Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 9. september 2025 12:17 Í dag verður gefin út skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar. Þetta er í annað sinn sem stofnunin vinnur slíka skýrslu fyrir BHM og bætir nýja skýrslan umtalsvert við þekkingu okkar og dýpkar skilning á þessum mikilvæga þætti í starfsumhverfi háskólamenntaðra stétta. Það eru margar ástæður fyrir því að rannsókn af því tagi sem kynnt verður í dag er nauðsynleg fyrir hagsmunagæslu háskólamenntaðra stétta. Hún varpar ljósi á samspil ólíkra hópa á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem hún gefur okkur dýrmætar upplýsingar um hvar við stöndum í samanburði við nágrannalönd okkar og þar með hversu samkeppnishæf við erum á vinnumarkaði sem verður stöðugt alþjóðlegri. Ávinningur farið minnkandi Í skýrslunni eru bornar saman atvinnutekjur eftir skatta hjá fólki með grunnskólamenntun, framhaldsskólamenntun og háskólamenntun. Spurt er ólíkra spurninga og unnin margvísleg svör á grunni upplýsinganna. Margt kemur á óvart, en annað var viðbúið. Lítum á niðurstöðurnar um ávinninginn af háskólamenntun. Hann er skilgreindur sem meðaltalsmunur á atvinnutekjum þeirra sem lokið hafa háskólanámi og þeirra sem ekki verða sér úti um háskólagráðu eftir stúdentspróf. Niðurstaðan er sú að ávinningurinn hefur farið minnkandi allt frá 9. áratug 20. aldar, hann jókst í uppsveiflunni í lok síðustu aldar og skrapp hratt saman eftir hrun bankanna 2008 en ferillinn leitar alltaf niður á við. Kynjavinkillinn í niðurstöðunum er sláandi. Í ljós kemur að tekjur háskólamenntaðra kvenna eru svipaðar tekjum karla með stúdentspróf í flestum aldursflokkum. Einnig að karlar sem hafa aðeins lokið grunnskólaprófi fá hærri tekjur en konur með stúdentspróf. Í rannsókninni er líka skoðaður ávinningur af grunn- og meistaranámi eftir aldri. Í ljós kemur að ávinningur þeirra sem eru 45 ára og yngri af grunnnámi í háskóla jókst fram að aldamótum en síðan hefur hann farið hratt minnkandi. Yngsti aldurshópur þeirra, sem lokið höfðu grunnnámi árið 2000, hafði um 38% meiri tekjur en stúdentar eftir skatta en nú er þessi hópur með innan við 15% meiri tekjur. Elsti hópurinn var með rúmlega 30% hærri tekjur eftir skatta árið 2000 en nú er munurinn um 16%. Tímaferlar fyrir ávinning af meistaragráðu sýna hins vegar nær stöðuga lækkun frá því á tíunda áratuginum hjá þeim sem eru 35 ára og eldri. Mismunur eftir hópum Þegar rætt er um arðsemi háskólanáms í skýrslunni er oftast átt við innri vexti eða þá ávöxtunarkröfu, sem nægir til þess að núvirtar ævitekjur um tvítugt verði jafnar hjá þeim sem ljúka háskólanámi og þeim sem fara beint út á vinnumarkaðinn eftir stúdentspróf. Arðsemi er mest af námi í læknisfræði, tölvunarfræði og verkfræði. Þar á eftir koma lögfræði, hjúkrunarfræði, hagfræði og viðskiptafræði. Á hinn bóginn er neikvæð arðsemi af leikskólakennaranámi, listum og meðferð og endurhæfingu. Þá er lítil arðsemi af grunnskólakennaranámi, starfsmenntakennaranámi, námi í hugvísindum og félags- og menningarfræði. Við drögumst aftur úr Arðsemi háskólanáms á Íslandi er með því minnsta sem þekkist í samanburðarlöndum okkar. Hún er samt ekki langt frá því sem er í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, en hún er nokkru meiri í Finnlandi en hér. Í öllum þessum löndum er arðsemi meiri af háskólanámi kvenna en karla, eins og hér. Í meðaltali OECD-landa, annarra en Íslands, er arðsemi af háskólanámi líka nokkru meiri hjá konum en körlum. Hafa ber í huga varðandi samanburðinn innan Norðurlandanna að stuðningskerfi við námsmenn og ungar fjölskyldur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru mun öflugri en hér á landi. Það þýðir að unga háskólafólkið okkar býr við mun lakari kjör en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Munur á tekjum háskólamenntaðra og fólks með stúdentspróf hefur farið minnkandi síðustu tuttugu árin og nú er hann hvergi minni en á Íslandi í þeim löndum sem skoðuð eru í samantekt Evrópsku hagstofunnar (e. Eurostat). Í heildina hefur arðsemi háskólamenntunar farið minnkandi hjá báðum kynjum á síðustu tveimur áratugum. Þannig hefur bæði arðsemi grunnnáms og meistaranáms í háskóla helmingast frá fjármálakreppunni. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar um virði háskólamenntunar. Á málþinginu í dag verður ítarleg umfjöllun um niðurstöðurnar og varpað ljósi á stöðu Íslands í samanburði við nágrannalöndin. Í ljós kemur að við erum að dragast aftur úr og að þekkingin sem við höfum treyst að myndi tryggja framtíð Íslands er í hættu. Og við spyrjum: Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Skóla- og menntamál Háskólar Stéttarfélög Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag verður gefin út skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar. Þetta er í annað sinn sem stofnunin vinnur slíka skýrslu fyrir BHM og bætir nýja skýrslan umtalsvert við þekkingu okkar og dýpkar skilning á þessum mikilvæga þætti í starfsumhverfi háskólamenntaðra stétta. Það eru margar ástæður fyrir því að rannsókn af því tagi sem kynnt verður í dag er nauðsynleg fyrir hagsmunagæslu háskólamenntaðra stétta. Hún varpar ljósi á samspil ólíkra hópa á íslenskum vinnumarkaði auk þess sem hún gefur okkur dýrmætar upplýsingar um hvar við stöndum í samanburði við nágrannalönd okkar og þar með hversu samkeppnishæf við erum á vinnumarkaði sem verður stöðugt alþjóðlegri. Ávinningur farið minnkandi Í skýrslunni eru bornar saman atvinnutekjur eftir skatta hjá fólki með grunnskólamenntun, framhaldsskólamenntun og háskólamenntun. Spurt er ólíkra spurninga og unnin margvísleg svör á grunni upplýsinganna. Margt kemur á óvart, en annað var viðbúið. Lítum á niðurstöðurnar um ávinninginn af háskólamenntun. Hann er skilgreindur sem meðaltalsmunur á atvinnutekjum þeirra sem lokið hafa háskólanámi og þeirra sem ekki verða sér úti um háskólagráðu eftir stúdentspróf. Niðurstaðan er sú að ávinningurinn hefur farið minnkandi allt frá 9. áratug 20. aldar, hann jókst í uppsveiflunni í lok síðustu aldar og skrapp hratt saman eftir hrun bankanna 2008 en ferillinn leitar alltaf niður á við. Kynjavinkillinn í niðurstöðunum er sláandi. Í ljós kemur að tekjur háskólamenntaðra kvenna eru svipaðar tekjum karla með stúdentspróf í flestum aldursflokkum. Einnig að karlar sem hafa aðeins lokið grunnskólaprófi fá hærri tekjur en konur með stúdentspróf. Í rannsókninni er líka skoðaður ávinningur af grunn- og meistaranámi eftir aldri. Í ljós kemur að ávinningur þeirra sem eru 45 ára og yngri af grunnnámi í háskóla jókst fram að aldamótum en síðan hefur hann farið hratt minnkandi. Yngsti aldurshópur þeirra, sem lokið höfðu grunnnámi árið 2000, hafði um 38% meiri tekjur en stúdentar eftir skatta en nú er þessi hópur með innan við 15% meiri tekjur. Elsti hópurinn var með rúmlega 30% hærri tekjur eftir skatta árið 2000 en nú er munurinn um 16%. Tímaferlar fyrir ávinning af meistaragráðu sýna hins vegar nær stöðuga lækkun frá því á tíunda áratuginum hjá þeim sem eru 35 ára og eldri. Mismunur eftir hópum Þegar rætt er um arðsemi háskólanáms í skýrslunni er oftast átt við innri vexti eða þá ávöxtunarkröfu, sem nægir til þess að núvirtar ævitekjur um tvítugt verði jafnar hjá þeim sem ljúka háskólanámi og þeim sem fara beint út á vinnumarkaðinn eftir stúdentspróf. Arðsemi er mest af námi í læknisfræði, tölvunarfræði og verkfræði. Þar á eftir koma lögfræði, hjúkrunarfræði, hagfræði og viðskiptafræði. Á hinn bóginn er neikvæð arðsemi af leikskólakennaranámi, listum og meðferð og endurhæfingu. Þá er lítil arðsemi af grunnskólakennaranámi, starfsmenntakennaranámi, námi í hugvísindum og félags- og menningarfræði. Við drögumst aftur úr Arðsemi háskólanáms á Íslandi er með því minnsta sem þekkist í samanburðarlöndum okkar. Hún er samt ekki langt frá því sem er í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, en hún er nokkru meiri í Finnlandi en hér. Í öllum þessum löndum er arðsemi meiri af háskólanámi kvenna en karla, eins og hér. Í meðaltali OECD-landa, annarra en Íslands, er arðsemi af háskólanámi líka nokkru meiri hjá konum en körlum. Hafa ber í huga varðandi samanburðinn innan Norðurlandanna að stuðningskerfi við námsmenn og ungar fjölskyldur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru mun öflugri en hér á landi. Það þýðir að unga háskólafólkið okkar býr við mun lakari kjör en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum. Munur á tekjum háskólamenntaðra og fólks með stúdentspróf hefur farið minnkandi síðustu tuttugu árin og nú er hann hvergi minni en á Íslandi í þeim löndum sem skoðuð eru í samantekt Evrópsku hagstofunnar (e. Eurostat). Í heildina hefur arðsemi háskólamenntunar farið minnkandi hjá báðum kynjum á síðustu tveimur áratugum. Þannig hefur bæði arðsemi grunnnáms og meistaranáms í háskóla helmingast frá fjármálakreppunni. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í niðurstöðum skýrslu Hagfræðistofnunar um virði háskólamenntunar. Á málþinginu í dag verður ítarleg umfjöllun um niðurstöðurnar og varpað ljósi á stöðu Íslands í samanburði við nágrannalöndin. Í ljós kemur að við erum að dragast aftur úr og að þekkingin sem við höfum treyst að myndi tryggja framtíð Íslands er í hættu. Og við spyrjum: Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar