Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. september 2025 17:15 Karl Sighvatsson lést langt fyrir aldur fram í bílslysi á leið frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur. Minningarhátíðin Karlsvaka verður haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn koma fram á hátíðinni. Þetta verður í fjórða skipti sem Karlsvaka fer fram en vettvangur vökunnar í þetta sinn er Þorlákskirkja. Þaðan var Karl að koma eftir að hafa leikið á orgelið í hinsta sinn þegar hann lést í bílslysi á Hellisheiði á leið til Reykjavíkur sumarið 1991. Fram koma á Karlsvöku: Ungi Hammond-orgelleikarinn Tómas Jónsson sem er jafnframt tónlistarstjóri og hefur verið líkt við Karl; söngkonurnar Lay, Low, Kristjana Stefánsdóttir og Emilía Hugrún; bassaleikarinn Guðni Finnsson; trommuleikarinn Arnar Gíslason; gítarleikarinn Valbjörn Lilliendahl og Jakob Frímann Magnússon verður kynnir. Að afloknum tónleikunum býður sveitarstjórn Õlfuss til móttöku í Félagsheimili Þorlákshafnar. Frítt er á tónleikana en Þorlákskirkja rúmar um 200 manns og eru allir miðar því farnir. Markaði djúp spor í íslenska tónlistarsögu Karl var fæddur þann 8. september 1950 en féll frá langt fyrir aldur fram í bílslysi á Hellisheiði árið 1991. Karl er þekktasti Hammond-orgelleikari íslenskrar tónlistarsögu og var meðlimur í fjölmörgum hljómsveitum, þar á meðal Flowers, Trúbrot og Þursaflokknum. Karl markaði ekki aðeins djúp spor í rokk- og poppsögu landsins. Hann fór til orgelnáms í Vín og Salzburg í Austurríki, nam tónsmíðar í Boston og var organisti við kirkjur í Neskaupsstað, Bolungarvík og um tíma við fimm kirkjur í Ölfusi. Einnig kom hann að tónlistarkennslu og kórastarfi, stýrði Kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandarsóknar og Söngfélagi Þorlákshafnar. Tónleikar á Íslandi Ölfus Tónlist Tengdar fréttir Ljúfur söknuður á Karlsvöku Dagskráin var áhugaverð, þótt hún væri í lengri kantinum. Karl Sighvatsson var frábær listamaður. 16. september 2014 11:30 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þetta verður í fjórða skipti sem Karlsvaka fer fram en vettvangur vökunnar í þetta sinn er Þorlákskirkja. Þaðan var Karl að koma eftir að hafa leikið á orgelið í hinsta sinn þegar hann lést í bílslysi á Hellisheiði á leið til Reykjavíkur sumarið 1991. Fram koma á Karlsvöku: Ungi Hammond-orgelleikarinn Tómas Jónsson sem er jafnframt tónlistarstjóri og hefur verið líkt við Karl; söngkonurnar Lay, Low, Kristjana Stefánsdóttir og Emilía Hugrún; bassaleikarinn Guðni Finnsson; trommuleikarinn Arnar Gíslason; gítarleikarinn Valbjörn Lilliendahl og Jakob Frímann Magnússon verður kynnir. Að afloknum tónleikunum býður sveitarstjórn Õlfuss til móttöku í Félagsheimili Þorlákshafnar. Frítt er á tónleikana en Þorlákskirkja rúmar um 200 manns og eru allir miðar því farnir. Markaði djúp spor í íslenska tónlistarsögu Karl var fæddur þann 8. september 1950 en féll frá langt fyrir aldur fram í bílslysi á Hellisheiði árið 1991. Karl er þekktasti Hammond-orgelleikari íslenskrar tónlistarsögu og var meðlimur í fjölmörgum hljómsveitum, þar á meðal Flowers, Trúbrot og Þursaflokknum. Karl markaði ekki aðeins djúp spor í rokk- og poppsögu landsins. Hann fór til orgelnáms í Vín og Salzburg í Austurríki, nam tónsmíðar í Boston og var organisti við kirkjur í Neskaupsstað, Bolungarvík og um tíma við fimm kirkjur í Ölfusi. Einnig kom hann að tónlistarkennslu og kórastarfi, stýrði Kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandarsóknar og Söngfélagi Þorlákshafnar.
Tónleikar á Íslandi Ölfus Tónlist Tengdar fréttir Ljúfur söknuður á Karlsvöku Dagskráin var áhugaverð, þótt hún væri í lengri kantinum. Karl Sighvatsson var frábær listamaður. 16. september 2014 11:30 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Ljúfur söknuður á Karlsvöku Dagskráin var áhugaverð, þótt hún væri í lengri kantinum. Karl Sighvatsson var frábær listamaður. 16. september 2014 11:30
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“