„Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2025 10:38 Kristbjörg við skrifborðið heima hjá hjónunum í Doha í Katar. Til hægri má sjá sprengjuummerkin úr öryggismyndavél á mánudaginn. Kristbjörg/Getty Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari sem búsett er í Katar segir það hafa verið súrrealíska og skelfilega upplifun að hlusta á lætin frá sprengjunum sem Ísraelar vörpuðu á Katar á mánudag. Fimm samningamenn Hamas létust í árásinni og einn meðlimur öryggissveita Katar. Forsætisráðherra Katar sagði að með árásinni hefði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, „drepið von“ þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa. Fáir Íslendingar eru búsettir í Katar en þeirra á meðal eru Kristbjörg og Aron Einar Gunnarsson eiginmaður hennar og fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu. Þau hafa búið í Doha undanfarin ár ásamt börnum sínum. „Að heyra sprengjurnar var óraunverulegt og skelfilegt. Sem betur fer er rólegt núna og vonandi helst það þannig, en það fékk mig til að hugsa djúpt um fólkið í Palestínu sem lifir með þessum ótta á hverjum degi,“ segir Kristbjörg í færslu á Facebook. Hún er allajafna mjög virk á samfélagsmiðlum en staldrar við litla virkni sína undanfarið á miðlinum. Eftir að hún sneri aftur til Katar eftir þriggja mánaða sumardvöl á Íslandi hafi lífið í Doha verið henni áskorun. „Allt frá því að horfast í augu við þá staðreynd að litla loðna Ninja okkar er ekki lengur með okkur yfir í að vakna klukkan fimm á morgnana, keyra í skólann, pakka nestisboxum, djúphreingerningar (já, litla áráttuþráhyggjan mín) og reyna að koma húsinu í lag - það hefur verið mikið.“ Þau hjónin hafi líka þurft að kveðja barnapíu sína og aðstoðarmann til sex ára og leiti nú að einhverjum til að fylla í skarðið. Við bætist mikil vinna hjá Kristbjörgu sem reynir á sama tíma að halda öllu gangandi heima fyrir. „Svefninn minn hefur verið út um allt og í stað þess að æfa hef ég verið að laumast til að fá mér lúr - bara til að halda virkni. Ég veit að hvíld skiptir máli, en ég sakna þess líka að hreyfa líkamann rétt því æfingar halda mér heilbrigðri. Ég held áfram að minna mig á að þetta er tímabundið og jafnvægi komist á á ný.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Katar Íslendingar erlendis Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Fimm samningamenn Hamas létust í árásinni og einn meðlimur öryggissveita Katar. Forsætisráðherra Katar sagði að með árásinni hefði Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, „drepið von“ þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas á Gasa. Fáir Íslendingar eru búsettir í Katar en þeirra á meðal eru Kristbjörg og Aron Einar Gunnarsson eiginmaður hennar og fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu. Þau hafa búið í Doha undanfarin ár ásamt börnum sínum. „Að heyra sprengjurnar var óraunverulegt og skelfilegt. Sem betur fer er rólegt núna og vonandi helst það þannig, en það fékk mig til að hugsa djúpt um fólkið í Palestínu sem lifir með þessum ótta á hverjum degi,“ segir Kristbjörg í færslu á Facebook. Hún er allajafna mjög virk á samfélagsmiðlum en staldrar við litla virkni sína undanfarið á miðlinum. Eftir að hún sneri aftur til Katar eftir þriggja mánaða sumardvöl á Íslandi hafi lífið í Doha verið henni áskorun. „Allt frá því að horfast í augu við þá staðreynd að litla loðna Ninja okkar er ekki lengur með okkur yfir í að vakna klukkan fimm á morgnana, keyra í skólann, pakka nestisboxum, djúphreingerningar (já, litla áráttuþráhyggjan mín) og reyna að koma húsinu í lag - það hefur verið mikið.“ Þau hjónin hafi líka þurft að kveðja barnapíu sína og aðstoðarmann til sex ára og leiti nú að einhverjum til að fylla í skarðið. Við bætist mikil vinna hjá Kristbjörgu sem reynir á sama tíma að halda öllu gangandi heima fyrir. „Svefninn minn hefur verið út um allt og í stað þess að æfa hef ég verið að laumast til að fá mér lúr - bara til að halda virkni. Ég veit að hvíld skiptir máli, en ég sakna þess líka að hreyfa líkamann rétt því æfingar halda mér heilbrigðri. Ég held áfram að minna mig á að þetta er tímabundið og jafnvægi komist á á ný.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Katar Íslendingar erlendis Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira