými til að stækka hratt og gera miklar breytingar á stöðu glæpasamtaka í landinu. Nýr kóngur situr á toppnum. Hinn 59 ára gamli Nemesio Oseguera Cervanter, eða „El Mencho“ stýrir glæpasamtökum sem kallast Jalisco New Generation Cartel, eða JNGC. Hann stofnaði samtökin í Jalisco-héraði í Mexíkó og stýrir þeim frá vel földum bækistöðvum sínum í fjalllendi í Sierra Madre. Hann hefur varið síðustu áratugum í að byggja samtökin upp, með góðum árangri. Honum var nýlega lýst af starfandi yfirmanni fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna, DEA, sem valdamesta fíkniefnabaróni heimsins. Gerði samning við syni El Chapo Fyrr á þessu ári fór á kreik hávær orðrómur um að Oseguera hefði mögulega gert bandalag við Los Chapitos, syni hins víðfræga El Chapo, sem hafa um nokkuð langt skeið háð blóðuga baráttu gegn andstæðingum sínum innan Sinaloa-samtakanna, sem voru fyrir einungis nokkrum árum stærstu glæpasamtök Mexíkó og eiga í umfangsmiklu smygli á fentanýli til Bandaríkjanna. Bræðurnir Iván Archivaldo og Ovidio Guzmán leiða eina fylkingu innan Sinaloa-samtakanna og hafa þeir barist gegn fylgimönnum Ismael Zambada eða „El Mayo“, sem leiddir eru af Mayito Flaco, syni „El Mayo“. Fylkingar þessar kallast „Los Chapitos“ og „Los Mayos“. Átakið gegn fentanýli og baráttan innan Sinaloa leiddi þó til mikils tómarúms í undirheimum Mexíkó og í Bandaríkjunum og það hefur El Mencho fyllt upp í. Wall Street Journal segir frá því að Oseguera hafi fundað með Iván Guzmán í desember og hann hafi samþykkt að útvega Los Chapitos vopn, menn og peninga í skiptum fyrir aðgang fyrir CJNG að smyglleiðum Sinaloa samtakanna til Bandaríkjanna. Ítarlega var fjallað um stöðuna í Mexíkó í fréttinni hér að neðan, sem birt var í maí. Gífurleg aukning í neyslu Í frétt Wall Street Journal segir að neysla á kókaíni hafi frá árinu 2019 aukist um 154 prósent á vesturströnd Bandaríkjanna, samkvæmt opinberum gögnum í Bandaríkjunum. Á austurströndinni hefur aukningin verið nítján prósent á sama tímabili. Á sama tíma hefur verð lækkað um nærri því helming. Neysla fentanýls hefur dregist saman á undanförnum árum. WSJ segir að kókaínneyslu fylgi nú ekki sami félagslegi stimpill og fylgt hefur neyslu fentanýls. Fíkniefnalögregla Bandaríkjanna (DEA) sagði frá því í skýrslu fyrr í sumar að hreinleiki kókaíns í Bandaríkjunum hefði aukist á hverju ári frá 2020. Að meðaltali hefði kókaín í duft- eða kristalaformi sem lagt var hald á í fyrra verið 84 prósent hreint. Þá kom einnig fram í skýrslunni að mikill meirihluti kókaíns sem lagt var hald á í fyrra hafi komið frá Kólumbíu, eða að minnsta kosti 84 prósent, mögulega meira. El Mencho hefur grætt fúlgu fjár á þessum breyttu aðstæðum í Bandaríkjunum en samtök hans flytja meðal annars kókaín í tonnatali frá Kólumbíu með ýmsum leiðum, eins og kafbátum og hraðbátum, til Bandaríkjanna. Átak ríkisstjórnar Trumps gegn innflytjendum sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum hefur einnig komið niður á landamæravörslu hvað varðar leit að fíkniefnum, sem hefur reynst CJNG vel. Trump hefur þó einnig ítrekað stungið upp á því að mögulega muni bandaríski herinn gera árásir gegn glæpasamtökum Mexíkó. Umkringdur þungvopnuðum og vel þjálfuðum mönnum DEA sagði í vor að starfsemi El Mencho og CJNG næði til rúmlega fjörutíu landa heims. Samtökin eru sögð álíka kröftug og valdamikil og Sinaloa-samtökin voru þegar þau voru upp á sitt besta, áður en El Chapo var handtekinn. Bandaríkjamenn hafa heitið allt að fimmtán milljónum dala fyrir upplysingar sem leiða til handtöku Nemesio Rubén Oseguera Cervanters, eða „El Mencho“.Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna Bandaríkjamenn hafa heitið allt að fimmtán milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Oseguera. Hann yfirgefur þó sjaldan bækistöðvar sínar þar sem hann er ávallt umkringdur hundruðum þungvopnaðra manna, sem eru þar að auki vel þjálfaðir af fyrrverandi sérsveitarmönnum úr kólumbíska hernum. Í frétt WSJ segir að hauspokar séu settir á gesti En Mencho og þeir megi ekkert sjá í að minnsta kosti sex klukkustunda bílferð í bækistöðvarnar. Öllum gestum er bannað að taka snjalltæki með sér. Þar að auki sé búið að dreifa jarðsprengjum um svæðið svo ókunnugir geti ekki komist þangað. Þá er Oseguera sagður hafa látið reisa sérstaka sjúkraálmu í bækistöðvum sínum en þangað fær hann til sín lækna vegna nýrnaveikinda sem hann glímir við. Auk þess að græða fúlgur fjár á sölu fíkniefna hagnast CJNG einnig verulega á öðrum sviðum. Meðal annars má benda á það að samtökin starfa nánast sem stjórnvöld Jalisco-héraðs í suðvesturhluta Mexíkó og leggja skatt á fyrirtæki þar og fólk. Samtökin stjórna einnig fjölda fyrirtækja sem byggja innviði á svæðinu og stunda umfangsmikla ólöglega námuvinnslu.
Mexíkó Bandaríkin Kólumbía Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent