Erlent

Svíar munu banna far­síma í grunn­skólum frá næsta hausti

Atli Ísleifsson skrifar
Símabannið á að ná til grunnskóla í öllu landinu.
Símabannið á að ná til grunnskóla í öllu landinu. Getty

Farsímar verða bannaðir í sænskum grunnskólum frá og með upphafi skólaársins haustið 2026. Símabannið mun einnig ná til frímínútna og frístundaheimila.

Sænskir fjölmiðlar greina frá þessu en sænska ríkisstjórnin kynnti líkt og sú íslenska þingmálaskrá sína í dag.

Tillagan kemur frá Frjálslynda flokknum en aðrir stjórnarflokkar – það er Hægriflokkurinn, Kristilegir demókratar og stuðningsflokkurinn Svíþjóðardemókratar – styðja tillöguna. Breytingin mun fela í sér breytingar á skólalögum.

„Þetta snýst um að maður á að einbeita sér að stærðfræðinni og ekki sitja og „skrolla“ á TikTok. Í frímínútum á maður svo að geta notið þess að hanga með vinunum eða spila fótbolta,“ segir menntamálaráðherrann Simona Mohamsson.

Símabannið á að ná til grunnskóla í öllu landinu, en samkvæmt frumvarpinu eiga skólastjórar að geta tekið ákvarðanir um undanþágur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×