Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 9. september 2025 20:02 Ástrós og Adam ásamt nígerísku brúðhjónunum, Temi Otedola og Oluwatosin Oluwole Ajibade, eða Mr Eazi. Instagram Ástrós Traustadóttir, dansari og raunveruleikastjarna, og kærasti hennar, Adam Helgason, matgæðingur, voru viðstödd brúðkaup nígerísku hjónanna Temi Otedola og Oluwatosin Oluwole Ajibade hér á landi í byrjun ágúst. Ástrós birti mynd af sér ásamt nígerísku hjónunum á Instagram í gær en Otedola og Oluwole Ajibade hafa verið gift í tæplega tvö ár og hafa haldið þrjár brúðkaupsveislur, nú síðast á Íslandi. Otedola er 29 ára leikkona og hefur leikið í nígerískum kvikmyndum á borð við Citation, sem er dreift af Netflix, og Ms. Kanyin, sem er dreift af Amazon Prime. Hún er dóttir Femi Otedola, nígerísks olíubaróns, sem er í 2.566. sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Eignir auðkýfingsins eru metnar á 1,3 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir um 160 milljörðum króna. Brúðguminn, Oluwatosin Oluwole Ajibade, sem er talsvert þekktari undir nafninu Mr Eazi, er tónlistarmaður og hefur starfað með listamönnum á borð við Bad Bunny og J Balvin. View this post on Instagram A post shared by Vogue Weddings (@vogueweddings) Eazi og Otedola kynntust á köldum degi í janúar 2017 á skemmtistaðnum Tate Club í London, þar sem þau voru bæði mætt til að hlusta á systur hennar, Florence, þeyta skífum. Árið 2022 greindu hjónin frá því í hlaðvarpsþætti þeirra, How Far?, að þau hefðu trúlofað sig í Dúbaí. Sjá: Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Nú, þremur árum síðar, eru þau gift og hafa haldið brúðkaupsveislur í þremur mismunandi löndum á árinu: Mónakó, Dúbaí og Íslandi. Dolfallin og orðlaus Ástrós og Adam kynntust Eazi og Otedola þegar þau voru í fríi hér á landi og fóru með þau út að borða. Þau voru gestir í tveimur af brúðkaupum hjónanna, í Dúbaí fyrr í sumar og á Íslandi í ágúst. Ástrós birti í gær fallega mynd af þeim hjónum ásamt hjónunum, þar sem þau klæddust öll nígerískum brúðkaupsklæðnaði í brúðkaupinu í Dúbaí. „Ég er enn dolfallin og orðlaus eftir að hafa fagnað þessum töfrandi degi og hreinu ást. Elska ykkur endalaust,“ skrifar Ástrós við myndafærsluna. View this post on Instagram A post shared by Astros Traustadottir. (@astrostraustaa) Í nígerískum brúðkaupum er hefð fyrir því að gestir klæðist samskonar fötum og brúðhjónin. Þessi föt kallast aso-ebi, sem þýðir bókstaflega „fjölskylduföt“. Með þeim skapa gestirnir samheldna og hátíðlega stemningu í brúðkaupinu. Heltekin af Íslandi Brúðkaupið vakti athygli erlendis, meðal annars í bandaríska tímaritinu Vogue en ætla má að brúðkaupið sé eitt það umfangsmesta sem hefur verið haldið hér á landi. Um hundruð gesta frá öllum heimshornum og tökuteymi Netflix voru viðstaddir herlegheitin. „Eazi og ég höfum alltaf farið okkar eigin leið,“ sagði Otedola í viðtalinu um brúðkaupssumarið mikla og að Ísland sé uppáhaldsstaðurinn þeirra í heiminum. Brúðkaupið sjálft fór fram í Hallgrímskirkju og veislan var haldin í stórkostlegu glerhýsi í Kleif í Kjós, sem var reist sérstaklega fyrir brúðkaupið. Umgjörðin var afar glæsileg þar sem íslensk náttúra var í aðalhlutverki. View this post on Instagram A post shared by Vogue Weddings (@vogueweddings) View this post on Instagram A post shared by Vogue Weddings (@vogueweddings) Gestum var boðið upp á veitingar frá veitingastaðnum Oto, uppáhaldsstað hjónanna. „Við höfðum bara uppáhaldsréttina okkar – meðal annars Hokkaido-brauð, rauðrófugyoza, agnolotti og kremaða polentu – sem var borið fram jafn óðum,“ segir Otedola um matseðilinn. Brúðguminn kom sinni heittelskuðu á óvart með því að fá tónlistarmanninn John Legend til að spila í veislunni. Um kvöldið héldu gestirnir aftur inn í miðborg Reykjavíkur, á næturklúbbinn Sunset í kjallara Edition, þar sem þeir skemmtu sér langt fram eftir kvöldi. View this post on Instagram A post shared by Vogue Weddings (@vogueweddings) SS pylsur og dansandi norðurljós Daginn eftir héldu gestirnir í böðin í Hvammsvík, þar sem þeir slökuðu á í fallegu umhverfi á meðan plötusnúðurinn Michael Brun spilaði fram eftir kvöldi. Gestirnir fengu að smakka fjölbreytta rétti frá nokkrum af uppáhaldsveitingastöðum hjónanna, á meðan norðurljósin skörtuðu sínu fegursta. „Við fengum uppáhaldsmatarmarkaðsveitingahúsin okkar til að setja upp básana sína, allt frá burrata-pistachio pizzu til besta butter chicken í Evrópu. Og svo má ekki gleyma goðsagnakenndu pylsunum frá Bæjarins Beztu, sem hefur verið íslenskt must do frá árinu 1937,“ sagði Eazi í viðtalinu við Vogue. Viðtalið við brúðhjónin má lesa í heild sinni á vef Vogue. View this post on Instagram A post shared by Temiloluwa Ajibade (@temiotedola) Brúðkaup Ástin og lífið Tímamót Tónlist Kjósarhreppur Tengdar fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju hefur vakið mikla athygli í dag. Þar gifta sig leikkonan Temi Otedola og tónlistarmaðurinn Oluwatosin Oluwole Ajibade, sem er betur þekktur undir listamannanafninu Mr. Eazi. 8. ágúst 2025 17:57 Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Nígerísk stjörnuhjón sem halda brúðkaup í Hallgrímskirkju í dag hafa látið reisa stærðarinnar glerhýsi í Kleif í Kjós þar sem brúðkaupsveisla verður haldin að lokinni athöfn. Mikið umstang er í kringum brúðkaupið og búist er við hundruðum gesta erlendis frá og tökuteymi frá Netflix. Þetta er aftur á móti ekki fyrsta brúðkaupsathöfn hjónanna, sem eru þegar gift. 8. ágúst 2025 15:00 Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Sjá meira
Ástrós birti mynd af sér ásamt nígerísku hjónunum á Instagram í gær en Otedola og Oluwole Ajibade hafa verið gift í tæplega tvö ár og hafa haldið þrjár brúðkaupsveislur, nú síðast á Íslandi. Otedola er 29 ára leikkona og hefur leikið í nígerískum kvikmyndum á borð við Citation, sem er dreift af Netflix, og Ms. Kanyin, sem er dreift af Amazon Prime. Hún er dóttir Femi Otedola, nígerísks olíubaróns, sem er í 2.566. sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Eignir auðkýfingsins eru metnar á 1,3 milljarða Bandaríkjadala, sem jafngildir um 160 milljörðum króna. Brúðguminn, Oluwatosin Oluwole Ajibade, sem er talsvert þekktari undir nafninu Mr Eazi, er tónlistarmaður og hefur starfað með listamönnum á borð við Bad Bunny og J Balvin. View this post on Instagram A post shared by Vogue Weddings (@vogueweddings) Eazi og Otedola kynntust á köldum degi í janúar 2017 á skemmtistaðnum Tate Club í London, þar sem þau voru bæði mætt til að hlusta á systur hennar, Florence, þeyta skífum. Árið 2022 greindu hjónin frá því í hlaðvarpsþætti þeirra, How Far?, að þau hefðu trúlofað sig í Dúbaí. Sjá: Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Nú, þremur árum síðar, eru þau gift og hafa haldið brúðkaupsveislur í þremur mismunandi löndum á árinu: Mónakó, Dúbaí og Íslandi. Dolfallin og orðlaus Ástrós og Adam kynntust Eazi og Otedola þegar þau voru í fríi hér á landi og fóru með þau út að borða. Þau voru gestir í tveimur af brúðkaupum hjónanna, í Dúbaí fyrr í sumar og á Íslandi í ágúst. Ástrós birti í gær fallega mynd af þeim hjónum ásamt hjónunum, þar sem þau klæddust öll nígerískum brúðkaupsklæðnaði í brúðkaupinu í Dúbaí. „Ég er enn dolfallin og orðlaus eftir að hafa fagnað þessum töfrandi degi og hreinu ást. Elska ykkur endalaust,“ skrifar Ástrós við myndafærsluna. View this post on Instagram A post shared by Astros Traustadottir. (@astrostraustaa) Í nígerískum brúðkaupum er hefð fyrir því að gestir klæðist samskonar fötum og brúðhjónin. Þessi föt kallast aso-ebi, sem þýðir bókstaflega „fjölskylduföt“. Með þeim skapa gestirnir samheldna og hátíðlega stemningu í brúðkaupinu. Heltekin af Íslandi Brúðkaupið vakti athygli erlendis, meðal annars í bandaríska tímaritinu Vogue en ætla má að brúðkaupið sé eitt það umfangsmesta sem hefur verið haldið hér á landi. Um hundruð gesta frá öllum heimshornum og tökuteymi Netflix voru viðstaddir herlegheitin. „Eazi og ég höfum alltaf farið okkar eigin leið,“ sagði Otedola í viðtalinu um brúðkaupssumarið mikla og að Ísland sé uppáhaldsstaðurinn þeirra í heiminum. Brúðkaupið sjálft fór fram í Hallgrímskirkju og veislan var haldin í stórkostlegu glerhýsi í Kleif í Kjós, sem var reist sérstaklega fyrir brúðkaupið. Umgjörðin var afar glæsileg þar sem íslensk náttúra var í aðalhlutverki. View this post on Instagram A post shared by Vogue Weddings (@vogueweddings) View this post on Instagram A post shared by Vogue Weddings (@vogueweddings) Gestum var boðið upp á veitingar frá veitingastaðnum Oto, uppáhaldsstað hjónanna. „Við höfðum bara uppáhaldsréttina okkar – meðal annars Hokkaido-brauð, rauðrófugyoza, agnolotti og kremaða polentu – sem var borið fram jafn óðum,“ segir Otedola um matseðilinn. Brúðguminn kom sinni heittelskuðu á óvart með því að fá tónlistarmanninn John Legend til að spila í veislunni. Um kvöldið héldu gestirnir aftur inn í miðborg Reykjavíkur, á næturklúbbinn Sunset í kjallara Edition, þar sem þeir skemmtu sér langt fram eftir kvöldi. View this post on Instagram A post shared by Vogue Weddings (@vogueweddings) SS pylsur og dansandi norðurljós Daginn eftir héldu gestirnir í böðin í Hvammsvík, þar sem þeir slökuðu á í fallegu umhverfi á meðan plötusnúðurinn Michael Brun spilaði fram eftir kvöldi. Gestirnir fengu að smakka fjölbreytta rétti frá nokkrum af uppáhaldsveitingastöðum hjónanna, á meðan norðurljósin skörtuðu sínu fegursta. „Við fengum uppáhaldsmatarmarkaðsveitingahúsin okkar til að setja upp básana sína, allt frá burrata-pistachio pizzu til besta butter chicken í Evrópu. Og svo má ekki gleyma goðsagnakenndu pylsunum frá Bæjarins Beztu, sem hefur verið íslenskt must do frá árinu 1937,“ sagði Eazi í viðtalinu við Vogue. Viðtalið við brúðhjónin má lesa í heild sinni á vef Vogue. View this post on Instagram A post shared by Temiloluwa Ajibade (@temiotedola)
Brúðkaup Ástin og lífið Tímamót Tónlist Kjósarhreppur Tengdar fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju hefur vakið mikla athygli í dag. Þar gifta sig leikkonan Temi Otedola og tónlistarmaðurinn Oluwatosin Oluwole Ajibade, sem er betur þekktur undir listamannanafninu Mr. Eazi. 8. ágúst 2025 17:57 Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Nígerísk stjörnuhjón sem halda brúðkaup í Hallgrímskirkju í dag hafa látið reisa stærðarinnar glerhýsi í Kleif í Kjós þar sem brúðkaupsveisla verður haldin að lokinni athöfn. Mikið umstang er í kringum brúðkaupið og búist er við hundruðum gesta erlendis frá og tökuteymi frá Netflix. Þetta er aftur á móti ekki fyrsta brúðkaupsathöfn hjónanna, sem eru þegar gift. 8. ágúst 2025 15:00 Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Sjá meira
Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju hefur vakið mikla athygli í dag. Þar gifta sig leikkonan Temi Otedola og tónlistarmaðurinn Oluwatosin Oluwole Ajibade, sem er betur þekktur undir listamannanafninu Mr. Eazi. 8. ágúst 2025 17:57
Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Nígerísk stjörnuhjón sem halda brúðkaup í Hallgrímskirkju í dag hafa látið reisa stærðarinnar glerhýsi í Kleif í Kjós þar sem brúðkaupsveisla verður haldin að lokinni athöfn. Mikið umstang er í kringum brúðkaupið og búist er við hundruðum gesta erlendis frá og tökuteymi frá Netflix. Þetta er aftur á móti ekki fyrsta brúðkaupsathöfn hjónanna, sem eru þegar gift. 8. ágúst 2025 15:00