Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2025 22:18 Freyja Birgisdóttir sviðsstjóri matssviðs MMS. Vísir/Lýður Valberg Nýtt samræmt námsmat verður tekið upp í grunnskólum landsins í vetur. Nemendur í sömu árgöngum fá þó ekki allir sömu spurningar og þá geta skólar valið hvaða daga prófin verða tekin. Sérfræðingur hjá Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu hefur þó ekki áhyggjur af svindli. Saga samræmds námsmats á Íslandi nær alla leið aftur til ársins 1907. Árið 2008 voru próf 10. bekkja tekin að hausti og tilgangur þeirra líkt og með Matsferli að veita upplýsingar um stöðu nemenda frekar en að nýta sem lokapróf úr grunnskóla. En hvað er Matsferill? Á vef MMS kemur fram að Matsferill muni innihalda margvísleg verkefni sem sýna eigi stöðu nemenda í skólakerfinu. Markmið þeirra eru misjöfn, allt frá stafrænum stöðu- og framvinduprófum sem eru próf eins og flestir þekkja til sértækra einstaklingsprófa. Stöðu- og framvindupróf verða lögð fyrir einu sinni eða oftar á hverju ári og verða skylda í stærðfræði og lesskilningi í 4., 6. og 9.bekk. MMS býr þó til próf í öllum árgöngum frá 4.-10. bekk og nú þegar hafa sveitarfélög ákveðið að ganga skrefinu lengra en lög gera ráð fyrir. Nokkrar útgáfur hverju sinni Sérlega áhugaverður er svokallaður prófgluggi sem þýðir að skólarnir geta valið hvaða dag prófin eru lögð fyrir. Nemandi í Seljaskóla tekur því ekki endilega prófið á sama degi og jafnaldri hans í Vesturbæjarskóla eða á Akureyri. Að sögn Freyju Birgisdóttur sérfræðings hjá miðstöð menntunar- og skólaþjónustu er þetta fyrirkomulag algengt. „Aðalhugsunin á bakvið það er að gefa skólanum meira svigrúm til að geta lagt fyrir prófin eins og best hentar hverju sinni. Þannig getur kennari lagt fyrir til dæmis helming bekkjarins í dag og hinn helminginn á morgun,“ segir Freyja. Það sem meira er þá taka jafnaldrarnir ekki endilega sama próf því spurningarnar geta verið misjafnar þó þær eigi að prófa sömu hæfni. Freyja segist ekki hafa áhyggjur af svindli nemenda sem gætu deilt spurningum sín á milli. „Það held ég að verði ekki svo auðvelt, það verða nokkrar samhliða útgáfur, í sama bekk eru kannski þrjú ólík próf verið að taka. Þetta er allt tekið í lokuðu prófumhverfi og það er tilviljunarkennt hvaða atriði börnin eru að fá.“ Hún segist einnig eiga erfitt með að sjá hvernig börnin græði á svindlinu. Þá verði námsmatið vissulega samræmt þó nemendur fái ekki nákvæmlega sömu spurningar. „Það er alveg rétt að maður þarf að passa að hafa öll atriði og prófútgáfur sem líkastar. Það er búið að marg, marg forpróf öll atriði sem eru í þessum prófum. Þannig að við þekkjum þau mjög vel og hvernig nemendur bregðast við þeim,“ segir Freyja. Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. 2. september 2025 11:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Saga samræmds námsmats á Íslandi nær alla leið aftur til ársins 1907. Árið 2008 voru próf 10. bekkja tekin að hausti og tilgangur þeirra líkt og með Matsferli að veita upplýsingar um stöðu nemenda frekar en að nýta sem lokapróf úr grunnskóla. En hvað er Matsferill? Á vef MMS kemur fram að Matsferill muni innihalda margvísleg verkefni sem sýna eigi stöðu nemenda í skólakerfinu. Markmið þeirra eru misjöfn, allt frá stafrænum stöðu- og framvinduprófum sem eru próf eins og flestir þekkja til sértækra einstaklingsprófa. Stöðu- og framvindupróf verða lögð fyrir einu sinni eða oftar á hverju ári og verða skylda í stærðfræði og lesskilningi í 4., 6. og 9.bekk. MMS býr þó til próf í öllum árgöngum frá 4.-10. bekk og nú þegar hafa sveitarfélög ákveðið að ganga skrefinu lengra en lög gera ráð fyrir. Nokkrar útgáfur hverju sinni Sérlega áhugaverður er svokallaður prófgluggi sem þýðir að skólarnir geta valið hvaða dag prófin eru lögð fyrir. Nemandi í Seljaskóla tekur því ekki endilega prófið á sama degi og jafnaldri hans í Vesturbæjarskóla eða á Akureyri. Að sögn Freyju Birgisdóttur sérfræðings hjá miðstöð menntunar- og skólaþjónustu er þetta fyrirkomulag algengt. „Aðalhugsunin á bakvið það er að gefa skólanum meira svigrúm til að geta lagt fyrir prófin eins og best hentar hverju sinni. Þannig getur kennari lagt fyrir til dæmis helming bekkjarins í dag og hinn helminginn á morgun,“ segir Freyja. Það sem meira er þá taka jafnaldrarnir ekki endilega sama próf því spurningarnar geta verið misjafnar þó þær eigi að prófa sömu hæfni. Freyja segist ekki hafa áhyggjur af svindli nemenda sem gætu deilt spurningum sín á milli. „Það held ég að verði ekki svo auðvelt, það verða nokkrar samhliða útgáfur, í sama bekk eru kannski þrjú ólík próf verið að taka. Þetta er allt tekið í lokuðu prófumhverfi og það er tilviljunarkennt hvaða atriði börnin eru að fá.“ Hún segist einnig eiga erfitt með að sjá hvernig börnin græði á svindlinu. Þá verði námsmatið vissulega samræmt þó nemendur fái ekki nákvæmlega sömu spurningar. „Það er alveg rétt að maður þarf að passa að hafa öll atriði og prófútgáfur sem líkastar. Það er búið að marg, marg forpróf öll atriði sem eru í þessum prófum. Þannig að við þekkjum þau mjög vel og hvernig nemendur bregðast við þeim,“ segir Freyja.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. 2. september 2025 11:00 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. 2. september 2025 11:00