Innlent

Bein út­sending: Um­hverfisþing 2025

Atli Ísleifsson skrifar
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Anton Brink

Umhverfisþing 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag og á morgun en þingið er það fjórtánda í röðinni. Meginþemu þingsins verða hafið, líffræðileg fjölbreytni og loftslagsmál.

Hægt verður að fylgjast með dagskánni í dag í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að með þinginu vilji Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, efla hlustun og samtal við almenning, félagasamtök og hagaðila um umhverfismál, með áherslu á framangreind þemu.

Umhverfisþingi sé ætlað að ná fram uppbyggilegu samtali um viðfangsefni þingsins og skapa grundvöll að framhaldsvinnu stjórnvalda í málaflokkunum. Dagskráin verður því ýmist í formi vinnustofa, fyrirlestra og pallborðsumræðna.

Hægt verður að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Dagskrá Umhverfisþings í dag, 15. september kl. 13-16

  • Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, setur þingið.
  • Thomas Halliday, fornlíffræðingur og höfundur bókarinnar Otherlands: A World in the Making.
  • Samtal við Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, um mikilvægi umhverfis- og loftslagsmála.
  • Afhending náttúruverndarviðurkenningar Sigríðar í Brattholti



Fleiri fréttir

Sjá meira


×