Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson og Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifa 15. september 2025 12:30 Eitt af meginmarkmiðum skólastarfs í Garðabæ er að tryggja öllum nemendum góðan undirbúning fyrir frekara nám og þátttöku í samfélaginu. Í Garðabæ er starfrækt öflugt og fjölbreytt skólakerfi þar sem foreldrum er boðið upp á valmöguleika milli skóla, sem hver um sig hefur sín sérkenni. Við eigum að auki í góðu samstarfi við tvo sjálfstætt starfandi skóla í bænum og á næsta ári bætist sá þriðji við. Á síðasta skólaári hófst í samstarfi við Deloitte ítarleg greining á námsárangri og líðan nemenda í 1.–10. bekk. Markmiðið var að fá skýrari mynd af stöðunni, byggja á gögnum síðustu ára og finna leiðir til umbóta í skólastarfi. Niðurstöðurnar sýna að þróun lesfimi í Garðabæ er stöðug, en á sama tíma hefur hún dalað á landsvísu. Nemendur í Garðabæ skora almennt hærra í lesfimi en landsmeðaltal. Þá er hlutfall þeirra sem ná ekki lágmarksviðmiði lægra en í öðrum sveitarfélögum. Einnig sýna niðurstöður að líðan nemenda í Garðabæ er betri en annars staðar á landinu. Aftur á móti hefur fjöldi fjarvista aukist, sem er áskorun sem við tökum alvarlega. Niðurstöður í íslensku og stærðfræði benda til þess að nemendur í 10. bekk standi almennt sterkar en yngri hópar, þó að samanburður sé flóknari vegna ólíkra matsviðmiða. Þessar niðurstöður eru ánægjulegar en þær minna okkur jafnframt á að skólastarf er sífellt í þróun og alltaf er svigrúm til að bæta. Samræmt námsmat í öllum árgöngum Til að efla námsmat og stuðning við hvern og einn nemanda verður á þessu skólaári lögð sérstök áhersla á Matsferilinn. Garðabær hyggst leggja matsferilspróf fyrir alla nemendur í 4.–10. bekk og gengur þar með lengra en landslög gera ráð fyrir, en þau kveða á um próf í 4., 6. og 9. bekk. Prófin veita skýra mynd af stöðu og framvindu í námi og nýtast nemendum, foreldrum, kennurum og sveitarfélaginu öllu. Samhliða þessu verða matskvarðar samræmdir í 4., 7. og 10. bekk. Með því tryggjum við að hæfnin á bak við einkunnir verði sambærileg milli skóla. Þetta skapar réttlátara námsmat og veitir foreldrum og nemendum skýrari upplýsingar, á sama tíma og kennarar fá betri gögn til að grípa inn í og fylgja eftir árangri. Lesskilningsverkefni Í vetur hefst nýtt rannsóknar- og íhlutunarverkefni í samstarfi við Háskóla Íslands sem snýr að því að efla lesskilning á meðal barna í Garðabæ. Nemendur í 7.–10. bekk og íslenskukennarar þeirra taka þátt í sex vikna markvissri vinnu með orðaforða, texta og ritun. Verkefninu er ætlað að styrkja lesskilning á skipulegan og árangursríkan hátt og niðurstöður verða nýttar til áframhaldandi umbóta í skólunum. Líðan og mætingar Í Íslensku æskulýðsrannsókninni kemur fram að nemendum í Garðabæ líður almennt betur en jafnöldrum þeirra í öðrum sveitarfélögum. Þetta er afar jákvætt og endurspeglar sterkt faglegt starf í skólunum og gott samstarf heimila og skóla. Samhliða þessu hefur þó komið í ljós að fjarvistum nemenda hefur fjölgað. Þessi þróun sést víðar á landinu, meðal annars vegna breyttra venja eftir heimsfaraldur, en við leggjum áherslu á að vinna markvisst með fjölskyldum og skólum að lausnum. Sérstakt verkefni er hafið sem beinist bæði að forvörnum og stuðningi við börn sem eiga erfitt með að mæta. Skóladagatal og framtíðarsýn Garðabær uppfyllir að fullu lögbundnar kröfur um lágmarksfjölda skóladaga. Skóladagatöl grunnskóla og leikskóla eru samræmd og nú gefin út á rafrænan hátt til tveggja ára í senn, þannig að foreldrar geti bætt þeim beint við sín dagatöl og skipulagt frí og leyfi í samræmi við skólastarfið. Fram undan liggur mikilvægt verkefni: að nýta niðurstöður greininga og prófa til að gera gott skólastarf í Garðabæ enn betra. Með markvissu námsmati, samræmdum gögnum og öflugum verkefnum sem efla bæði lesfimi og lesskilning eru grunnskólar Garðabæjar vel í stakk búnir til að mæta nemendum þar sem þeir eru. Við viljum tryggja að þau hafi öll tækifæri til að ná árangri og blómstra í námi og leik. Við erum stolt af þeirri stöðu sem niðurstöður sýna og þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin í skólunum. Um leið erum við staðráðin í að halda áfram að þróa skólastarf með hagsmuni barnanna okkar í fyrirrúmi. Það er eitt allra mikilvægasta verkefnið í skólabænum Garðabæ. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður grunnskólanefndar Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Sigríður Hulda Jónsdóttir Garðabær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af meginmarkmiðum skólastarfs í Garðabæ er að tryggja öllum nemendum góðan undirbúning fyrir frekara nám og þátttöku í samfélaginu. Í Garðabæ er starfrækt öflugt og fjölbreytt skólakerfi þar sem foreldrum er boðið upp á valmöguleika milli skóla, sem hver um sig hefur sín sérkenni. Við eigum að auki í góðu samstarfi við tvo sjálfstætt starfandi skóla í bænum og á næsta ári bætist sá þriðji við. Á síðasta skólaári hófst í samstarfi við Deloitte ítarleg greining á námsárangri og líðan nemenda í 1.–10. bekk. Markmiðið var að fá skýrari mynd af stöðunni, byggja á gögnum síðustu ára og finna leiðir til umbóta í skólastarfi. Niðurstöðurnar sýna að þróun lesfimi í Garðabæ er stöðug, en á sama tíma hefur hún dalað á landsvísu. Nemendur í Garðabæ skora almennt hærra í lesfimi en landsmeðaltal. Þá er hlutfall þeirra sem ná ekki lágmarksviðmiði lægra en í öðrum sveitarfélögum. Einnig sýna niðurstöður að líðan nemenda í Garðabæ er betri en annars staðar á landinu. Aftur á móti hefur fjöldi fjarvista aukist, sem er áskorun sem við tökum alvarlega. Niðurstöður í íslensku og stærðfræði benda til þess að nemendur í 10. bekk standi almennt sterkar en yngri hópar, þó að samanburður sé flóknari vegna ólíkra matsviðmiða. Þessar niðurstöður eru ánægjulegar en þær minna okkur jafnframt á að skólastarf er sífellt í þróun og alltaf er svigrúm til að bæta. Samræmt námsmat í öllum árgöngum Til að efla námsmat og stuðning við hvern og einn nemanda verður á þessu skólaári lögð sérstök áhersla á Matsferilinn. Garðabær hyggst leggja matsferilspróf fyrir alla nemendur í 4.–10. bekk og gengur þar með lengra en landslög gera ráð fyrir, en þau kveða á um próf í 4., 6. og 9. bekk. Prófin veita skýra mynd af stöðu og framvindu í námi og nýtast nemendum, foreldrum, kennurum og sveitarfélaginu öllu. Samhliða þessu verða matskvarðar samræmdir í 4., 7. og 10. bekk. Með því tryggjum við að hæfnin á bak við einkunnir verði sambærileg milli skóla. Þetta skapar réttlátara námsmat og veitir foreldrum og nemendum skýrari upplýsingar, á sama tíma og kennarar fá betri gögn til að grípa inn í og fylgja eftir árangri. Lesskilningsverkefni Í vetur hefst nýtt rannsóknar- og íhlutunarverkefni í samstarfi við Háskóla Íslands sem snýr að því að efla lesskilning á meðal barna í Garðabæ. Nemendur í 7.–10. bekk og íslenskukennarar þeirra taka þátt í sex vikna markvissri vinnu með orðaforða, texta og ritun. Verkefninu er ætlað að styrkja lesskilning á skipulegan og árangursríkan hátt og niðurstöður verða nýttar til áframhaldandi umbóta í skólunum. Líðan og mætingar Í Íslensku æskulýðsrannsókninni kemur fram að nemendum í Garðabæ líður almennt betur en jafnöldrum þeirra í öðrum sveitarfélögum. Þetta er afar jákvætt og endurspeglar sterkt faglegt starf í skólunum og gott samstarf heimila og skóla. Samhliða þessu hefur þó komið í ljós að fjarvistum nemenda hefur fjölgað. Þessi þróun sést víðar á landinu, meðal annars vegna breyttra venja eftir heimsfaraldur, en við leggjum áherslu á að vinna markvisst með fjölskyldum og skólum að lausnum. Sérstakt verkefni er hafið sem beinist bæði að forvörnum og stuðningi við börn sem eiga erfitt með að mæta. Skóladagatal og framtíðarsýn Garðabær uppfyllir að fullu lögbundnar kröfur um lágmarksfjölda skóladaga. Skóladagatöl grunnskóla og leikskóla eru samræmd og nú gefin út á rafrænan hátt til tveggja ára í senn, þannig að foreldrar geti bætt þeim beint við sín dagatöl og skipulagt frí og leyfi í samræmi við skólastarfið. Fram undan liggur mikilvægt verkefni: að nýta niðurstöður greininga og prófa til að gera gott skólastarf í Garðabæ enn betra. Með markvissu námsmati, samræmdum gögnum og öflugum verkefnum sem efla bæði lesfimi og lesskilning eru grunnskólar Garðabæjar vel í stakk búnir til að mæta nemendum þar sem þeir eru. Við viljum tryggja að þau hafi öll tækifæri til að ná árangri og blómstra í námi og leik. Við erum stolt af þeirri stöðu sem niðurstöður sýna og þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin í skólunum. Um leið erum við staðráðin í að halda áfram að þróa skólastarf með hagsmuni barnanna okkar í fyrirrúmi. Það er eitt allra mikilvægasta verkefnið í skólabænum Garðabæ. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður grunnskólanefndar Garðabæjar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun