Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2025 09:06 Írski handritshöfundurinn Graham Linehan í bol sem á stendur „Trans konur eru ekki konur“. Hann hefur sjálfur sagt að þessar skoðanir hans hafi heltekið líf hans, kostað hann verkefni og bundið enda á hjónaband hans. AP/Lucy North/PA Lundúnalögreglan handtók Graham Linehan, grínista sem er þekktastur fyrir að skrifa sjónvarpsþættina „Father Ted“ og „The IT Crowd“, fyrir að æsa til ofbeldis gegn trans fólki á netinu. Linehan hafði hvatt fylgjendur sína til þess að kýla trans konur. Handtakan hefur valdið fjaðrafoki í Bretlandi, ekki síst á hægri væng stjórnmálanna þar sem andúð á trans fólki er útbreidd. J.K. Rowling, sem var upphaflega þekktust sem höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter en hefur á síðari árum helgað sig að miklu leyti baráttu gegn trans konum, sagði handtökuna vísbendingu um að Bretlandi væri að verða að alræðisríki. Hægrisinnuðu götublöðin Daily Mail og The Sun töluðu um hneyksli og spurðu hvenær Bretland hefði breyst í Norður-Kóreu. Kemi Badenoch, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði að ríkisstjórnin ætti að skýra fyrir lögreglunni að hennar hlutverk væri að vernda almenning en ekki að fylgja með hvort einhver segði eitthvað meiðandi á samfélagsmiðlum. Einnig fyrir dómara fyrir að áreita trans konu Ummælin sem komu Linehan í kast við lögin lét hann falla á samfélagsmiðlinum X í apríl eftir að opinber nefnd ákvað að trans konur fengju ekki aðgang að rýmum sem væru ætlaðar konum eins og kvennaklósettum, kvennadeildum á sjúkrahúsum eða íþróttaliðum. Í færslunni sagði Linehan trans konur „ofbeldisfulla glæpamenn“ ef þær notuðu rými sem væru ætluð konum. Hvatti hann fólk til þess að kýla þær ef ekki dygði að kalla á lögreglu til að stöðva þær. Í annarri færslu sagðist Linehan hata trans aðgerðasinna. Bæði Linehan og Rowling hafa ítrekað haldið því fram að karlar þykist vera trans konur til þess að komast inn í kvennarými. Þá afneita þau tilvist trans kvenna yfir höfuð. Sjálfur segist Linehan hafa verið handtekinn fyrir „að segja brandara“. Hann átti að koma fyrir dómara í dag vegna annars máls þar sem hann er sakaður um að hafa áreitt trans konu og skemmt símann hennar. Linehan neitar sök í því. Stuðningshópur Palestínumanna skilgreindur sem hryðjuverkasamtök Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tjáningarfrelsi hefur verið í brennidepli í Bretlandi í ár. Hundruð manna hafa verið handteknir fyrir að halda á mótmælaspjöldum til stuðnings hópi sem styður Palestínumenn eftir að hann var skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í sumar. Þá hefur færst í aukana að fólk sé handtekið fyrir tjáningu á netinu á grundvelli breskra laga sem banna hvatningu til ofbeldis og hatursorðræðu á grundvelli kynþáttar, kyns, kynhneigðar eða trúar. Fárviðri skapaðist þannig yfir konu sveitarstjórnarmanns Íhaldsflokksins sem hlaut fangelsisdóm fyrir að hvetja til þess að fólk legði eld að hótelum sem hýsa hælisleitendur í færslu á samfélagsmiðli. Því máli hefur verið haldið á lofti á hægri væng breskra stjórnmála sem meintri skoðanakúgun stjórnvalda. Bretland Hinsegin Tjáningarfrelsi Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira
Handtakan hefur valdið fjaðrafoki í Bretlandi, ekki síst á hægri væng stjórnmálanna þar sem andúð á trans fólki er útbreidd. J.K. Rowling, sem var upphaflega þekktust sem höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter en hefur á síðari árum helgað sig að miklu leyti baráttu gegn trans konum, sagði handtökuna vísbendingu um að Bretlandi væri að verða að alræðisríki. Hægrisinnuðu götublöðin Daily Mail og The Sun töluðu um hneyksli og spurðu hvenær Bretland hefði breyst í Norður-Kóreu. Kemi Badenoch, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði að ríkisstjórnin ætti að skýra fyrir lögreglunni að hennar hlutverk væri að vernda almenning en ekki að fylgja með hvort einhver segði eitthvað meiðandi á samfélagsmiðlum. Einnig fyrir dómara fyrir að áreita trans konu Ummælin sem komu Linehan í kast við lögin lét hann falla á samfélagsmiðlinum X í apríl eftir að opinber nefnd ákvað að trans konur fengju ekki aðgang að rýmum sem væru ætlaðar konum eins og kvennaklósettum, kvennadeildum á sjúkrahúsum eða íþróttaliðum. Í færslunni sagði Linehan trans konur „ofbeldisfulla glæpamenn“ ef þær notuðu rými sem væru ætluð konum. Hvatti hann fólk til þess að kýla þær ef ekki dygði að kalla á lögreglu til að stöðva þær. Í annarri færslu sagðist Linehan hata trans aðgerðasinna. Bæði Linehan og Rowling hafa ítrekað haldið því fram að karlar þykist vera trans konur til þess að komast inn í kvennarými. Þá afneita þau tilvist trans kvenna yfir höfuð. Sjálfur segist Linehan hafa verið handtekinn fyrir „að segja brandara“. Hann átti að koma fyrir dómara í dag vegna annars máls þar sem hann er sakaður um að hafa áreitt trans konu og skemmt símann hennar. Linehan neitar sök í því. Stuðningshópur Palestínumanna skilgreindur sem hryðjuverkasamtök Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tjáningarfrelsi hefur verið í brennidepli í Bretlandi í ár. Hundruð manna hafa verið handteknir fyrir að halda á mótmælaspjöldum til stuðnings hópi sem styður Palestínumenn eftir að hann var skilgreindur sem hryðjuverkasamtök í sumar. Þá hefur færst í aukana að fólk sé handtekið fyrir tjáningu á netinu á grundvelli breskra laga sem banna hvatningu til ofbeldis og hatursorðræðu á grundvelli kynþáttar, kyns, kynhneigðar eða trúar. Fárviðri skapaðist þannig yfir konu sveitarstjórnarmanns Íhaldsflokksins sem hlaut fangelsisdóm fyrir að hvetja til þess að fólk legði eld að hótelum sem hýsa hælisleitendur í færslu á samfélagsmiðli. Því máli hefur verið haldið á lofti á hægri væng breskra stjórnmála sem meintri skoðanakúgun stjórnvalda.
Bretland Hinsegin Tjáningarfrelsi Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira