Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. september 2025 07:25 Ítrekað kom til átaka milli mótmælenda og löggæsluyfirvalda í Los Angeles í sumar, þar sem aðgerðum yfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum var mótmælt. Getty/Anadolu/Tayfun Coskun Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur aflétt takmörkunum sem neðra dómstig hafði sett á eftirlit með ólöglegum innflytjendum í Los Angeles. Ákvörðunin hefur það í för með sér að yfirvöld geta haldið áfram að stöðva fólk og handtaka vegna kynþáttar og málnotkunar. „Ég vil að öll þjóðin hlusti á mig þegar ég segi að þetta er ekki bara árás á íbúa Los Angeles, heldur á alla íbúa allra borga þessa lands,“ sagði Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles, í gær. Hún sagði ákvörðun Hæstaréttar myndu hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mannréttindasamtök segja þúsundir einstaklinga hafa verið stöðvaða og handtekna í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegum innflytjendum. Fólk hafi verið stöðvað fyrir það eitt að vera af rómönskum uppruna, tala bjagaða ensku eða vinna ákveðin störf. Nokkrir einstaklingar höfðuðu mál og í kjölfarið ákvað dómarinn Maame E. Frimpong að takmarka heimildir yfirvalda í Los Angeles og nágrenni. Þau mætti ekki lengur stöðva fólk á grundvelli kynþáttar, tungumálanotkunar, atvinnu eða veru þeirra á ákveðnum stöðum. .@realDonaldTrump's hand-picked SCOTUS majority just became the Grand Marshal for a parade of racial terror in LA.His administration is targeting Latinos — and anyone who doesn’t look or sound like @StephenM's idea of an American — to deliberately harm our families and economy. https://t.co/ESdEQF4XLW— Governor Gavin Newsom (@CAgovernor) September 8, 2025 Hæstaréttardómarinn Brett M. Kavanaugh segir hins vegar í áliti sínu að íbúasamsetning borgarinnar réttlæti aðgerðir innflytjendayfirvalda; um tíu prósent íbúa séu ólöglegir innflytjendur. Þá sé réttlætanlegt að stöðva einstaklinga á grundvelli kynþáttar, málnotkunar og starfa, þar sem margir ólöglegir innflytjendur í Los Angeles komi frá Mexíkó eða Mið-Ameríku, tali ekki mikla ensku og vinni við ákveðin störf. Hæstaréttadómararnir Sonia Sotomayor, Elena Kagan og Ketanji Brown Jackson voru á öndverðum meiði og sögðu Bandaríkjamenn ekki eiga þurfa að búa við það að yfirvöld gætu stöðvað fólk og handtekið bara fyrir það hvernig það liti út eða talaði, eða fyrir það að vinna láglaunastörf. Sotomayor sagði stjórnvöld og meirihluta Hæstaréttar hafa allt að því lýst því yfir að allir af rómönskum uppruna sem ynnu láglaunastörf gætu nú átt það á hættu að verða stöðvaðir og haldið þar til þeir gætu sannað að þeir væru leyfilega í landinu. Hún gagnrýndi sérstaklega þá fullyrðingu Kavanaugh að aðeins væri um að ræða stutt stopp af löggæsluyfirvöldum og sagði fjölda fólks hafa lýst því að hafa verið gripið, kastað í götuna og handjárnað. Allt á grundvelli útlits, hreims eða starfa. Hér má finna umfjöllun New York Times um málið. Bandaríkin Donald Trump Innflytjendamál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
„Ég vil að öll þjóðin hlusti á mig þegar ég segi að þetta er ekki bara árás á íbúa Los Angeles, heldur á alla íbúa allra borga þessa lands,“ sagði Karen Bass, borgarstjóri Los Angeles, í gær. Hún sagði ákvörðun Hæstaréttar myndu hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mannréttindasamtök segja þúsundir einstaklinga hafa verið stöðvaða og handtekna í aðgerðum stjórnvalda gegn ólöglegum innflytjendum. Fólk hafi verið stöðvað fyrir það eitt að vera af rómönskum uppruna, tala bjagaða ensku eða vinna ákveðin störf. Nokkrir einstaklingar höfðuðu mál og í kjölfarið ákvað dómarinn Maame E. Frimpong að takmarka heimildir yfirvalda í Los Angeles og nágrenni. Þau mætti ekki lengur stöðva fólk á grundvelli kynþáttar, tungumálanotkunar, atvinnu eða veru þeirra á ákveðnum stöðum. .@realDonaldTrump's hand-picked SCOTUS majority just became the Grand Marshal for a parade of racial terror in LA.His administration is targeting Latinos — and anyone who doesn’t look or sound like @StephenM's idea of an American — to deliberately harm our families and economy. https://t.co/ESdEQF4XLW— Governor Gavin Newsom (@CAgovernor) September 8, 2025 Hæstaréttardómarinn Brett M. Kavanaugh segir hins vegar í áliti sínu að íbúasamsetning borgarinnar réttlæti aðgerðir innflytjendayfirvalda; um tíu prósent íbúa séu ólöglegir innflytjendur. Þá sé réttlætanlegt að stöðva einstaklinga á grundvelli kynþáttar, málnotkunar og starfa, þar sem margir ólöglegir innflytjendur í Los Angeles komi frá Mexíkó eða Mið-Ameríku, tali ekki mikla ensku og vinni við ákveðin störf. Hæstaréttadómararnir Sonia Sotomayor, Elena Kagan og Ketanji Brown Jackson voru á öndverðum meiði og sögðu Bandaríkjamenn ekki eiga þurfa að búa við það að yfirvöld gætu stöðvað fólk og handtekið bara fyrir það hvernig það liti út eða talaði, eða fyrir það að vinna láglaunastörf. Sotomayor sagði stjórnvöld og meirihluta Hæstaréttar hafa allt að því lýst því yfir að allir af rómönskum uppruna sem ynnu láglaunastörf gætu nú átt það á hættu að verða stöðvaðir og haldið þar til þeir gætu sannað að þeir væru leyfilega í landinu. Hún gagnrýndi sérstaklega þá fullyrðingu Kavanaugh að aðeins væri um að ræða stutt stopp af löggæsluyfirvöldum og sagði fjölda fólks hafa lýst því að hafa verið gripið, kastað í götuna og handjárnað. Allt á grundvelli útlits, hreims eða starfa. Hér má finna umfjöllun New York Times um málið.
Bandaríkin Donald Trump Innflytjendamál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira