Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 4. september 2025 19:51 Ólafur Ingi og starfslið Íslands. Vísir/Anton Brink Ísland tapaði 2-1 gegn Færeyjum í fyrsta leik undankeppni evrópumóts U21 landsliðs 2027 í dag. Færeyjar skoruðu tvö mörk snemma í leiknum og gátu þétt raðirnar rækilega. Ólafur Ingi Skúlason þjálfari U21 landsliðsþjálfari var að vonum súr eftir leikinn. Hann hafði sagt við blaðamann fyrir leik að liðið þyrfti að passa sig á skyndisóknum Færeyja sem yrði þeirra helsta vopn. Eftir tveggja mínútna leik höfðu Færeyingar skorað úr skyndisókn. Hann sagði leikplanið ekki hafa farið útum gluggann við markið en breytt gangi leiksins. „Vissum alveg út frá þeirra fyrsta leik og að við værum líklega sterkara lið á pappír þá yrðum við meira með boltann. Við erum búnir að vera að vinna í því að reyna að setja okkur ekki í þá aðstöðu að yfirspila og reyna að þröngva boltum í einhvern pakka sem við vildum ekki leita inn í. Við vissum alveg að það væri þeirra styrkur að sækja hratt en því miður þá fáum við mark í andlitið eftir tvær mínútur. Það gefur þeim von og meiri kraft. Í kjölfarið gefum við þeim mark og þá er á brattan að sækja,“ sagði Ólafur og bætti við um varnarleikinn en Ísland gaf tvö mjög ódýr mörk í dag. „Varnarleikurinn sem slíkur er fínn. Auðvitað er þetta eitthvað sem kemur fyrir og pínu erfitt að koma í veg fyrir öll mistök. Þurfum að lifa með því en það varð okkur að falli í dag. Þetta er dýrt. Þetta eru ekki margir leikir og það að lenda 2-0 undir í landsleik er stór hola. Mér fannst við samt öflugri í seinni hálfleik. Það var meiri tilgangur í því sem við vorum að gera og sköpuðum fína séns. Það var því miður ekki nóg.“ Færeyjar náðu að verjast þétt í dag eftir mörkin tvö og voru nánast alltaf 11 á bak við boltann. Ólafur sagði verkefnið hafa verið ærið gegn þessum varnarmúr. „Það var erfitt að brjóta þá aftur, sérstaklega miðsvæðis. Það varð til þess að við þurftum að herja á kantana og koma inn með fyrirgjafir. Við erum með sterka leikmenn inn í teig og það á að vera vopn. Mér fannst vanta örlítið upp á gæðin í síðustu sendingu í dag til að skapa betri færi,“ sagði Ólafur og bætti við um orku Færeyinganna sem létu vel í sér heyra á vellinum: „Þeir ætluðu sér að vinna þennan leik. Þeir fengu kickstart frá okkur og við vorum sjálfum okkur verstir. Stemmingin var öll þeirra megin. Öskur og læti hafa aldrei unnið leiki og það var ekki ástæðan fyrir sigri þeirra í dag. Óska þeim til hamingju með góðan leik.“ Næsti leikur Íslands fer fram gegn Eistlandi næstkomandi mánudag. Eistar töpuðu líka gegn Færeyjum 2-1 í sumar og því mikilvægur leikur fyrir bæði lið „Við þurfum aðeins að fá að sleikja sárin og rífa okkur upp. Það er stutt í næsta leik, við ferðumst á morgun. Það verður öðruvísi leikur en við mætum brattir. Þetta er rétt að byrja og það má ekki vera of dapur, verðum að vera fljótir að læra og gleyma þessu.“ Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason þjálfari U21 landsliðsþjálfari var að vonum súr eftir leikinn. Hann hafði sagt við blaðamann fyrir leik að liðið þyrfti að passa sig á skyndisóknum Færeyja sem yrði þeirra helsta vopn. Eftir tveggja mínútna leik höfðu Færeyingar skorað úr skyndisókn. Hann sagði leikplanið ekki hafa farið útum gluggann við markið en breytt gangi leiksins. „Vissum alveg út frá þeirra fyrsta leik og að við værum líklega sterkara lið á pappír þá yrðum við meira með boltann. Við erum búnir að vera að vinna í því að reyna að setja okkur ekki í þá aðstöðu að yfirspila og reyna að þröngva boltum í einhvern pakka sem við vildum ekki leita inn í. Við vissum alveg að það væri þeirra styrkur að sækja hratt en því miður þá fáum við mark í andlitið eftir tvær mínútur. Það gefur þeim von og meiri kraft. Í kjölfarið gefum við þeim mark og þá er á brattan að sækja,“ sagði Ólafur og bætti við um varnarleikinn en Ísland gaf tvö mjög ódýr mörk í dag. „Varnarleikurinn sem slíkur er fínn. Auðvitað er þetta eitthvað sem kemur fyrir og pínu erfitt að koma í veg fyrir öll mistök. Þurfum að lifa með því en það varð okkur að falli í dag. Þetta er dýrt. Þetta eru ekki margir leikir og það að lenda 2-0 undir í landsleik er stór hola. Mér fannst við samt öflugri í seinni hálfleik. Það var meiri tilgangur í því sem við vorum að gera og sköpuðum fína séns. Það var því miður ekki nóg.“ Færeyjar náðu að verjast þétt í dag eftir mörkin tvö og voru nánast alltaf 11 á bak við boltann. Ólafur sagði verkefnið hafa verið ærið gegn þessum varnarmúr. „Það var erfitt að brjóta þá aftur, sérstaklega miðsvæðis. Það varð til þess að við þurftum að herja á kantana og koma inn með fyrirgjafir. Við erum með sterka leikmenn inn í teig og það á að vera vopn. Mér fannst vanta örlítið upp á gæðin í síðustu sendingu í dag til að skapa betri færi,“ sagði Ólafur og bætti við um orku Færeyinganna sem létu vel í sér heyra á vellinum: „Þeir ætluðu sér að vinna þennan leik. Þeir fengu kickstart frá okkur og við vorum sjálfum okkur verstir. Stemmingin var öll þeirra megin. Öskur og læti hafa aldrei unnið leiki og það var ekki ástæðan fyrir sigri þeirra í dag. Óska þeim til hamingju með góðan leik.“ Næsti leikur Íslands fer fram gegn Eistlandi næstkomandi mánudag. Eistar töpuðu líka gegn Færeyjum 2-1 í sumar og því mikilvægur leikur fyrir bæði lið „Við þurfum aðeins að fá að sleikja sárin og rífa okkur upp. Það er stutt í næsta leik, við ferðumst á morgun. Það verður öðruvísi leikur en við mætum brattir. Þetta er rétt að byrja og það má ekki vera of dapur, verðum að vera fljótir að læra og gleyma þessu.“
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Sjá meira