Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2025 16:27 Olíuvinnsla er ein helsta tekjulind rússneska ríkisins. Getty Forsvarsmenn opinbers rússnesks félags sem rekur olíuleiðslur þar í landi hefur varað framleiðendur við því að þeir gætu þurft draga úr flæðinu vegna drónaárása. Úkraínumenn hafa lagt sérstaka áherslu á árásir á innviði olíuframleiðslu í Rússlandi á undanförnum mánuðum. Félagið Transneft sér um að flytja rúmlega átta prósent af þeirri olíu sem dælt er úr jörðu í Rússlandi til vinnslustöðva. Forsvarsmenn félagsins leyfa ekki olíuframleiðendum að geyma olíu í leiðslunum lengur og hafa varað við því að mögulegt sé að draga þurfi úr framleiðslu vegna árásanna, verði olíuleiðslurnar og dælustöðvar fyrir frekari árásum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir nokkrum heimildarmönnum sínum úr orkugeira Rússlands. Úkraínumenn hafa notað dróna til að gera árásir á að minnsta kosti tíu vinnslustöðvar í Rússlandi, auk innviða sem tengjast framleiðslunni. Í einhverjum tilfellum hafa þeir ráðist á sömu skotmörkin oftar en einu sinni til að valda frekari skemmdum á þeim. Sjá einnig: Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Þetta hefur dregið töluvert úr framleiðslugetu Rússa en um tíma fór samdrátturinn nærri því í tuttugu prósent af heildarframleiðslunni. Viðgerðir hafa farið fram í Rússlandi en í einhverjum tilfellum hafa refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi gert ráðamönnum þar erfitt um vik með að laga þá innviði sem þarf að laga og viðhalda vinnslustöðvum. Sala á jarðgasi, olíu og olíuvörum er ein allra mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins og er hún notuð til að fjármagna stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Eins og fram kemur í grein Reuters hefur frá þriðjungi til helmings allra tekna rússneska ríkisins á undanförnum árum komið til vegna sölu á olíuvörum eða jarðgasi. Ráðamenn í Rússlandi hafa hingað til lítið sem ekkert sagt opinberlega um árásirnar á olíuvinnsluna eða afleiðingar hennar. Um níu prósent af allri olíuframleiðslu heims á sér stað í Rússlandi. Mest öll sala Rússlands fer nú til Kína og Indlands en nokkur lönd í Evrópu, aðallega Ungverjaland og Slóvakía, kaupa enn olíu og gas af Rússlandi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að árásir Úkraínumanna hafi valdið miklum skaða í Rússlandi. Meðal annars hefur hann sagt að árásirnar séu þær refsiaðgerðir fyrir innrásina sem virki hvað best. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Úkraína Hernaður Tengdar fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46 Stórauka útgjöld til varnarmála Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að fjárútlát til varnarmála yrðu stóraukin á næsta ári um 26,6 milljarða sænskra króna. Þannig munu fjárútlátin fara úr 148 milljörðum í um 175 milljarða eða um 2,8 prósent af vergri landsframleiðslu Svíþjóðar. 15. september 2025 13:33 Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. 13. september 2025 16:40 Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Úkraínumenn hafa um árabil varist svo gott sem daglegum árásum Rússa með sjálfsprengidróna og eldflaugar. Til þessa notast þeir marglaga varnir en þróun þessara varna hefur að miklu leyti gengið út á að draga eins og hægt er úr kostnaði við varnirnar en drónarnir eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og flugskeyti í loftvarnarkerfi og herþotur eru það alls ekki. 11. september 2025 18:53 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
Félagið Transneft sér um að flytja rúmlega átta prósent af þeirri olíu sem dælt er úr jörðu í Rússlandi til vinnslustöðva. Forsvarsmenn félagsins leyfa ekki olíuframleiðendum að geyma olíu í leiðslunum lengur og hafa varað við því að mögulegt sé að draga þurfi úr framleiðslu vegna árásanna, verði olíuleiðslurnar og dælustöðvar fyrir frekari árásum. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir nokkrum heimildarmönnum sínum úr orkugeira Rússlands. Úkraínumenn hafa notað dróna til að gera árásir á að minnsta kosti tíu vinnslustöðvar í Rússlandi, auk innviða sem tengjast framleiðslunni. Í einhverjum tilfellum hafa þeir ráðist á sömu skotmörkin oftar en einu sinni til að valda frekari skemmdum á þeim. Sjá einnig: Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Þetta hefur dregið töluvert úr framleiðslugetu Rússa en um tíma fór samdrátturinn nærri því í tuttugu prósent af heildarframleiðslunni. Viðgerðir hafa farið fram í Rússlandi en í einhverjum tilfellum hafa refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi gert ráðamönnum þar erfitt um vik með að laga þá innviði sem þarf að laga og viðhalda vinnslustöðvum. Sala á jarðgasi, olíu og olíuvörum er ein allra mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins og er hún notuð til að fjármagna stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Eins og fram kemur í grein Reuters hefur frá þriðjungi til helmings allra tekna rússneska ríkisins á undanförnum árum komið til vegna sölu á olíuvörum eða jarðgasi. Ráðamenn í Rússlandi hafa hingað til lítið sem ekkert sagt opinberlega um árásirnar á olíuvinnsluna eða afleiðingar hennar. Um níu prósent af allri olíuframleiðslu heims á sér stað í Rússlandi. Mest öll sala Rússlands fer nú til Kína og Indlands en nokkur lönd í Evrópu, aðallega Ungverjaland og Slóvakía, kaupa enn olíu og gas af Rússlandi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að árásir Úkraínumanna hafi valdið miklum skaða í Rússlandi. Meðal annars hefur hann sagt að árásirnar séu þær refsiaðgerðir fyrir innrásina sem virki hvað best.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bensín og olía Úkraína Hernaður Tengdar fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46 Stórauka útgjöld til varnarmála Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að fjárútlát til varnarmála yrðu stóraukin á næsta ári um 26,6 milljarða sænskra króna. Þannig munu fjárútlátin fara úr 148 milljörðum í um 175 milljarða eða um 2,8 prósent af vergri landsframleiðslu Svíþjóðar. 15. september 2025 13:33 Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. 13. september 2025 16:40 Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Úkraínumenn hafa um árabil varist svo gott sem daglegum árásum Rússa með sjálfsprengidróna og eldflaugar. Til þessa notast þeir marglaga varnir en þróun þessara varna hefur að miklu leyti gengið út á að draga eins og hægt er úr kostnaði við varnirnar en drónarnir eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og flugskeyti í loftvarnarkerfi og herþotur eru það alls ekki. 11. september 2025 18:53 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Fleiri fréttir Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Sjá meira
NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46
Stórauka útgjöld til varnarmála Ríkisstjórn Svíþjóðar tilkynnti í morgun að fjárútlát til varnarmála yrðu stóraukin á næsta ári um 26,6 milljarða sænskra króna. Þannig munu fjárútlátin fara úr 148 milljörðum í um 175 milljarða eða um 2,8 prósent af vergri landsframleiðslu Svíþjóðar. 15. september 2025 13:33
Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist tilbúinn að ráðast í þungar refsiaðgerðir gegn Rússlandi ef öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins hætta að kaupa olíu af Rússlandi. Tyrkland er eitt af stærstu kaupendum rússneskrar olíu. 13. september 2025 16:40
Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Úkraínumenn hafa um árabil varist svo gott sem daglegum árásum Rússa með sjálfsprengidróna og eldflaugar. Til þessa notast þeir marglaga varnir en þróun þessara varna hefur að miklu leyti gengið út á að draga eins og hægt er úr kostnaði við varnirnar en drónarnir eru tiltölulega ódýrir í framleiðslu og flugskeyti í loftvarnarkerfi og herþotur eru það alls ekki. 11. september 2025 18:53
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent