Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2025 13:03 Ben Proud vonast til að verða loðinn um lófana af þátttöku sinni á Steraleikunum. getty/Ian MacNicol Enski sundkappinn Ben Proud segir að fjárhagslegar ástæður spili inn í þá ákvörðun hans að keppa á Steraleikunum. Proud er heims- og Evrópumeistari í fimmtíu metra skriðsundi og vann til silfurverðlauna í greininni á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Fyrr í vikunni var greint frá því að Proud væri fyrsti breski íþróttamaðurinn sem hefði ákveðið að keppa á Steraleikunum. Þar er keppendum heimilt að taka inn lyf sem eru á bannlista Alþjóðlega lyfjaeftirlitsins, Wada. Verðlaunaféð á Steraleikunum er umtalsvert meira en á hefðbundnum mótum og Proud segir það hafi hvatt hann til að breyta til. „Ég er þrítugur og hef verið að hugsa um að hætta í nokkur ár. Við íþróttamenn á Ólympíuleikum þénum ekki nógu mikið til að geta hætt og lifað á því og þess vegna er ég alltaf að leita að einhverju sem getur enst mér lengur,“ sagði Proud. Á HM í sundi 2022 var heildarverðlaunaféð 2,73 milljónir punda. Á Steraleikunum fá keppendur greitt fyrir að taka þátt og Proud fær milljón punda í sinn hlut ef hann slær heimsmetið í fimmtíu metra skriðsundi. „Það myndi taka mig þrettán heimsmeistaratitla til að græða jafn mikið og ég fæ fyrir að vinna eina keppni á þessum leikum,“ sagði Proud. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvörðun sína að taka þátt á Steraleikunum, meðal annars af breska sundsambandinu. Verið að hafa vit fyrir okkur Steraleikarnir eru afar umdeildir en varað hefur verið við heilsufarsvandamálum sem gætu verið fylgifiskur notkunar ólöglegra efna. Frjálsíþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson tekur undir þær áhyggjur en hann ræddi um Steraleikana í Bítinu á Bylgjunni. „Ástæðan fyrir því að dóp er almennt bannað er ekki bara að það bæti getuna heldur er líka verið að hafa vit fyrir mönnum. Lífeðlisfræðilegar og læknisfræðilegar rannsóknir sýna fram á það að steranotkun eykur til dæmis talsvert líkurnar á að þú deyir úr hjartaáfalli,“ sagði Sigurbjörn. „Þetta er bara eins og með öryggisbelti. Það er einhver sem ákveður það að fólk verði að vera með öryggisbelti og það er verið að hafa vit fyrir okkur til þess að ef við lendum í slysi séu minni líkur á að við deyjum. Þetta er eins með lyfin. Það er verið að passa að þú skaðir þig ekki.“ Fyrstu Steraleikarnir eiga að fara fram í Las Vegas 21.-24. maí á næsta ári. Sund Steraleikarnir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Sjá meira
Proud er heims- og Evrópumeistari í fimmtíu metra skriðsundi og vann til silfurverðlauna í greininni á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Fyrr í vikunni var greint frá því að Proud væri fyrsti breski íþróttamaðurinn sem hefði ákveðið að keppa á Steraleikunum. Þar er keppendum heimilt að taka inn lyf sem eru á bannlista Alþjóðlega lyfjaeftirlitsins, Wada. Verðlaunaféð á Steraleikunum er umtalsvert meira en á hefðbundnum mótum og Proud segir það hafi hvatt hann til að breyta til. „Ég er þrítugur og hef verið að hugsa um að hætta í nokkur ár. Við íþróttamenn á Ólympíuleikum þénum ekki nógu mikið til að geta hætt og lifað á því og þess vegna er ég alltaf að leita að einhverju sem getur enst mér lengur,“ sagði Proud. Á HM í sundi 2022 var heildarverðlaunaféð 2,73 milljónir punda. Á Steraleikunum fá keppendur greitt fyrir að taka þátt og Proud fær milljón punda í sinn hlut ef hann slær heimsmetið í fimmtíu metra skriðsundi. „Það myndi taka mig þrettán heimsmeistaratitla til að græða jafn mikið og ég fæ fyrir að vinna eina keppni á þessum leikum,“ sagði Proud. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ákvörðun sína að taka þátt á Steraleikunum, meðal annars af breska sundsambandinu. Verið að hafa vit fyrir okkur Steraleikarnir eru afar umdeildir en varað hefur verið við heilsufarsvandamálum sem gætu verið fylgifiskur notkunar ólöglegra efna. Frjálsíþróttalýsandinn Sigurbjörn Árni Arngrímsson tekur undir þær áhyggjur en hann ræddi um Steraleikana í Bítinu á Bylgjunni. „Ástæðan fyrir því að dóp er almennt bannað er ekki bara að það bæti getuna heldur er líka verið að hafa vit fyrir mönnum. Lífeðlisfræðilegar og læknisfræðilegar rannsóknir sýna fram á það að steranotkun eykur til dæmis talsvert líkurnar á að þú deyir úr hjartaáfalli,“ sagði Sigurbjörn. „Þetta er bara eins og með öryggisbelti. Það er einhver sem ákveður það að fólk verði að vera með öryggisbelti og það er verið að hafa vit fyrir okkur til þess að ef við lendum í slysi séu minni líkur á að við deyjum. Þetta er eins með lyfin. Það er verið að passa að þú skaðir þig ekki.“ Fyrstu Steraleikarnir eiga að fara fram í Las Vegas 21.-24. maí á næsta ári.
Sund Steraleikarnir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Sjá meira