Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar 8. september 2025 09:31 Karl Sighvatsson var ekki eingöngu magnaður listamaður heldur einnig áhrifavaldur og mótandi menningarlífs til áratuga. Í Ölfusi skildi hann eftir sig spor sem við sjáum enn og fótatak sem við munum heyra um ókomna tíð. Karl fæddist 8. september 1950 og kvaddi allt of snemma árið 1991. En það sem hann byggði með okkur lifir. Karlsvaka – kvöld til minningar Í gær fór fram Karlsvaka þar sem Kalla Sighvats var minnst. Fyrir okkur sem ekki nutum þeirrar gæfu að njóta samvista við hann var samkoman upplýsandi og í raun göfgandi. Flestir vita að Kalli Sighvats var listamaður af guðs náð, en fyrir samfélagið hér í Ölfusi – og þá ekki síst í Þorlákshöfn – var hann líka nágranni, kennari og félagi. Hann valdi að eyða drjúgum hluta starfsævi sinnar hér. Seiðandi Hammondrödd og leiðtogi Þegar maður hlustar eftir löngu liðnu fótataki hans þá skynjar maður svo sterkt að hér skipti hann ekki aðeins um hljóðfæri; hann skipti um hlutverk. Hér fór hann frá því að vera seiðandi Hammond-rödd á sviðum landsins og varð leiðtogi og mótandi afl í kirkjum og kórum héraðsins. Hann stýrði Söngfélagi Þorlákshafnar, vann með kórum í nærsveitum og sat við orgelið í kirkjunum okkar með þeirri yfirvegun og hlýju sem skilar sér enn í menningu staðarins. Tónlist fyrir alla Karl sýndi ungu menningarsamfélagi í Þorlákshöfn að tónlist er ekki fyrir fáa, hún er fyrir okkur öll. Hún má hljóma jafnt á bryggjunni og á bekkjum kirkjunnar, í æfingasal og í eldhúsum bæjarins. Hún er fyrir kóra, sönghópa, lærða sem leika. Ég held að hann hafi líka skilað flestum betur: tónlistin er best þegar hún á sér áheyrendur. Að brúa heimana tvo Kalli Sighvats var fullkomlega skeytingarlaus gagnvart þeim landamærum sem menningarvitar og tónlistasérfræðingar ramma stundum tónlistina inni í. Hann hikaði hvergi við að taka með sér fagmennsku og leikgleði úr popp- og rokksenunni inn í kirkjuna. Um það vitna samferðamenn hans. Ég held að um leið hafi hann tekið með sér frið og hlustun úr kirkjunni yfir á sviðið og skilað því til áheyrenda. Þannig bræddi hann saman og brúaði heimana tvo og kenndi okkur að list og trú, gleði og agi, ganga saman. Arfleifð sem lifir Tónlistin sem Kalli Sighvats skildi eftir eru mögnuð verðmæti. Samfélagið hér í Ölfusi og Þorlákshöfn njóta þó ekki eingöngu tónverkanna sem sitja eftir. Jafnvel enn verðmætara er fólkið sem hann leiddi áfram. Sú bylgja sem hann skóp hefur skilað sér í þeim menningar- og tónlistarbæ sem við eigum í dag. Nemendur sem urðu sjálfir leiðtogar. Söngvarar sem fóru að treysta eigin rödd. Börn sem uppgötvuðu að menning er eitthvað sem við sköpum sjálf, hér heima, dag frá degi. Það er arfleifð sem ekki hverfur. Það eru verðmæti dagsins í dag. Þetta eru tónarnir sem aldrei deyja út. Minning sem leiðarljós Karlsvaka var til minningar um Karl Sighvatsson. En verið viss um að sú minning er ekki einvörðungu tengd fortíðinni; hún er ekki síður ákvörðun um framtíð. Við hér í Ölfusi og Þorlákshöfn getum og eigum áfram að heiðra minningu og arfleið Karls. Það gerum við best með því að halda áfram því sem hann hóf: að rækta kóra og hljómsveitir, gefa ungum tónlistarfólki tækifæri, og láta kirkjuna, skólana og menningarhúsin vera lifandi staði þar sem allir fá rödd. Þakkir og samhugur Ég vil færa fjölskyldu og vinum Karls Sighvatssonar kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að eiga Karl með þeim. Ég vil líka þakka öllum sem skipulögðu Karlsvöku og komu þar fram. Þar er ekki á neinn hallað þó sérstaklega sé minnst á ómetanlegt framlag og frumkvæði Jakobs Frímanns Magnússonar og Sigurjóns Sighvatssonar, bróður Karls. Við, íbúar hér, erum stolt af því að vera samfélag sem man vel – og lætur minningu verða að hvatningu. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Karl Sighvatsson var ekki eingöngu magnaður listamaður heldur einnig áhrifavaldur og mótandi menningarlífs til áratuga. Í Ölfusi skildi hann eftir sig spor sem við sjáum enn og fótatak sem við munum heyra um ókomna tíð. Karl fæddist 8. september 1950 og kvaddi allt of snemma árið 1991. En það sem hann byggði með okkur lifir. Karlsvaka – kvöld til minningar Í gær fór fram Karlsvaka þar sem Kalla Sighvats var minnst. Fyrir okkur sem ekki nutum þeirrar gæfu að njóta samvista við hann var samkoman upplýsandi og í raun göfgandi. Flestir vita að Kalli Sighvats var listamaður af guðs náð, en fyrir samfélagið hér í Ölfusi – og þá ekki síst í Þorlákshöfn – var hann líka nágranni, kennari og félagi. Hann valdi að eyða drjúgum hluta starfsævi sinnar hér. Seiðandi Hammondrödd og leiðtogi Þegar maður hlustar eftir löngu liðnu fótataki hans þá skynjar maður svo sterkt að hér skipti hann ekki aðeins um hljóðfæri; hann skipti um hlutverk. Hér fór hann frá því að vera seiðandi Hammond-rödd á sviðum landsins og varð leiðtogi og mótandi afl í kirkjum og kórum héraðsins. Hann stýrði Söngfélagi Þorlákshafnar, vann með kórum í nærsveitum og sat við orgelið í kirkjunum okkar með þeirri yfirvegun og hlýju sem skilar sér enn í menningu staðarins. Tónlist fyrir alla Karl sýndi ungu menningarsamfélagi í Þorlákshöfn að tónlist er ekki fyrir fáa, hún er fyrir okkur öll. Hún má hljóma jafnt á bryggjunni og á bekkjum kirkjunnar, í æfingasal og í eldhúsum bæjarins. Hún er fyrir kóra, sönghópa, lærða sem leika. Ég held að hann hafi líka skilað flestum betur: tónlistin er best þegar hún á sér áheyrendur. Að brúa heimana tvo Kalli Sighvats var fullkomlega skeytingarlaus gagnvart þeim landamærum sem menningarvitar og tónlistasérfræðingar ramma stundum tónlistina inni í. Hann hikaði hvergi við að taka með sér fagmennsku og leikgleði úr popp- og rokksenunni inn í kirkjuna. Um það vitna samferðamenn hans. Ég held að um leið hafi hann tekið með sér frið og hlustun úr kirkjunni yfir á sviðið og skilað því til áheyrenda. Þannig bræddi hann saman og brúaði heimana tvo og kenndi okkur að list og trú, gleði og agi, ganga saman. Arfleifð sem lifir Tónlistin sem Kalli Sighvats skildi eftir eru mögnuð verðmæti. Samfélagið hér í Ölfusi og Þorlákshöfn njóta þó ekki eingöngu tónverkanna sem sitja eftir. Jafnvel enn verðmætara er fólkið sem hann leiddi áfram. Sú bylgja sem hann skóp hefur skilað sér í þeim menningar- og tónlistarbæ sem við eigum í dag. Nemendur sem urðu sjálfir leiðtogar. Söngvarar sem fóru að treysta eigin rödd. Börn sem uppgötvuðu að menning er eitthvað sem við sköpum sjálf, hér heima, dag frá degi. Það er arfleifð sem ekki hverfur. Það eru verðmæti dagsins í dag. Þetta eru tónarnir sem aldrei deyja út. Minning sem leiðarljós Karlsvaka var til minningar um Karl Sighvatsson. En verið viss um að sú minning er ekki einvörðungu tengd fortíðinni; hún er ekki síður ákvörðun um framtíð. Við hér í Ölfusi og Þorlákshöfn getum og eigum áfram að heiðra minningu og arfleið Karls. Það gerum við best með því að halda áfram því sem hann hóf: að rækta kóra og hljómsveitir, gefa ungum tónlistarfólki tækifæri, og láta kirkjuna, skólana og menningarhúsin vera lifandi staði þar sem allir fá rödd. Þakkir og samhugur Ég vil færa fjölskyldu og vinum Karls Sighvatssonar kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að eiga Karl með þeim. Ég vil líka þakka öllum sem skipulögðu Karlsvöku og komu þar fram. Þar er ekki á neinn hallað þó sérstaklega sé minnst á ómetanlegt framlag og frumkvæði Jakobs Frímanns Magnússonar og Sigurjóns Sighvatssonar, bróður Karls. Við, íbúar hér, erum stolt af því að vera samfélag sem man vel – og lætur minningu verða að hvatningu. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar